Seinkaði Orlando ferðinni og varð Íslandsmeistari: Brotnaði niður á pallinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 09:30 Pétur Rúnar Birgisson átti erfitt með sig á verðlaunapallinum. S2 Sport Ef það var einhver Tindastólsmaður sem var búinn að bíða eftir að sá stóri kæmi á Krókinn þá væri það Herra Skagafjörður sem er búinn að vera með frá upphafi í þessu körfuboltaævintýri fyrir norðan. Pétur Rúnar Birgisson er búinn að vera lykilmaður í liði Tindastóls síðan hann var táningur og það sást vel á honum í leikslok hvað hann er búinn að bíða lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum. Pétur Rúnar var gestur á háborði Subway Körfuboltakvölds eftir leik þar sem hann ræddi við Hörð Unnsteinsson og sérfræðinga hans Teit Örlygsson og Hermann Hauksson. En hvernig er tilfinningin? „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég var bara í einhverri geðshræringu þarna eftir leikinn. Ég hélt ég myndi fara að gráta strax eftir leik en gerði það ekki. Svo náði ég augnsambandi við einn vininn minn og ég gjörsamlega brotnaði niður upp á sviðinu. Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg en ég er enn þá að reyna að meðtaka hana og taka þetta inn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson. „Ég er ekki einu sinni búinn að ná öllum leikmönnunum okkar. Ég er ekki búinn að ná AD,“ sagði Pétur Rúnar. „Þetta er löng helgi Pétur,“ skaut þá Teitur Örlygsson inn í en hann varð tíu sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli og þekkir þetta vel. „Ég átti að vera að fara til Orlando klukkan fimm í dag. Ég þurfti að seinka ferðinni,“ sagði Pétur hlæjandi. Hann sem betur fer frestaði ferðinni um nokkra daga og eyðir helginni væntanlega í sigurhátíð á Sauðárkróki. Pétur Rúnar fór líka yfir styrkleika Tindastólsliðið og hvernig Stólarnir fóru að þessu. Hann fékk hrós frá sérfræðingunum sem bentu líka á það að hann hafi bara hlaupið í hringi þegar leiktíminn rann út og Stólarnir voru orðnir meistarar. Það má sjá það og allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Pétur brotnaði niður á verðlaunapallinum Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson er búinn að vera lykilmaður í liði Tindastóls síðan hann var táningur og það sást vel á honum í leikslok hvað hann er búinn að bíða lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum. Pétur Rúnar var gestur á háborði Subway Körfuboltakvölds eftir leik þar sem hann ræddi við Hörð Unnsteinsson og sérfræðinga hans Teit Örlygsson og Hermann Hauksson. En hvernig er tilfinningin? „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég var bara í einhverri geðshræringu þarna eftir leikinn. Ég hélt ég myndi fara að gráta strax eftir leik en gerði það ekki. Svo náði ég augnsambandi við einn vininn minn og ég gjörsamlega brotnaði niður upp á sviðinu. Tilfinningin er eiginlega bara ólýsanleg en ég er enn þá að reyna að meðtaka hana og taka þetta inn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson. „Ég er ekki einu sinni búinn að ná öllum leikmönnunum okkar. Ég er ekki búinn að ná AD,“ sagði Pétur Rúnar. „Þetta er löng helgi Pétur,“ skaut þá Teitur Örlygsson inn í en hann varð tíu sinnum Íslandsmeistari á sínum ferli og þekkir þetta vel. „Ég átti að vera að fara til Orlando klukkan fimm í dag. Ég þurfti að seinka ferðinni,“ sagði Pétur hlæjandi. Hann sem betur fer frestaði ferðinni um nokkra daga og eyðir helginni væntanlega í sigurhátíð á Sauðárkróki. Pétur Rúnar fór líka yfir styrkleika Tindastólsliðið og hvernig Stólarnir fóru að þessu. Hann fékk hrós frá sérfræðingunum sem bentu líka á það að hann hafi bara hlaupið í hringi þegar leiktíminn rann út og Stólarnir voru orðnir meistarar. Það má sjá það og allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Pétur brotnaði niður á verðlaunapallinum
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum