GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 17:05 Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert frábæra hluti sem þjálfari Vals síðustu ár, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. vísir/Diego Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. Snorri hefur undanfarið verið í viðræðum við handknattleikssamband Íslands um að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands, en þær viðræður hafa dregist á langinn og ekki er ljóst hvers vegna. Snorri var einn af þeim fyrstu sem forráðamenn HSÍ settu sig í samband við eftir viðskilnaðinn við Guðmund Guðmundsson í lok febrúar, og hefur verið aðalkandídatinn í starfið undanfarið eftir að ljóst varð að Christian Berge, þjálfari Kolstad í Noregi, og Nicolej Krickau stæðu ekki til boða. Samkvæmt upplýsingum Vísis flæktist málið í gær eftir að staðfest varð að Krickau myndi yfirgefa GOG til að taka við þýska liðinu Flensburg. Þar með losnaði staða sem ljóst er að Snorra hugnast mjög en hann lék með danska liðinu árin 2012-2014. Forráðamenn GOG hafa nú þegar rætt við Snorra og sýnt mikinn áhuga á að fá hann til starfa. Ljóst er að félagið vill hafa hraðar hendur við að ráða arftaka Krickau og að HSÍ þarf að sama skapi að haska sér sé það raunverulega vilji sambandsins að fá Snorra til starfa. Arnór verði Snorra til aðstoðar Eftir því sem Vísir kemst næst ber ekkert stórvægilegt á milli í samningaviðræðum á milli Snorra og HSÍ, þó að ekki hafi allir lausir endar verið hnýttir. Til að mynda virðist sátt um það að aðstoðarmaður Snorra verði gamall liðsfélagi hans til margra ára úr landsliðinu, Arnór Atlason, en ekki er ljóst hvernig viðræður við hann standa. Arnór Atlason lék um langt árabil með Snorra Steini í íslenska landsliðinu.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Arnór hefur þjálfað í Danmörku frá því að leikmannaferli hans lauk árið 2018. Hann tekur við sem þjálfari hjá Team Tvis Holstebro í sumar og er samningur hans þar til þriggja ára, en Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Aalborg. Landslið karla í handbolta HSÍ Valur Danski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Snorri hefur undanfarið verið í viðræðum við handknattleikssamband Íslands um að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands, en þær viðræður hafa dregist á langinn og ekki er ljóst hvers vegna. Snorri var einn af þeim fyrstu sem forráðamenn HSÍ settu sig í samband við eftir viðskilnaðinn við Guðmund Guðmundsson í lok febrúar, og hefur verið aðalkandídatinn í starfið undanfarið eftir að ljóst varð að Christian Berge, þjálfari Kolstad í Noregi, og Nicolej Krickau stæðu ekki til boða. Samkvæmt upplýsingum Vísis flæktist málið í gær eftir að staðfest varð að Krickau myndi yfirgefa GOG til að taka við þýska liðinu Flensburg. Þar með losnaði staða sem ljóst er að Snorra hugnast mjög en hann lék með danska liðinu árin 2012-2014. Forráðamenn GOG hafa nú þegar rætt við Snorra og sýnt mikinn áhuga á að fá hann til starfa. Ljóst er að félagið vill hafa hraðar hendur við að ráða arftaka Krickau og að HSÍ þarf að sama skapi að haska sér sé það raunverulega vilji sambandsins að fá Snorra til starfa. Arnór verði Snorra til aðstoðar Eftir því sem Vísir kemst næst ber ekkert stórvægilegt á milli í samningaviðræðum á milli Snorra og HSÍ, þó að ekki hafi allir lausir endar verið hnýttir. Til að mynda virðist sátt um það að aðstoðarmaður Snorra verði gamall liðsfélagi hans til margra ára úr landsliðinu, Arnór Atlason, en ekki er ljóst hvernig viðræður við hann standa. Arnór Atlason lék um langt árabil með Snorra Steini í íslenska landsliðinu.EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Arnór hefur þjálfað í Danmörku frá því að leikmannaferli hans lauk árið 2018. Hann tekur við sem þjálfari hjá Team Tvis Holstebro í sumar og er samningur hans þar til þriggja ára, en Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Aalborg.
Landslið karla í handbolta HSÍ Valur Danski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira