Beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápum Sigurjón Þórðarson skrifar 15. maí 2023 08:01 Einhver auðugustu fiskimið heims eru innan efnahagslögsögu Íslands. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Þjóðkjörnir fulltrúar hafa komið því þannig fyrir nú um stundir að aðeins örfáir aðilar fá að nýta fiskimiðin, ef frá er talið það litla brot sem ætlað er til strandveiða, um 1 prósent af heildarkökunni. Ástæðan fyrir því að strandveiðikerfið var sett á, var sú að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gaf út álit þar sem fram kom að íslenska kvótakerfið bryti í bága við grundvallar mannréttindi, þ.e. jafnræði og atvinnufrelsi. Stjórnvöld gáfu það svar að strandveiðikerfið væri fyrsta skref stjórnvalda við að koma á móts við álitið. Þeir sem halda á bróðurpartinum af kökunni og mynda samtökin SFS, hafa beint spjótum sínum að strandveiðum með afar ómálefnalegum hætti og m.a. haldið því fram að það felsist efnahagslegur fórnarkostnaður og orðspors- og markaðsáhætta í strandveiðakerfinu. Þessi málflutningur SFS stenst enga skoðun, þar sem frjáls markaður metur afla dagróðrabáta mun verðmætari en vikugamlan togarafisk. Það að SFS nefni orðsporsáhættu af völdum strandveiða sýnir dómgreindarbrest hjá aðilum sem eru með beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápnum. Stjórnvöld sýna fyrirtækjum innan SFS mikinn sveigjanleika. Fyrirtækjunum er leyft að flytja drjúgan hluta aflaheimilda á milli ára, breyta veiðiheimildum úr einni tegund í aðra, landa ákveðnum hluta afla utan aflamarks [1], fyrirtækin hafa rúma nýtingaprósentu á vinnsluskipum, fá „frelsi“ til að vigta eigin afla og endurvigta veginn afla. Hvernig sem á það er litið, þá úthlutar ríkisstjórnin fyrirtækjum SFS svo teigjanlegar veiðiheimildir að allur afli strandveiðibáta bliknar í samanburði. Vissulega hef ég skilning á því að SFS böðlist áfram fyrir sínu, en hætt er við því þegar sá stóri fer fram með ósæmilegum hætti gegn hinum smáa, að það snúist á endanum gegn SFS. Á hinn bóginn er ekki nokkur leið að skilja framgöngu matvælaráðherra og stjórnkerfisins sem virðast dansa efir línu SFS. Á sama tíma og matvælaráðherra skutlar frumvörpum inn á þingið um aukinn sveigjanleika fyrir SFS t.d. til þess að flytja gríðarlegt magn aflaheimilda á milli ára, þá er ekki hægt að skilja Svandísi Svavarsdóttur með öðrum hætti, en að hún telji hendur sínar algerlega bundnar þegar kemur er að strandveiðum! Sama má segja um afstöðu Fiskistofu sem leggst gegn því að sambærilegar reglur gildi um vigtun á strandveiðiafla og annars afla á Íslandsmiðum – Hvers vegna ætli það sé? Það sem kórónar vitleysuna er að Hafró virðist taka þátt í eineltinu, en það skýtur óneitanlega skökku við að á sama tíma og stofnunin setur kíkinn fyrir blinda augað þegar komið er að löndun gríðarlegs magns utan kvóta, vigtarhagræðingum, flutningi á aflamarki á milli ára eða hvað þá að breyta veiðiheimildum úr einni fisktegund í allt aðra, að þá sé látið í veðri vaka að ráðgjöfin geti farið á hliðina ef hliðrað er til fyrir strandveiðibáta. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. [1] Þ.e. ef hann fer í Verkefnasjóð sjávarútvegsins, svokallaður VS afli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Einhver auðugustu fiskimið heims eru innan efnahagslögsögu Íslands. Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Þjóðkjörnir fulltrúar hafa komið því þannig fyrir nú um stundir að aðeins örfáir aðilar fá að nýta fiskimiðin, ef frá er talið það litla brot sem ætlað er til strandveiða, um 1 prósent af heildarkökunni. Ástæðan fyrir því að strandveiðikerfið var sett á, var sú að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gaf út álit þar sem fram kom að íslenska kvótakerfið bryti í bága við grundvallar mannréttindi, þ.e. jafnræði og atvinnufrelsi. Stjórnvöld gáfu það svar að strandveiðikerfið væri fyrsta skref stjórnvalda við að koma á móts við álitið. Þeir sem halda á bróðurpartinum af kökunni og mynda samtökin SFS, hafa beint spjótum sínum að strandveiðum með afar ómálefnalegum hætti og m.a. haldið því fram að það felsist efnahagslegur fórnarkostnaður og orðspors- og markaðsáhætta í strandveiðakerfinu. Þessi málflutningur SFS stenst enga skoðun, þar sem frjáls markaður metur afla dagróðrabáta mun verðmætari en vikugamlan togarafisk. Það að SFS nefni orðsporsáhættu af völdum strandveiða sýnir dómgreindarbrest hjá aðilum sem eru með beinagrindur frá Namibíu í skattaskjólsskápnum. Stjórnvöld sýna fyrirtækjum innan SFS mikinn sveigjanleika. Fyrirtækjunum er leyft að flytja drjúgan hluta aflaheimilda á milli ára, breyta veiðiheimildum úr einni tegund í aðra, landa ákveðnum hluta afla utan aflamarks [1], fyrirtækin hafa rúma nýtingaprósentu á vinnsluskipum, fá „frelsi“ til að vigta eigin afla og endurvigta veginn afla. Hvernig sem á það er litið, þá úthlutar ríkisstjórnin fyrirtækjum SFS svo teigjanlegar veiðiheimildir að allur afli strandveiðibáta bliknar í samanburði. Vissulega hef ég skilning á því að SFS böðlist áfram fyrir sínu, en hætt er við því þegar sá stóri fer fram með ósæmilegum hætti gegn hinum smáa, að það snúist á endanum gegn SFS. Á hinn bóginn er ekki nokkur leið að skilja framgöngu matvælaráðherra og stjórnkerfisins sem virðast dansa efir línu SFS. Á sama tíma og matvælaráðherra skutlar frumvörpum inn á þingið um aukinn sveigjanleika fyrir SFS t.d. til þess að flytja gríðarlegt magn aflaheimilda á milli ára, þá er ekki hægt að skilja Svandísi Svavarsdóttur með öðrum hætti, en að hún telji hendur sínar algerlega bundnar þegar kemur er að strandveiðum! Sama má segja um afstöðu Fiskistofu sem leggst gegn því að sambærilegar reglur gildi um vigtun á strandveiðiafla og annars afla á Íslandsmiðum – Hvers vegna ætli það sé? Það sem kórónar vitleysuna er að Hafró virðist taka þátt í eineltinu, en það skýtur óneitanlega skökku við að á sama tíma og stofnunin setur kíkinn fyrir blinda augað þegar komið er að löndun gríðarlegs magns utan kvóta, vigtarhagræðingum, flutningi á aflamarki á milli ára eða hvað þá að breyta veiðiheimildum úr einni fisktegund í allt aðra, að þá sé látið í veðri vaka að ráðgjöfin geti farið á hliðina ef hliðrað er til fyrir strandveiðibáta. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. [1] Þ.e. ef hann fer í Verkefnasjóð sjávarútvegsins, svokallaður VS afli.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun