Tilkynningin um slagsmálin eru sögð hafa verið óljós í dagbók lögreglunnar. Ekki kemur fram hvenær hún barst en dagbókin nær alla jafna yfir útköll í gærkvöldi og í nótt. Vitni á vettvangi hafi ekki kannast við að öxi hafi verið beitt en tóku eftir manni sem féll utan í bifreið. Henni var ekið af vettvangi þegar lögreglumenn komu á vettvang.
Lögreglan stöðvaði för bifreiðarinnar skömmu síðar og handtók tvo menn. Þeir voru vistaðir í fangaklefa á meðan lögregla rannsakar málið. Fullyrt er í dagbókarfærslu lögreglunnar að öxinni hafi ekki verið beitt gegn neinum á vettvangi.
Í Kópavogi var tilkynnt um mögulega fíkniefnasölu ásamt lýsingu á þeim grunaða. Lögreglumenn fundu meintan fíkniefnasala sem tók við fótanna þegar hann varð þeirra var. Lögreglumenn hlupu hann uppi og handtók vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.