Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leiðir þeirra vinkvenna liggja saman. Þær eiga að baki langa sögu í tónlistinni og voru síðast saman í tríóinu Náttsól ásamt Elínu Sif Halldórsdóttur leikkonu og tónlistarkonu.
Hér má sjá myndband sem sýnir ferlið á bak við lagið. Myndbandið er tekið upp og unnið af Atla Óskari Fjalarssyni.
Hrafnhildur hefur verið erlendis síðustu árin og er nú að klára nám í jazzsöng við Conservatory of Amsterdam. Guðrún er á fimmta ári í læknisfræði samhliða tónlistinni. Þær hafa báðar unnið í sínum sóló-verkefnum síðastliðin ár.
„Við höfðum ekki unnið að tónlist saman í dágóðan tíma en hér áður fyrr vorum við saman í hljómsveit sem hét White Signal og núna síðast vorum við í tríóinu Náttsól ásamt vinkonu okkar Elínu Sif Halldórsdóttur, tónlistarkonu og leikkonu.
Þetta lag var ekki beint á planinu, það varð bara mjög náttúrulega til þegar við hittumst í kaffibolla. Við vorum að hlusta á tónlist, meðal annars Justin Bieber og okkur fannst eitthvað lag bara svo ótrúlega grípandi og groovy að við settumst niður við píanóið og byrjuðum að leika okkur eitthvað.“
Á nokkrum klukkutímum voru þær komnar með grunn að þessu lagi.
„Okkur fannst alveg kominn tími til að við gæfum eitthvað út saman. Umfjöllunarefnið kom bara til okkar, en þetta er eitthvað sem við höldum að margir kannist við, að vera svolítið týndur í lífinu og þessa löngun til að finna sína leið.
Við fengum síðan úrvalsfólk með okkur í lið sem gerðu lagið að því sem það er en við vildum í raun gera þetta að léttum og skemmtilegum sumarstemmara. Baldvin Snær Hlynsson sá um pródúseringu, Snorri Örn Arnarson um bassaleik, Ari Bragi Kárason um trompetleik og Fannar Freyr Magnússon um mix og masteringu,“ segja stelpurnar.
Þær hafa einnig verið að prómótera lagið með samfélagsmiðlunum tiktok og instagram reels og hvetja fólk til að taka þátt í því.
„Hugmyndin er að nota hljóðbrotið úr laginu og hengja myndir og myndbönd við sem passa við textann.“
Daniil og Friðrik Dór tróna á toppi Íslenska listans á FM með lagið Aleinn en lagið er að finna á plötunni 600. Diljá fylgir fast á eftir í öðru sæti með Eurovision lagið Power.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.
Lög íslenska listans:
Íslenski listinn á Spotify: