Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 08:49 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varið síðustu dögum í Japan, á leiðtogafundi G-7 ríkjanna, auðugustu lýðræðisríkja heims. AP/Susan Walsh Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. „Þú verður að skilja að það er ekkert eftir af bænum. Þeir gereyðilögðu hann,“ sagði Selenskí. „Í dag er Bakhmut bara til í hjarta okkar. Það er ekkert eftir.“ Síðan bætti hann við að það eina sem væri eftir í Bakhmut væru margir fallnir Rússar. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Þá þakkaði Selenskí úkraínskum hermönnum fyrir verk þeirra í Bakhmut og sagði þá hafa staðið sig vel. Úkraínumenn hafa viljað halda Rússum við efnið í Bakhmut á meðan þeir þjálfa og vopna nýjar sveitir í aðdraganda væntanlegar gagnsóknar á næstu vikum. Here is video with the reporter s question. Reporter: Is Bakhmut still in Ukraine s hands? The Russians say they ve taken Bakhmut. Zelensky: I think no His team tells me he was answering about the second part of the question. pic.twitter.com/GxyjfrE0Ei— Christopher Miller (@ChristopherJM) May 21, 2023 Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti í gær yfir sigri í Bakhmut og svo gerði varnarmálaráðuneyti það einnig í kjölfarið. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Þó þeir hafi mögulega náð fullum tökum á rústum Bakhmut, hafa Úkraínumenn gert vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum bæði norður og suður af bænum. Árásir þessar hafa þó ekki verið mjög umfangsmiklar en Rússar eru sagðir vera að senda liðsauka á svæðið. Myndefni frá Bakhmut sýnir að bærinn er ekkert nema rústir og allir af þeim um sjötíu þúsund manns sem bjuggu þar fyrir innrás Rússa eru sagðir hafa flúið. Prigozhin tilkynnti einnig í gær að málaliðar hans myndu afhenda rússneska hernum bæinn þann 25. maí. Úkraínumenn segja enn barist í Bakhmut. Það geisi enn bardagar í suðvesturhluta bæjarins. Þá hafa gagnárásir Úkraínumanna í jöðrum bæjarins veikt stöðu Rússa þar. Frekari hernaðaraðstoð Selenskí fundaði í morgun með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á hliðarlínum G-7 fundarins. Í kjölfar þess fundar opinberuðu Bandaríkjamenn frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu. Sú aðstoð felur meðal annars í sér skotfæri fyrir stórskotalið og HIMARS-eldflaugakerfi, bryndreka, vopn til að granda skrið- og bryndrekum, trukka og annað. Í yfirlýsingu vegna hernaðaraðstoðarinnar segir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar gætu bundið enda á stríðið í dag. Þar til þeir geri það muni Bandaríkin og aðrir bakhjarlar Úkraínu standa með Úkraínumönnum, eins lengi og þess þarf. Today I am authorizing critical new security support for Ukraine, in the form of arms and equipment, that will strengthen Ukraine s defenders on the battlefield. We continue to stand united with Ukraine, and will for as long as it takes. https://t.co/piWNG0qOZY— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) May 21, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Selenskí kominn til Japans Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. 20. maí 2023 10:29 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
„Þú verður að skilja að það er ekkert eftir af bænum. Þeir gereyðilögðu hann,“ sagði Selenskí. „Í dag er Bakhmut bara til í hjarta okkar. Það er ekkert eftir.“ Síðan bætti hann við að það eina sem væri eftir í Bakhmut væru margir fallnir Rússar. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Þá þakkaði Selenskí úkraínskum hermönnum fyrir verk þeirra í Bakhmut og sagði þá hafa staðið sig vel. Úkraínumenn hafa viljað halda Rússum við efnið í Bakhmut á meðan þeir þjálfa og vopna nýjar sveitir í aðdraganda væntanlegar gagnsóknar á næstu vikum. Here is video with the reporter s question. Reporter: Is Bakhmut still in Ukraine s hands? The Russians say they ve taken Bakhmut. Zelensky: I think no His team tells me he was answering about the second part of the question. pic.twitter.com/GxyjfrE0Ei— Christopher Miller (@ChristopherJM) May 21, 2023 Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti í gær yfir sigri í Bakhmut og svo gerði varnarmálaráðuneyti það einnig í kjölfarið. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Þó þeir hafi mögulega náð fullum tökum á rústum Bakhmut, hafa Úkraínumenn gert vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum bæði norður og suður af bænum. Árásir þessar hafa þó ekki verið mjög umfangsmiklar en Rússar eru sagðir vera að senda liðsauka á svæðið. Myndefni frá Bakhmut sýnir að bærinn er ekkert nema rústir og allir af þeim um sjötíu þúsund manns sem bjuggu þar fyrir innrás Rússa eru sagðir hafa flúið. Prigozhin tilkynnti einnig í gær að málaliðar hans myndu afhenda rússneska hernum bæinn þann 25. maí. Úkraínumenn segja enn barist í Bakhmut. Það geisi enn bardagar í suðvesturhluta bæjarins. Þá hafa gagnárásir Úkraínumanna í jöðrum bæjarins veikt stöðu Rússa þar. Frekari hernaðaraðstoð Selenskí fundaði í morgun með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á hliðarlínum G-7 fundarins. Í kjölfar þess fundar opinberuðu Bandaríkjamenn frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu. Sú aðstoð felur meðal annars í sér skotfæri fyrir stórskotalið og HIMARS-eldflaugakerfi, bryndreka, vopn til að granda skrið- og bryndrekum, trukka og annað. Í yfirlýsingu vegna hernaðaraðstoðarinnar segir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar gætu bundið enda á stríðið í dag. Þar til þeir geri það muni Bandaríkin og aðrir bakhjarlar Úkraínu standa með Úkraínumönnum, eins lengi og þess þarf. Today I am authorizing critical new security support for Ukraine, in the form of arms and equipment, that will strengthen Ukraine s defenders on the battlefield. We continue to stand united with Ukraine, and will for as long as it takes. https://t.co/piWNG0qOZY— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) May 21, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Selenskí kominn til Japans Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. 20. maí 2023 10:29 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24
Selenskí kominn til Japans Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. 20. maí 2023 10:29
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07