GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í viðræðum“ Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2023 14:01 Kasper Jørgensen, íþróttastjóri GOG er bjartsýnn á að félagið finni rétta manninn í brúnna fyrir næsta tímabil. Snorri Steinn Guðjónsson er á blaði hjá forsvarsmönnum félagsins Vísir/Samsett mynd Kasper Jørgensen, íþróttastjóri dönsku meistaranna GOG í handbolta, segir forsvarsmenn félagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guðjónsson er orðaður við stöðuna. Næsti þjálfari GOG þarf meðal annars, að sögn Kaspers, að geta unnið með hæfileikaríkum leikmönnum, unnið titla og stýrt liðinu í Meistaradeild Evrópu tímabil eftir tímabil. Nicolej Krickau, núverandi þjálfari GOG, mun yfirgefa herbúðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil og taka við þýska liðinu Flensburg. „Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfaraleitina vegna þess að næsta tímabil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í viðtali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“ Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn GOG hafi sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, sem hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari Íslands. Snorri Steinn var á sínum tíma á mála hjá GOG sem leikmaður og er hann afar vel liðinn hjá félaginu. Hafa átt í viðræðum við þjálfara Kasper segir þjálfaraleitina hjá GOG ganga vel. „Við erum á mjög góðum stað á þessari stundu. Það hafa þjálfarar áhuga á þessu starfi. Hvort við þurfum að kaupa út þjálfara hjá öðru félagi eða fáum hann með öðrum leiðum mun koma í ljós á næstu vikum.“ Hann segir forráðamenn GOG hafa ákveðna hugmynd um hverjir þeir vili að verði næsti þjálfari liðsins. „Við höfum átt í viðræðum og erum í því ferli að finna út úr því hvernig við fáum næsta þjálfara til félagsins. Ég tel að næstum allir dönsku þjálfararnir myndu vilja taka við liðinu og þá hafa erlendir þjálfarar einnig boðið fram krafta sína.“ Að öðru leiti vildi Kasper ekki tjá sig nánar um hvaða þjálfarar kunna að vera í sigti félagsins. GOG sé hins vegar eftirsóknarverður staður til að þjálfa hjá. „Við erum vanir því að vinna með hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa seinna geta tekið skrefið lengra út í Evrópu. Nú erum við farin að gera það með þjálfara líka. Ég sef því afar rólega næstu nætur því ég veit að næsti þjálfari GOG er klár í að halda arfleifðinni áfram.“ Danski handboltinn HSÍ Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Næsti þjálfari GOG þarf meðal annars, að sögn Kaspers, að geta unnið með hæfileikaríkum leikmönnum, unnið titla og stýrt liðinu í Meistaradeild Evrópu tímabil eftir tímabil. Nicolej Krickau, núverandi þjálfari GOG, mun yfirgefa herbúðir félagsins eftir yfirstandandi tímabil og taka við þýska liðinu Flensburg. „Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfaraleitina vegna þess að næsta tímabil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í viðtali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“ Vísir greindi frá því í gær að forsvarsmenn GOG hafi sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, sem hefur á undanförnum vikum átt í viðræðum við HSÍ um að gerast næsti landsliðsþjálfari Íslands. Snorri Steinn var á sínum tíma á mála hjá GOG sem leikmaður og er hann afar vel liðinn hjá félaginu. Hafa átt í viðræðum við þjálfara Kasper segir þjálfaraleitina hjá GOG ganga vel. „Við erum á mjög góðum stað á þessari stundu. Það hafa þjálfarar áhuga á þessu starfi. Hvort við þurfum að kaupa út þjálfara hjá öðru félagi eða fáum hann með öðrum leiðum mun koma í ljós á næstu vikum.“ Hann segir forráðamenn GOG hafa ákveðna hugmynd um hverjir þeir vili að verði næsti þjálfari liðsins. „Við höfum átt í viðræðum og erum í því ferli að finna út úr því hvernig við fáum næsta þjálfara til félagsins. Ég tel að næstum allir dönsku þjálfararnir myndu vilja taka við liðinu og þá hafa erlendir þjálfarar einnig boðið fram krafta sína.“ Að öðru leiti vildi Kasper ekki tjá sig nánar um hvaða þjálfarar kunna að vera í sigti félagsins. GOG sé hins vegar eftirsóknarverður staður til að þjálfa hjá. „Við erum vanir því að vinna með hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa seinna geta tekið skrefið lengra út í Evrópu. Nú erum við farin að gera það með þjálfara líka. Ég sef því afar rólega næstu nætur því ég veit að næsti þjálfari GOG er klár í að halda arfleifðinni áfram.“
Danski handboltinn HSÍ Landslið karla í handbolta Valur Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira