Sex marka jafntefli í Grafarvoginum | Tíu Njarðvíkingar björguðu stigi gegn Ægi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. maí 2023 22:06 Fjölnismenn gerðu jafntefli við Þrótt í kvöld. Vísir/Vilhelm Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld þar sem Fjölnir og Þróttur gerðu 3-3 jafntefli í Egilshöllinni og Njarðvíkingar björguðu stigi gegn Ægismönnum. Það var Máni Austmann Hilmarsson sem kom gestunum í Þrótti yfir gegn Fjölni strax á fyrstu mínútu áður en Kostiantyn Iaroshenko jafnaði metin fyrir Fjölnismenn um miðjan fyrri hálfleikinn. Júlíus Már Júlíusson kom Fjölnismönnum svo yfir á 67. mínútu áður en Hákon Ingi Jónsson skoraði þriðja mark liðsins þremur mínútum síðar. Þróttarar lögðu þó ekki árar í bát því Hinrik Harðarson minnkaði muninn á 89. mínútu og það var svo Ágúst Karel Magnússon sem jafnaði metin fyrir liðið á 94. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 3-3 jafntefli og Fjölnismenn með fjögur stig eftir tvo leiki, en Þróttarar voru að sækja sér sitt fyrsta stig. Á sama tíma tóku Njarðvíkingar á móti Ægismönnum frá Þorlákshöfn þar sem þar sem Ivo Alexandre Pereira Braz kom gestunum í Ægi yfir strax á þriðju mínútu leiksins. Rafael Alexandre Romao Victor jafnaði hins vegar metin fyrir Njarðvíkinga eftir hálftíma leik, en Anton Fannar Kjartansson kom gestunum yfir á nýjan leik þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Marc Mcausland fékk svo að líta rauða spjaldið í liði Njarðvíkinga undir lok fyrri hálfleiksins og heimamenn þurftu því að spila allan seinni hálfleikinn manni færri. Þrátt fyrir það tókst Njarðvíkingum að jafna metin þegar Oumar Diouck skoraði annað mark liðsins á 56. mínútu og þar við sat. Lokatölur því 2-2 og Njarðvíkingar eru með tvö stig eftir jafn marga leiki, en Ægismenn eitt. Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á Fótbolti.net. Lengjudeild karla Fjölnir Þróttur Reykjavík UMF Njarðvík Ægir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Það var Máni Austmann Hilmarsson sem kom gestunum í Þrótti yfir gegn Fjölni strax á fyrstu mínútu áður en Kostiantyn Iaroshenko jafnaði metin fyrir Fjölnismenn um miðjan fyrri hálfleikinn. Júlíus Már Júlíusson kom Fjölnismönnum svo yfir á 67. mínútu áður en Hákon Ingi Jónsson skoraði þriðja mark liðsins þremur mínútum síðar. Þróttarar lögðu þó ekki árar í bát því Hinrik Harðarson minnkaði muninn á 89. mínútu og það var svo Ágúst Karel Magnússon sem jafnaði metin fyrir liðið á 94. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 3-3 jafntefli og Fjölnismenn með fjögur stig eftir tvo leiki, en Þróttarar voru að sækja sér sitt fyrsta stig. Á sama tíma tóku Njarðvíkingar á móti Ægismönnum frá Þorlákshöfn þar sem þar sem Ivo Alexandre Pereira Braz kom gestunum í Ægi yfir strax á þriðju mínútu leiksins. Rafael Alexandre Romao Victor jafnaði hins vegar metin fyrir Njarðvíkinga eftir hálftíma leik, en Anton Fannar Kjartansson kom gestunum yfir á nýjan leik þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Marc Mcausland fékk svo að líta rauða spjaldið í liði Njarðvíkinga undir lok fyrri hálfleiksins og heimamenn þurftu því að spila allan seinni hálfleikinn manni færri. Þrátt fyrir það tókst Njarðvíkingum að jafna metin þegar Oumar Diouck skoraði annað mark liðsins á 56. mínútu og þar við sat. Lokatölur því 2-2 og Njarðvíkingar eru með tvö stig eftir jafn marga leiki, en Ægismenn eitt. Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á Fótbolti.net.
Lengjudeild karla Fjölnir Þróttur Reykjavík UMF Njarðvík Ægir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira