Lygni þingmaðurinn ákærður Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 22:28 George Santos við þingsetningu í byrjun árs. Hann afsalaði sér fljótt nefndarstörfum sem honum höfðu verið falin. EPA/Jim Lo Scalzo Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing. CNN-fréttastöðin segist hafa fyrir því heimildir að Santos gæti verið dreginn fyrir alríkisdómara í New York strax á morgun. Þar verði trúnaði um ákæruefnið aflétt. Ekki er ljóst fyrir hvað Santos er ákærður en alríkislögreglan og alríkissaksóknarar hafa rannsakað meintar lygar um fjárreiður framboðs þingmannsins og fleira. Lögmaður Santos og fulltrúar saksóknara, ráðuneytis og FBI vildu ekki tjá sig um málið. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi repúblikana í þingdeildinni, sagðist ætla að kynna sér ákæruefnið áður en hann tæki ákvörðun um hvort að Santos yrði vísað af þingi. Santos var einn fjögurra frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem náðu að fella sitjandi þingmenn demókrata í þingkosningunum síðasta haust. Kosningabarátta hans rataði ekki landsfréttirnar á meðan á henni stóð. Eftir kosningarnar afhjúpaði New York Times að Santos hefði sagt rangt frá starfsferli sínum, menntun og ýmsu fleira. Síðan þá hefur Santos verið sakaður um að brjóta lög um fjármál stjórnmálaframboða, stela fé sem átti að renna í góðgerðastarf fyrir hunda uppgjafarhermanna og greiðslukortasvindl. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
CNN-fréttastöðin segist hafa fyrir því heimildir að Santos gæti verið dreginn fyrir alríkisdómara í New York strax á morgun. Þar verði trúnaði um ákæruefnið aflétt. Ekki er ljóst fyrir hvað Santos er ákærður en alríkislögreglan og alríkissaksóknarar hafa rannsakað meintar lygar um fjárreiður framboðs þingmannsins og fleira. Lögmaður Santos og fulltrúar saksóknara, ráðuneytis og FBI vildu ekki tjá sig um málið. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi repúblikana í þingdeildinni, sagðist ætla að kynna sér ákæruefnið áður en hann tæki ákvörðun um hvort að Santos yrði vísað af þingi. Santos var einn fjögurra frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem náðu að fella sitjandi þingmenn demókrata í þingkosningunum síðasta haust. Kosningabarátta hans rataði ekki landsfréttirnar á meðan á henni stóð. Eftir kosningarnar afhjúpaði New York Times að Santos hefði sagt rangt frá starfsferli sínum, menntun og ýmsu fleira. Síðan þá hefur Santos verið sakaður um að brjóta lög um fjármál stjórnmálaframboða, stela fé sem átti að renna í góðgerðastarf fyrir hunda uppgjafarhermanna og greiðslukortasvindl.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32
Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17
Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53