Pep segir að það yrðu risastór mistök að ætla að leita hefnda á móti Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2023 17:01 Tapið á Estadio Santiago Bernabeu í fyrra er örugglega eitt það sárasta á ferli Pep Guardiola. Getty/Alvaro Medranda Manchester City hefur aldrei unnið Meistaradeildina en liðið hefur sjaldan átt betri möguleika en á þessari leiktíð. Liðið í fyrra datt út í undanúrslitum keppninnar á móti Real Madrid eftir að hafa fengið á sig tvö mörk í uppbótartíma og tapað svo í framlengingu. Real Madrid fór síðan alla leið og vann úrslitaleikinn á móti Liverpool. Real Madrid stendur nú annað árið í röð í vegi fyrir City mönnum í undanúrslitunum og fyrri leikurinn er á Bernabeu-vellinum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vill ekki líta á þetta sem stund hefndarinnar. Guardiola vill nefnilega alls ekki að sínir menn séu að pæla í því sem gerðist í fyrra. „Það yrðu risastór mistök,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við erum ekki mættir hingað til að leita hefnda. Það sem gerðist gerðist. Það alltaf þannig í fótbolta að þú átt uppskeruna skilið,“ sagði Pep. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Við gerðum meira en allt til að komast í úrslitaleikinn í fyrra en stundum er það ekki nóg. Lærdómurinn er sá að við þurfum bara að ná í góð úrslit, standa okkur vel og gefa okkur möguleika að tryggja okkur inn í úrslitaleiknum í seinni leiknum í Manchester,“ sagði Pep. „Þetta var mjög erfitt í fyrra en þá áttum við frábæran fyrri leik í Manchester og spiluðum líka góðan leik hér. Það var bara ekki nóg. Þú óskar andstæðingi þínum til hamingju, sættir þig við úrslitin og nú ári síðar þá erum við hérna á ný,“ sagði Pep. „Þetta er bara annað tækifæri fyrir okkur. Einn daginn þá munum við komast í úrslitaleikinn og vinna hann. Það gerðist ekki í fyrra af því að Real Madrid þekkir vel hvað þarf til í þessari keppni,“ sagði Pep. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Fleiri fréttir Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira
Liðið í fyrra datt út í undanúrslitum keppninnar á móti Real Madrid eftir að hafa fengið á sig tvö mörk í uppbótartíma og tapað svo í framlengingu. Real Madrid fór síðan alla leið og vann úrslitaleikinn á móti Liverpool. Real Madrid stendur nú annað árið í röð í vegi fyrir City mönnum í undanúrslitunum og fyrri leikurinn er á Bernabeu-vellinum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vill ekki líta á þetta sem stund hefndarinnar. Guardiola vill nefnilega alls ekki að sínir menn séu að pæla í því sem gerðist í fyrra. „Það yrðu risastór mistök,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við erum ekki mættir hingað til að leita hefnda. Það sem gerðist gerðist. Það alltaf þannig í fótbolta að þú átt uppskeruna skilið,“ sagði Pep. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Við gerðum meira en allt til að komast í úrslitaleikinn í fyrra en stundum er það ekki nóg. Lærdómurinn er sá að við þurfum bara að ná í góð úrslit, standa okkur vel og gefa okkur möguleika að tryggja okkur inn í úrslitaleiknum í seinni leiknum í Manchester,“ sagði Pep. „Þetta var mjög erfitt í fyrra en þá áttum við frábæran fyrri leik í Manchester og spiluðum líka góðan leik hér. Það var bara ekki nóg. Þú óskar andstæðingi þínum til hamingju, sættir þig við úrslitin og nú ári síðar þá erum við hérna á ný,“ sagði Pep. „Þetta er bara annað tækifæri fyrir okkur. Einn daginn þá munum við komast í úrslitaleikinn og vinna hann. Það gerðist ekki í fyrra af því að Real Madrid þekkir vel hvað þarf til í þessari keppni,“ sagði Pep.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Fleiri fréttir Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira