Grindavík henti Val út úr Mjólkurbikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 17:09 Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslitin. Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Lengjudeildarlið Grindavíkur gerði sér lítið fyrir í dag og sló Val úr Mjólkurbikarnum í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Origo-vellinum. Fyrir leikinn í dag bjuggust eflaust flestir við sigri Valsmanna enda liðið í öðru sæti Bestu deildarinnar og hefur verið að leika feykivel að undanförnu. Grindavík er í Lengjudeildinni og situr í öðru sæti eftir tvo leiki með fjögur stig. Leikurinn í dag fór fram að Hlíðarenda en þar er mikil dagskrá í allan dag sem lýkur með úrslitaleik Vals og Tindastóls um Íslandmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Grindvíkingar hófu leikinn af krafti og komust í 1-0 á 32. mínútu þegar Viktor Guðberg Hauksson skoraði. Gestirnir náðu síðan að bæta við öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks því á 40. mínútu kom Bjarki Aðalsteinsson þeim í 2-0 með skallamarki eftir hornspyrnu. Þvílíkt mark! Óskar Örn Hauksson skoraði frá miðju í sigri Grindavíkur gegn Val @umfg pic.twitter.com/yYAcClOaXl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 18, 2023 Valsmenn gerðu breytingu á sínu liði í hálfleik þegar Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn en Adam Ægir Pálsson hafði komið af bekknum í fyrri hálfleik þegar Guðmundur Andri Tryggvason meiddist. Á 74. mínútu gerðu Grindvíkingar síðan út um leikinn. Reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson, sem Grindavík fékk í vetur frá Stjörnunni, skoraði þá stórkostlegt mark frá miðju. Staðan orðin 3-0 og Valsmenn heillum horfnir. Heimamenn náðu þó að minnka muninn undir lokin þegar Tryggi Hrafn Haraldsson skoraði. Lokatölur 3-1 og veisla Vals að Hlíðarenda í dag byrjar ekki vel. Stjarnan fór létt með Keflavík Stjarnan er sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan sigur á Keflavík á Samsung-vellinum í dag. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik eftir mark frá Adolfi Daða Birgissyni og sjálfsmarki Keflvíkinga. Í síðari hálfleik bættu þeir síðan við tveimur mörkum. Eggert Aron Guðmundsson skoraði þriðja mark liðsins um miðjan síðari hálfleik og markahrókurinn Egill Atlason skoraði fjórða markið á 81. mínútu en hann er að snúa til baka eftir meiðsli. Lokatölur 4-0 og Stjarnan, líkt og Grindavík, verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á morgun. Mjólkurbikar karla UMF Grindavík Valur Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Sjá meira
Fyrir leikinn í dag bjuggust eflaust flestir við sigri Valsmanna enda liðið í öðru sæti Bestu deildarinnar og hefur verið að leika feykivel að undanförnu. Grindavík er í Lengjudeildinni og situr í öðru sæti eftir tvo leiki með fjögur stig. Leikurinn í dag fór fram að Hlíðarenda en þar er mikil dagskrá í allan dag sem lýkur með úrslitaleik Vals og Tindastóls um Íslandmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Grindvíkingar hófu leikinn af krafti og komust í 1-0 á 32. mínútu þegar Viktor Guðberg Hauksson skoraði. Gestirnir náðu síðan að bæta við öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks því á 40. mínútu kom Bjarki Aðalsteinsson þeim í 2-0 með skallamarki eftir hornspyrnu. Þvílíkt mark! Óskar Örn Hauksson skoraði frá miðju í sigri Grindavíkur gegn Val @umfg pic.twitter.com/yYAcClOaXl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 18, 2023 Valsmenn gerðu breytingu á sínu liði í hálfleik þegar Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn en Adam Ægir Pálsson hafði komið af bekknum í fyrri hálfleik þegar Guðmundur Andri Tryggvason meiddist. Á 74. mínútu gerðu Grindvíkingar síðan út um leikinn. Reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson, sem Grindavík fékk í vetur frá Stjörnunni, skoraði þá stórkostlegt mark frá miðju. Staðan orðin 3-0 og Valsmenn heillum horfnir. Heimamenn náðu þó að minnka muninn undir lokin þegar Tryggi Hrafn Haraldsson skoraði. Lokatölur 3-1 og veisla Vals að Hlíðarenda í dag byrjar ekki vel. Stjarnan fór létt með Keflavík Stjarnan er sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan sigur á Keflavík á Samsung-vellinum í dag. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik eftir mark frá Adolfi Daða Birgissyni og sjálfsmarki Keflvíkinga. Í síðari hálfleik bættu þeir síðan við tveimur mörkum. Eggert Aron Guðmundsson skoraði þriðja mark liðsins um miðjan síðari hálfleik og markahrókurinn Egill Atlason skoraði fjórða markið á 81. mínútu en hann er að snúa til baka eftir meiðsli. Lokatölur 4-0 og Stjarnan, líkt og Grindavík, verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á morgun.
Mjólkurbikar karla UMF Grindavík Valur Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Sjá meira