Döhler sýndi miklar tilfinningar í leikslok: „Algjör gullmoli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 09:31 Tryggvi Rafnsson hjálpar niðurbrotnum Phil Döhler til búningsklefa eftir leikinn. Vísir/Vilhelm Phil Döhler lék líklegast sinn síðasta leik fyrir FH í fyrrakvöld þegar liðið datt út úr undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Döhler hefur verið í FH frá árinu 2019 en er nú á leiðinni út. Hann varði mjög vel í lokaleiknum á móti ÍBV en það dugði ekki til og Hafnarfjarðarliðið tapaði öðrum leiknum í röð í framlengingu. ÍBV vann einvígið 3-0 en það munaði svo litlu að FH væri 2-1 yfir eftir þrjá leiki. Eftir leikinn náðust mjög dramatískar myndir af niðurbrotnum Phil Döhler. Guðjón Guðmundsson hitti Ásbjörn Friðriksson og ræddi við hann um þýska markvörðinn. Phil Döhler fagnar góðri markvörslu en hann hefur staðið sig frábærlega í FH-markinu.Vísir/Vilhelm „Phil Döhler átti bágt með að leyna tilfinningum sínum þegar hann gekk af velli eftir sárt tap gegn ÍBV, væntanlega í sínum síðasta leik fyrir félagið en Döhler hefur verið himnasending fyrir FH og verið frábær á milli stanganna,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi fréttar sinnar. Þetta sást vel á honum „Hann lætur sér þetta varða og æfir vel. Þegar hlutirnir ganga ekki þá sýna menn tilfinningar. Ég held að það hafi átt við flest alla í liðinu í gær. Þetta sást vel á honum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson. „Hann fellur vel inn í hópinn. Ég veit til þess að hann er að vinna í skóla í Hafnarfirði og þar er mjög vel látið af honum. Hann er frábær í því sem hann er að gera þar og er búinn að vera í síðustu fjögur árin,“ sagði Ásbjörn. Gaupi vildi vita hvort hann gæfi af sér. Ásbjörn Friðriksson er reynsluboltinn í FH-liðinu.Vísir/Vilhelm Betri í íslensku en yngstu strákarnir „Já, já. Á sinn hátt gefur hann af sér. Það er gaman að hafa strák sem er fljótur að læra íslenskuna og fellur inn í hópinn. Menn eru löngu hættir að tala ensku við hann. Hann talar betri íslensku heldur en yngstu strákarnir í liðinu,“ sagði Ásbjörn. „Hann er duglegur að æfa og kom með góðan kúltúr frá Þýskalandi þar sem hann var. Hann vildi alltaf æfa mikið og láta skjóta mikið á sig. Hann er hrikalega öflugur í ákveðnum skotum utan af velli. Hann er einn sá besti sem maður hefur verið að skjóta á,“ sagði Ásbjörn. Döhler kom frá Magdeburg á sínum tíma. Hefur fengið leikreynslu hjá FH „Hann kom á reynslu og ég mann eftir því þegar hann kom á tvær eða þrjár æfingar hjá okkur. Þá sá maður strax þegar maður var að skjóta á hann að þetta væri markvörður sem væri góður. Hann hafði ekki mikla leikreynslu en hefur fengið hana hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. „Ef ég man rétt þá var hann gagnrýndur töluvert þarna eftir fyrstu leikina og það var umræða um að hann væri ekki nógu góður. Við vorum alltaf vissir á því að það væri tóm þvæla,“ sagði Ásbjörn. Hér fyrir neðan má hlusta á Ásbjörn tala um Phil Döhler við Gaupa. „Hann er algjör gullmoli,“ sagði Ásbjörn um Döhler. Klippa: Ásbjörn ræðir við Gaupa um Phil Döhler Olís-deild karla FH Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Hann varði mjög vel í lokaleiknum á móti ÍBV en það dugði ekki til og Hafnarfjarðarliðið tapaði öðrum leiknum í röð í framlengingu. ÍBV vann einvígið 3-0 en það munaði svo litlu að FH væri 2-1 yfir eftir þrjá leiki. Eftir leikinn náðust mjög dramatískar myndir af niðurbrotnum Phil Döhler. Guðjón Guðmundsson hitti Ásbjörn Friðriksson og ræddi við hann um þýska markvörðinn. Phil Döhler fagnar góðri markvörslu en hann hefur staðið sig frábærlega í FH-markinu.Vísir/Vilhelm „Phil Döhler átti bágt með að leyna tilfinningum sínum þegar hann gekk af velli eftir sárt tap gegn ÍBV, væntanlega í sínum síðasta leik fyrir félagið en Döhler hefur verið himnasending fyrir FH og verið frábær á milli stanganna,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi fréttar sinnar. Þetta sást vel á honum „Hann lætur sér þetta varða og æfir vel. Þegar hlutirnir ganga ekki þá sýna menn tilfinningar. Ég held að það hafi átt við flest alla í liðinu í gær. Þetta sást vel á honum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson. „Hann fellur vel inn í hópinn. Ég veit til þess að hann er að vinna í skóla í Hafnarfirði og þar er mjög vel látið af honum. Hann er frábær í því sem hann er að gera þar og er búinn að vera í síðustu fjögur árin,“ sagði Ásbjörn. Gaupi vildi vita hvort hann gæfi af sér. Ásbjörn Friðriksson er reynsluboltinn í FH-liðinu.Vísir/Vilhelm Betri í íslensku en yngstu strákarnir „Já, já. Á sinn hátt gefur hann af sér. Það er gaman að hafa strák sem er fljótur að læra íslenskuna og fellur inn í hópinn. Menn eru löngu hættir að tala ensku við hann. Hann talar betri íslensku heldur en yngstu strákarnir í liðinu,“ sagði Ásbjörn. „Hann er duglegur að æfa og kom með góðan kúltúr frá Þýskalandi þar sem hann var. Hann vildi alltaf æfa mikið og láta skjóta mikið á sig. Hann er hrikalega öflugur í ákveðnum skotum utan af velli. Hann er einn sá besti sem maður hefur verið að skjóta á,“ sagði Ásbjörn. Döhler kom frá Magdeburg á sínum tíma. Hefur fengið leikreynslu hjá FH „Hann kom á reynslu og ég mann eftir því þegar hann kom á tvær eða þrjár æfingar hjá okkur. Þá sá maður strax þegar maður var að skjóta á hann að þetta væri markvörður sem væri góður. Hann hafði ekki mikla leikreynslu en hefur fengið hana hjá okkur,“ sagði Ásbjörn. „Ef ég man rétt þá var hann gagnrýndur töluvert þarna eftir fyrstu leikina og það var umræða um að hann væri ekki nógu góður. Við vorum alltaf vissir á því að það væri tóm þvæla,“ sagði Ásbjörn. Hér fyrir neðan má hlusta á Ásbjörn tala um Phil Döhler við Gaupa. „Hann er algjör gullmoli,“ sagði Ásbjörn um Döhler. Klippa: Ásbjörn ræðir við Gaupa um Phil Döhler
Olís-deild karla FH Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira