Ráðning HSÍ á Snorra Steini strandi á formanninum: „Snýst um einhvern tittlingaskít“ Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 09:30 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ og Snorri Steinn Guðjónson Vísir/Samsett mynd Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson segir peningamál ekki standa í vegi fyrir því að Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, verði ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann furðar sig á vinnubrögðum formanns HSÍ í ráðningarferlinu. Rætt var um stöðuna sem upp er komin í landsliðsþjálfaraleit HSÍ í nýjasta þætti Handkastsins en Arnar Daði, umsjónarmaður þáttarins, hóf umræðuna um landsliðsþjálfarastarfið á því að rekja söguna undanfarna mánuði. Áttatíu og sex dagar eru liðnir frá því að HSÍ batt enda á samstarf sitt við Guðmund Þórð Guðmundsson, þáverandi landsliðsþjálfara. Á þeim tíma er HSÍ búið að funda með Christian Berge, Degi Sigurðssyni og Snorra Steini Guðjónssyni. „24.apríl, var Christan Berge búinn að segja nei við HSÍ samkvæmt mínum heimildum,“ segir Arnar Daði í Handkastinu. „Daginn eftir var Snorri Steinn búinn að funda með HSÍ í annað skipti, 29.apríl var hann búinn að funda með HSÍ í þriðja skiptið og hjólin farin að snúast.“ Christian Berge, þjálfari Kolstad og fyrrum landsliðsþjálfari Noregs Arnar segir að á þessum tímapunkti hafi tilfinningin verið sú að aðeins tímaspursmál væri hvenær málið yrði klárað. „Nú, sautján dögum eftir þennan þriðja fund Snorra Steins og HSÍ, er ekki enn búið að klára málið.“ GOG sett sig í samband við Snorra Á mánudaginn bárust af því fréttir að Nicolej Krickau, þjálfari GOG í Danmörku myndi taka við Flensburg í Þýskalandi. Snorri Steinn spilaði á sínum tíma með GOG og er afar vel liðinn hjá félaginu og kom nafn hans strax inn í umræðuna um það hver yrði næsti þjálfari liðsins. Í gær var síðan greint frá því hér á Vísi að forsvarsmenn GOG hefðu sett sig í samband við Snorra Stein með það í huga að hann myndi taka við sem þjálfari liðsins. „Þetta er með ólíkindum,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu. „Ef ég ætti að setja mig í spor Snorra Steins, þá geri ég mér grein fyrir því að hann er búinn að vera í viðræðum við HSÍ í núna að verða tvo mánuði. Þar af leiðandi sé hausinn á honum kominn á þann stað að landsliðsþjálfarastarf íslenska landsliðsins sé það starf sem hann vill núna. Ég held að Snorra Steini muni alltaf bjóðast að taka við GOG þegar að það starf er laust. Sömu sögu er kannski ekki að segja um íslenska landsliðið. Guðmundur Guðmundsson er meira og minna búinn að vera með þetta landslið undanfarin 12 ár.“ Í rassvasanum á einum manni Arnar Daði furðar sig á vinnubrögðum HSÍ í þessu máli, sér í lagi hlutverki formanns sambandsins, Guðmundar B. Ólafssonar. „Formaður HSÍ hefur kannski mætt í eitt viðtal frá því að Guðmundur var rekinn, þar gaslýsti hann að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun HSÍ og Guðmundar. Eftir það hefur hann ekki sést. Guðmundur B. Ólason er formaður HSÍ.vísir Jóhann Ingi Guðmundsson, einn af sérfræðingum Handkastsins, tók í sama streng. „Í fyrsta lagi þá er þetta starf sem cirka billjón þjálfarar myndu vilja taka að sér, íslenska landsliðið er mjög heillandi lið til þess að taka við og gera góða hluti með. Ég myndi því halda að það ætti að vera nokkuð auðvelt að finna kandídata í að þjálfa þetta lið. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta er unnið. Eins og þetta lítur út fyrir manni og maður heyrir út undan sér, að þetta sé bara í rassvasanum á einum manni, þá er þetta mikið áhyggjuefni.“ Snúist um „tittlingaskít“ Arnar Daði segir að samkvæmt sínum heimildum strandi þetta allt á formanni HSÍ. „Það sem ég hef heyrt er að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur ekkert um málið að segja. Af þeim samtölum sem ég hef átt, við vini og kunningja Róberts Geirs, hef ég heyrt að Róbert Geir hafi engin svör.“ Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ Arnar Daði segir mögulega ráðningu á Snorra Steini í starf landsliðsþjálfara ekki stranda á peningamálum: „Heldur snýst þetta um einhvern tittlingaskít.“ Jóhann Ingi segir málið klaufalega unnið hjá forráðamönnum HSÍ. „Þeir búa sér til gott svigrúm með því að láta Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon stýra landsliðinu í lokaleikjunum í undankeppni EM. Fá rosalega góðan tíma til þess að koma þessu frá en fyrir mér kemur þetta klaufalega út. Fyrir mér er þetta verkefni sem hefði mátt leysa með meiri fagmennsku, á styttri tíma og í sátt við samfélagið. Umræðuna um þjálfaramál íslenska landsliðsins sem og Handkastið í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan: HSÍ Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Rætt var um stöðuna sem upp er komin í landsliðsþjálfaraleit HSÍ í nýjasta þætti Handkastsins en Arnar Daði, umsjónarmaður þáttarins, hóf umræðuna um landsliðsþjálfarastarfið á því að rekja söguna undanfarna mánuði. Áttatíu og sex dagar eru liðnir frá því að HSÍ batt enda á samstarf sitt við Guðmund Þórð Guðmundsson, þáverandi landsliðsþjálfara. Á þeim tíma er HSÍ búið að funda með Christian Berge, Degi Sigurðssyni og Snorra Steini Guðjónssyni. „24.apríl, var Christan Berge búinn að segja nei við HSÍ samkvæmt mínum heimildum,“ segir Arnar Daði í Handkastinu. „Daginn eftir var Snorri Steinn búinn að funda með HSÍ í annað skipti, 29.apríl var hann búinn að funda með HSÍ í þriðja skiptið og hjólin farin að snúast.“ Christian Berge, þjálfari Kolstad og fyrrum landsliðsþjálfari Noregs Arnar segir að á þessum tímapunkti hafi tilfinningin verið sú að aðeins tímaspursmál væri hvenær málið yrði klárað. „Nú, sautján dögum eftir þennan þriðja fund Snorra Steins og HSÍ, er ekki enn búið að klára málið.“ GOG sett sig í samband við Snorra Á mánudaginn bárust af því fréttir að Nicolej Krickau, þjálfari GOG í Danmörku myndi taka við Flensburg í Þýskalandi. Snorri Steinn spilaði á sínum tíma með GOG og er afar vel liðinn hjá félaginu og kom nafn hans strax inn í umræðuna um það hver yrði næsti þjálfari liðsins. Í gær var síðan greint frá því hér á Vísi að forsvarsmenn GOG hefðu sett sig í samband við Snorra Stein með það í huga að hann myndi taka við sem þjálfari liðsins. „Þetta er með ólíkindum,“ sagði Arnar Daði í Handkastinu. „Ef ég ætti að setja mig í spor Snorra Steins, þá geri ég mér grein fyrir því að hann er búinn að vera í viðræðum við HSÍ í núna að verða tvo mánuði. Þar af leiðandi sé hausinn á honum kominn á þann stað að landsliðsþjálfarastarf íslenska landsliðsins sé það starf sem hann vill núna. Ég held að Snorra Steini muni alltaf bjóðast að taka við GOG þegar að það starf er laust. Sömu sögu er kannski ekki að segja um íslenska landsliðið. Guðmundur Guðmundsson er meira og minna búinn að vera með þetta landslið undanfarin 12 ár.“ Í rassvasanum á einum manni Arnar Daði furðar sig á vinnubrögðum HSÍ í þessu máli, sér í lagi hlutverki formanns sambandsins, Guðmundar B. Ólafssonar. „Formaður HSÍ hefur kannski mætt í eitt viðtal frá því að Guðmundur var rekinn, þar gaslýsti hann að þetta hafi verið sameiginleg ákvörðun HSÍ og Guðmundar. Eftir það hefur hann ekki sést. Guðmundur B. Ólason er formaður HSÍ.vísir Jóhann Ingi Guðmundsson, einn af sérfræðingum Handkastsins, tók í sama streng. „Í fyrsta lagi þá er þetta starf sem cirka billjón þjálfarar myndu vilja taka að sér, íslenska landsliðið er mjög heillandi lið til þess að taka við og gera góða hluti með. Ég myndi því halda að það ætti að vera nokkuð auðvelt að finna kandídata í að þjálfa þetta lið. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta er unnið. Eins og þetta lítur út fyrir manni og maður heyrir út undan sér, að þetta sé bara í rassvasanum á einum manni, þá er þetta mikið áhyggjuefni.“ Snúist um „tittlingaskít“ Arnar Daði segir að samkvæmt sínum heimildum strandi þetta allt á formanni HSÍ. „Það sem ég hef heyrt er að Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur ekkert um málið að segja. Af þeim samtölum sem ég hef átt, við vini og kunningja Róberts Geirs, hef ég heyrt að Róbert Geir hafi engin svör.“ Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ Arnar Daði segir mögulega ráðningu á Snorra Steini í starf landsliðsþjálfara ekki stranda á peningamálum: „Heldur snýst þetta um einhvern tittlingaskít.“ Jóhann Ingi segir málið klaufalega unnið hjá forráðamönnum HSÍ. „Þeir búa sér til gott svigrúm með því að láta Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon stýra landsliðinu í lokaleikjunum í undankeppni EM. Fá rosalega góðan tíma til þess að koma þessu frá en fyrir mér kemur þetta klaufalega út. Fyrir mér er þetta verkefni sem hefði mátt leysa með meiri fagmennsku, á styttri tíma og í sátt við samfélagið. Umræðuna um þjálfaramál íslenska landsliðsins sem og Handkastið í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan:
HSÍ Valur Landslið karla í handbolta Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira