Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 23:36 Frumvarp um veitingu ríkisborgarréttar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þingmanna sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Vísir/Vilhelm Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. Þær Mariia Alekhina og Liudmila „Lucy“ Shtein komust á ævintýralegan hátt frá Rússlandi í fyrra. Alekhina var á meðal þriggja liðsmanna Pussy Riot sem voru handteknir eftir að þeir trufluðu messu í Kristskirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Þær töldu að þeim væri ekki vært í Rússlandi lengur en Vladímír Pútín Rússlandsforseti bælir nú niður allt andóf í landinu af enn meiri hörku en áður. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagði til að þær Alekhina og Shtein auk sextán annarra fengju ríkisborgararétt í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram um frumvarpið síðdegis og var það samþykkt með atkvæðum 51 þingmanns sem var á staðnum. Allir flokkar á þingi greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Miðflokkinn en báðir þingmenn hans voru fjarverandi. Fólkið sem er nú orðið íslenskir ríkisborgarar var af ellefu þjóðernum. Í hópnum voru fimm Rússar, að þeim Alekhinu og Shtein meðtöldum, tveir Íranar, tveir Indverjar og tveir Bretar. Til viðbótar var Ísraeli, Taílendingur, Skoti, Filippseyingur, Ítali, Bandaríkjamaður og Ganverji gerður að ríkisborgara. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði að nefndinni hefðu borist 94 umsóknir um ríkisborgararétt. Nefndin hafi verið einhuga um að leggja til að þessir átján einstaklingar fengju þann rétt. Innflytjendamál Andóf Pussy Riot Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þær Mariia Alekhina og Liudmila „Lucy“ Shtein komust á ævintýralegan hátt frá Rússlandi í fyrra. Alekhina var á meðal þriggja liðsmanna Pussy Riot sem voru handteknir eftir að þeir trufluðu messu í Kristskirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Þær töldu að þeim væri ekki vært í Rússlandi lengur en Vladímír Pútín Rússlandsforseti bælir nú niður allt andóf í landinu af enn meiri hörku en áður. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis lagði til að þær Alekhina og Shtein auk sextán annarra fengju ríkisborgararétt í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram um frumvarpið síðdegis og var það samþykkt með atkvæðum 51 þingmanns sem var á staðnum. Allir flokkar á þingi greiddu atkvæði með frumvarpinu fyrir utan Miðflokkinn en báðir þingmenn hans voru fjarverandi. Fólkið sem er nú orðið íslenskir ríkisborgarar var af ellefu þjóðernum. Í hópnum voru fimm Rússar, að þeim Alekhinu og Shtein meðtöldum, tveir Íranar, tveir Indverjar og tveir Bretar. Til viðbótar var Ísraeli, Taílendingur, Skoti, Filippseyingur, Ítali, Bandaríkjamaður og Ganverji gerður að ríkisborgara. Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sagði að nefndinni hefðu borist 94 umsóknir um ríkisborgararétt. Nefndin hafi verið einhuga um að leggja til að þessir átján einstaklingar fengju þann rétt.
Innflytjendamál Andóf Pussy Riot Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9. maí 2023 18:07