Gríðarleg eftirspurn í Mosó og þættirnir hjálpa til Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 13:30 Haukar lönduðu sætum sigri í framlengdum leik gegn Aftureldingu í síðasta leik á Varmá. vísir/Diego Mun færri komast að en vilja á Varmá í Mosfellsbæ í kvöld þegar oddaleikur Aftureldingar og Hauka fer fram, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. „Ég held að við séum að stilla upp fyrir stærsta íþróttaviðburð sem hefur nokkurn tímann verið haldinn í bænum. Það er hátíð í Mosfellsbæ,“ segir Haukur Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, en Mosfellingar standa í ströngu í dag til að hægt sé að koma sem flestum áhorfendum fyrir í kvöld. Haukur segist ekki geta svarað því nákvæmlega hve margir verði á leiknum en að það verði vel yfir þúsund manns, fyrir utan þá sem starfi við leikinn, og verður boðið upp á dagskrá frá klukkan 18. Á meðal gesta, sem mögulega fá að vera í nýjum sætum alveg við völlinn, er hluti af hópnum á bakvið sjónvarpsþættina Aftureldingu sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu vikur. Stúkur leigðar og ný sæti við hliðarlínuna „Þessir þættir hafa kastað mjög miklu ljósi á félagið. Það er engum blöðum um það að fletta,“ segir Haukur og ítrekar að mun meiri eftirspurn hafi verið eftir miðum í kvöld en hægt hafi verið að anna. Þó hafi allt verið reynt til að koma sem flestum að: „Við erum vanalega bara með stúku öðru megin í salnum en erum búin að leigja aukastúkur sem er verið að setja upp í dag, og svo verða pallar líka þar sem fólk getur staðið. Auk þess prófum við í fyrsta skipti núna að vera með stóla alveg við völlinn, „courtside“, þar sem fólk verður í miklu návígi við leikinn. Við reynum bara að gera okkar besta til að svara þeirri eftirspurn sem er eftir miðum á leikinn. Það er greinilega gríðarleg spenna fyrir honum, og það seldist upp á rétt rúmum klukkutíma í gær,“ segir Haukur. Staðan í einvíginu er 2-2 eftir að Afturelding fagnaði sigri á Ásvöllum í síðasta leik, en Haukar höfðu komist yfir í einvíginu með því að vinna framlengdan spennutrylli í síðasta leik á Varmá. Þar sauð upp úr undir lok venjulegs leiktíma og Ihor Kopyshynskyi var rekinn af velli, en rauða spjaldið var dregið til baka eftir leik. Áhorfandi, sem skipti sér af málinu, er til skoðunar hjá HSÍ en hann virtist hrinda Ihor í hamagangnum. Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Sjá meira
„Ég held að við séum að stilla upp fyrir stærsta íþróttaviðburð sem hefur nokkurn tímann verið haldinn í bænum. Það er hátíð í Mosfellsbæ,“ segir Haukur Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, en Mosfellingar standa í ströngu í dag til að hægt sé að koma sem flestum áhorfendum fyrir í kvöld. Haukur segist ekki geta svarað því nákvæmlega hve margir verði á leiknum en að það verði vel yfir þúsund manns, fyrir utan þá sem starfi við leikinn, og verður boðið upp á dagskrá frá klukkan 18. Á meðal gesta, sem mögulega fá að vera í nýjum sætum alveg við völlinn, er hluti af hópnum á bakvið sjónvarpsþættina Aftureldingu sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu vikur. Stúkur leigðar og ný sæti við hliðarlínuna „Þessir þættir hafa kastað mjög miklu ljósi á félagið. Það er engum blöðum um það að fletta,“ segir Haukur og ítrekar að mun meiri eftirspurn hafi verið eftir miðum í kvöld en hægt hafi verið að anna. Þó hafi allt verið reynt til að koma sem flestum að: „Við erum vanalega bara með stúku öðru megin í salnum en erum búin að leigja aukastúkur sem er verið að setja upp í dag, og svo verða pallar líka þar sem fólk getur staðið. Auk þess prófum við í fyrsta skipti núna að vera með stóla alveg við völlinn, „courtside“, þar sem fólk verður í miklu návígi við leikinn. Við reynum bara að gera okkar besta til að svara þeirri eftirspurn sem er eftir miðum á leikinn. Það er greinilega gríðarleg spenna fyrir honum, og það seldist upp á rétt rúmum klukkutíma í gær,“ segir Haukur. Staðan í einvíginu er 2-2 eftir að Afturelding fagnaði sigri á Ásvöllum í síðasta leik, en Haukar höfðu komist yfir í einvíginu með því að vinna framlengdan spennutrylli í síðasta leik á Varmá. Þar sauð upp úr undir lok venjulegs leiktíma og Ihor Kopyshynskyi var rekinn af velli, en rauða spjaldið var dregið til baka eftir leik. Áhorfandi, sem skipti sér af málinu, er til skoðunar hjá HSÍ en hann virtist hrinda Ihor í hamagangnum. Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Sjá meira