Hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum Tinna Andrésdóttir skrifar 10. maí 2023 10:30 Í lögum um fjöleignahús er kveðið á um að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þá segir að þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hunda- og kattahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum en þegar sameiginlegur stigagangur er utanáliggjandi og gengið er inn í íbúðir af svölum þarf samþykki þeirra eiganda sem hann tilheyrir. Lögin fjalla því nokkuð vel um hvað telst sérinngangur og hvað ekki. Þrátt fyrir það hefur sú túlkun verið algeng að svalahurð á jarðhæð húsa, t.d. við sólpall eða sérafnotaflöt, teljist sem sérinngangur inn í íbúð og þar af leiðandi þurfi ekki samþykki meðeiganda fyrir hunda- og kattahaldi í þeirri íbúð. Fjölmörg mál koma inn á borð Húseigendafélagsins þegar kemur að dýrahaldi og samþykki annarra eigenda vegna þess. Í áliti kærunefndar húsmála nr. 102/2020 var um það deilt hvort að samþykki annarra eigenda þurfi fyrir hundi í íbúð á jarðhæð fjöleignarhúss. Voru uppi loforð eigenda íbúðarinnar um að nota ekki sameiginlegan inngang hússins fyrir dýrið heldur nota svalahurð íbúðarinnar til að fara með dýrið inn og út úr íbúðinni. Var krafan sú að svalahurð geti ekki talist sérinngangur í skilningi laga um fjöleignarhús. Kærunefnd húsamála féllst á þá kröfu og taldi að svalahurð geti ekki talist sérinngangur. Var í niðurstöðu nefndarinnar fjallað um að samkvæmt samþykktum teikningum hússins er aðalinngangur að íbúðinni sameiginlegur með öðrum íbúðum hússins. Taldi nefndin að þegar túlka eigi lögin við mat á því hvort íbúð sé með sameiginlegan inngang eða ekki, verði að horfa til samþykktra teikninga en ekki hvort það sé unnt að komast inn og út úr íbúðinni með öðrum hætti, svo sem í gegnum svalahurð eða hurð sem opnast út á sérafnotaflöt. Niðurstaða kærunefndar húsamála er ekki bindandi og verður ágreiningsefninu ekki skotið til annars stjórnvalds en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla. Mál þetta fór ekki fyrir dómstóla og því er litið til niðurstöðu þessarar þegar túlka á hvað telst til sérinngangs íbúðar. Nú á dögunum birtist frétt um ágreining í fjöleignarhúsi vegna hunds sem þar dvelur. Hundurinn kom í húsið eftir að systir íbúðareiganda lést úr krabbameini. Málavextir eru þeir að í húsinu eru þrír stigagangar og sameiginlegur kjallari. Samþykki hefur fengist hjá þeim sem deila stigagangi með hundinum en ekki þeim sem deila sameiginlegum inngangi í kjallara hússins. Er málið nú hjá kærunefnd húsamála. Í þessu máli er óhjákvæmilegt er að horfa til niðurstöðu nefndarinnar í máli nr. 102/2020 sem fjallað var um hér að ofan. Ljóst er að samkvæmt teikningum er kjallari hússins ekki aðalinngangur að íbúðinni þótt unnt sé að komast þar inn og út úr húsinu. Væri því samþykki 2/3 eigenda í þeim stigagangi sem hundurinn dvelur nóg í þessu tilviki. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Hundar Kettir Dýr Tinna Andrésdóttir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í lögum um fjöleignahús er kveðið á um að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þá segir að þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hunda- og kattahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum en þegar sameiginlegur stigagangur er utanáliggjandi og gengið er inn í íbúðir af svölum þarf samþykki þeirra eiganda sem hann tilheyrir. Lögin fjalla því nokkuð vel um hvað telst sérinngangur og hvað ekki. Þrátt fyrir það hefur sú túlkun verið algeng að svalahurð á jarðhæð húsa, t.d. við sólpall eða sérafnotaflöt, teljist sem sérinngangur inn í íbúð og þar af leiðandi þurfi ekki samþykki meðeiganda fyrir hunda- og kattahaldi í þeirri íbúð. Fjölmörg mál koma inn á borð Húseigendafélagsins þegar kemur að dýrahaldi og samþykki annarra eigenda vegna þess. Í áliti kærunefndar húsmála nr. 102/2020 var um það deilt hvort að samþykki annarra eigenda þurfi fyrir hundi í íbúð á jarðhæð fjöleignarhúss. Voru uppi loforð eigenda íbúðarinnar um að nota ekki sameiginlegan inngang hússins fyrir dýrið heldur nota svalahurð íbúðarinnar til að fara með dýrið inn og út úr íbúðinni. Var krafan sú að svalahurð geti ekki talist sérinngangur í skilningi laga um fjöleignarhús. Kærunefnd húsamála féllst á þá kröfu og taldi að svalahurð geti ekki talist sérinngangur. Var í niðurstöðu nefndarinnar fjallað um að samkvæmt samþykktum teikningum hússins er aðalinngangur að íbúðinni sameiginlegur með öðrum íbúðum hússins. Taldi nefndin að þegar túlka eigi lögin við mat á því hvort íbúð sé með sameiginlegan inngang eða ekki, verði að horfa til samþykktra teikninga en ekki hvort það sé unnt að komast inn og út úr íbúðinni með öðrum hætti, svo sem í gegnum svalahurð eða hurð sem opnast út á sérafnotaflöt. Niðurstaða kærunefndar húsamála er ekki bindandi og verður ágreiningsefninu ekki skotið til annars stjórnvalds en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla. Mál þetta fór ekki fyrir dómstóla og því er litið til niðurstöðu þessarar þegar túlka á hvað telst til sérinngangs íbúðar. Nú á dögunum birtist frétt um ágreining í fjöleignarhúsi vegna hunds sem þar dvelur. Hundurinn kom í húsið eftir að systir íbúðareiganda lést úr krabbameini. Málavextir eru þeir að í húsinu eru þrír stigagangar og sameiginlegur kjallari. Samþykki hefur fengist hjá þeim sem deila stigagangi með hundinum en ekki þeim sem deila sameiginlegum inngangi í kjallara hússins. Er málið nú hjá kærunefnd húsamála. Í þessu máli er óhjákvæmilegt er að horfa til niðurstöðu nefndarinnar í máli nr. 102/2020 sem fjallað var um hér að ofan. Ljóst er að samkvæmt teikningum er kjallari hússins ekki aðalinngangur að íbúðinni þótt unnt sé að komast þar inn og út úr húsinu. Væri því samþykki 2/3 eigenda í þeim stigagangi sem hundurinn dvelur nóg í þessu tilviki. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun