Íbúafundurinn var skipulagður áður en Trump var fundinn sekur í vikunni um að hafa beitt E Jean Carroll kynferðisofbeldi og ærmeiðingar. Hann notaði tækifærið til að skjóta á Carroll, kallaði hana „geðsjúkling“ og dró hæfi dómarans í málinu í efa.
The former president repeated election lies, wouldn't say if he wants Ukraine to win the war, and was asked about a federal abortion ban and the debt limit.
— CNN (@CNN) May 11, 2023
Here are the key moments from CNN's Trump town hall. https://t.co/PIziYaB7Rb
: Will Lanzoni/CNN pic.twitter.com/EvhmQ5yNNR
Fundargestir voru kjósendur Repúblikanaflokksins og óháðir og var ljóst að í hópnum voru margir stuðningsmenn Trump, sem fögnuðu meiðandi og ósönnum fullyrðingum forsetans fyrrverandi, og hlógu að því þegar hann freistaði þess að gera lítið úr Collins.
Trump svaraði ekki beint spurningum sem vörðuðu stefnumótun, til að mynda hvort hann styddi alríkisbann gegn þungunarrofi. Þá svarað hann því ekki hvort hann vildi að Úkraína ynni stríðið gegn Rússlandi en sagðist geta bundið enda á átökin á sólahring.
Forsetaframbjóðandinn sagðist hins vegar myndu íhuga að náða þá sem hafa verið og verða dæmdir fyrir aðkomu sína að árásinni í þinghúsið í Washington.
Þingkonan Alexandra Ocasio-Cortez var meðal þeirra sem gagnrýndu CNN fyrir að skapa vettvang fyrir Trump til að bera fram lygar og ráðast opinberlega gegn konunni sem hann braut á.
There is simply no way CNN can feign ignorance about the fact that they set up a sexual assault victim to be targeted and attacked on national television a day after the verdict.
— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) May 11, 2023
People were sounding the alarm about this exact scenario. They let it happen anyway without a plan.