Hópknús gamla fjórflokksins Sigmar Guðmundsson skrifar 24. maí 2023 08:30 Það verður skýrara með hverjum deginum að nýrri forystu Samfylkingar, og hluta þingflokksins, er slétt sama um Evrópumálin. Málið er ekki á dagskrá, rétt eins og hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Formaður flokksins sagði það skýrt um helgina og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður flokksins, er enn afdráttarlausari í viðbrögðum sínum við grein sem ég skrifaði í gær. ESB er ekki á dagskrá. Samfylkingin er upptekin við annað. Evrópuhugsjónin, sem Jóhann Páll hefur flutt prýðilegar ræður um á Alþingi, er komin ofan í læsta skúffu á Hallveigarstígnum. Hinar fjölmörgu og ljómandi fínu ræður og þingmál flokksins á undanförnum misserum, breyttust í marklaust hjal á sama tíma og fylgi við aðild og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB viðræður hefur aldrei verið meira. Mest í Samfylkingunni af öllum flokkum. Evrópusinnar allra flokka hljóta að vera hugsi yfir þessu. Þetta er gert með þeim rökstuðningi að leggja þurfi áherslu á velferðarmál og ekkert annað. Við þessu vil ég nefna þrennt. Í fyrsta lagi eru efnahagsmál lykillinn að velferðinni og helstefna krónunnar er arfaslök efnahagsstefna. Þá stefnu er Samfylkingin að taka upp. Í öðru lagi treysta sumir flokkar sér til að gera fleira en eitt í einu. Jafnvel þrennt eða fernt. Á hverjum tíma þurfa stjórnmálaflokkar að taka afstöðu til fjölmargra málaflokka, til dæmis umhverfis og loftslagsmála, samgöngumála, orkumála, löggæslu og dómsmála, menntamála, mannréttindamála, sjávarútvegs og landbúnaðarmála og svo mætti áfram telja. Ekki hefur enn komið yfirlýsing frá Samfylkingu um að þessir málaflokkar séu komnir ofan í skúffu þar sem flokkurinn er upptekinn við annað. Það er val forystunnar að setja ESB á ís, en ekki öll hin málin sem ég nefndi. Allir sjá í gegnum þetta. Þetta minnir óþægilega mikið á verkkvíða ríkisstjórnarinnar. Í þriðja lagi er aðild að ESB og upptaka Evru sennilega stærsta velferðarmál íslensks samfélags til lengri tíma. Það tryggir lægri verðbólgu, lægri vexti og langþráða samkeppni að utan á íslenska fákeppnismarkaði svo fátt eitt sé nefnt. ESB styrkir innviði aðildarlanda sinna og hefur, eins og dæmin sanna, aukið velferð á svæðinu verulega. Hjá okkur yrðu áhrifin jafnvel enn meiri því við losnum við smæsta og mögulega versta gjaldmiðil í heimi. Þetta er ekki töfralausn og leysir ekki allan heimsins vanda, heldur er þetta leið að því marki að auka bæði stöðugleika og velferð. Gufuðu þessi rök skyndilega upp, eða hefur nýr formaður aðra skoðun en allir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins? Voru Jóhanna og Össur úti á túni þegar þau sóttu um aðild? Ekki að hugsa um velferðina? Skoðum þetta bara út frá pólitík dagsins í dag. Það eru allir stjórnarandstöðuflokkarnir að reyna að berja einhvern dug í þessa verklausu ríkisstjórn til að ná niður vöxtum og verðbólgu. Öllu samfélaginu blæðir vegna ástandsins, og allir kalla eftir aðgerðum til að lina þjáningarnar. Réttilega. Tveir stjórnarandstöðuflokkar hafa meira að segja treyst sér til að gagnrýna harðlega stjórnlausan útgjaldavöxt ríkissjóðs á verðbólgutímum. Hvorugur þeirra ér reyndar með upphafsstafinn S. Eftir þessa U beygju Samfylkingarinnar hefur flokkum hins vegar fækkað um einn sem vilja ekki bara berja niður vexti og verðbólgu dagsins í dag, heldur líka koma í veg fyrir að sama ástand, samskonar verðbólgu og vaxtabrjálæði, hellist aftur yfir samfélagið eftir nokkur ár. Því það mun gerast eftir fáein ár. Og svo aftur og aftur. Það er jafn öruggt og íslenski veturinn. Það er nefnilega svo að eini stöðugleikinn sem krónan tryggir er stöðugur óstöðugleiki. Þess vegna er brýnt að hafa í huga, og það á ekki bara við um Samfylkinguna heldur líka ríkisstjórnarflokkana, að stefnumálið „ESB er ekki á dagskrá“ er sennilega heimskulegasta velferðarmál allra tíma. Það festir óstöðugleika í sessi. Það gulltryggir íslenskum almenningi miklu hærri vexti en í nágrannalöndunum. Það er líka loforð um hærra matarverð. Það er ávísun á áframhaldandi fákeppni á matvöru, fjármála, trygginga og eldsneytismarkaði því krónan er aðgangshindrun fyrir erlenda samkeppni. Þetta öfugsnúna velferðarmál hindrar fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki í að vaxa og dafna. Það veitir fullvissu um að ríkissjóður greiði aukalega tugi milljarða á ári í vexti, milljarða sem annars nýttust í velferðarmál. Þá treystir þetta sérhagsmuni í sessi og er fyrst og síðast stefna hinna glötuðu tækifæra. Einu sjáanlegu jákvæðu áhrifin sem þetta útspil flokksins getur haft á tekjur ríkissjóðs er vegna aukinnar kampavínssölu í ÁTVR. Það er nefnilega skálað grimmt fyrir nýrri Samfylkingu í Valhöll, bændahöll Framsóknar, hjá SFS, Samtökum atvinnulífsins og öðrum þeim sem líður vel í fákeppni krónuhagkerfisins á kostnað almennings. Nú kann einhver að spyrja: Er þetta ekki bara gott fyrir Viðreisn? Eykur þetta ekki bara sérstöðu flokksins. Það má vel vera. En þetta einstaka mál er stærra en Viðreisn og stærra en Samfylkingin. Það skiptir meira máli að þetta verði að veruleika en staðan í skoðanakönnunum frá degi til dags. Sem Evrópusinna finnst mér þetta dapurleg þróun. En það er svo sem fordæmi fyrir svona á vinstri væng stjórnmálanna. ESB er orðið að því sama hjá Samfylkingu og Ísland úr NATO slagorðið er hjá VG. Innantóm orð á blaði, frasi án innihalds til að friða baklandið rétt fyrir kosningar. Léttvægt smámál sem er hentugt að skipta út fyrir ráðherrastóla. Allur gamli fjórflokkurinn sameinast nú í afturhaldinu í hópknúsi sem er bæði dragbítur á framfarir og kæfir líka niður aukna hagsæld. Það er dapurlegt. Íslenskur almenningur á miklu, miklu, miklu betra skilið. Höfundur er Evrópusinni og þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Sigmar Guðmundsson Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það verður skýrara með hverjum deginum að nýrri forystu Samfylkingar, og hluta þingflokksins, er slétt sama um Evrópumálin. Málið er ekki á dagskrá, rétt eins og hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Formaður flokksins sagði það skýrt um helgina og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður flokksins, er enn afdráttarlausari í viðbrögðum sínum við grein sem ég skrifaði í gær. ESB er ekki á dagskrá. Samfylkingin er upptekin við annað. Evrópuhugsjónin, sem Jóhann Páll hefur flutt prýðilegar ræður um á Alþingi, er komin ofan í læsta skúffu á Hallveigarstígnum. Hinar fjölmörgu og ljómandi fínu ræður og þingmál flokksins á undanförnum misserum, breyttust í marklaust hjal á sama tíma og fylgi við aðild og þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB viðræður hefur aldrei verið meira. Mest í Samfylkingunni af öllum flokkum. Evrópusinnar allra flokka hljóta að vera hugsi yfir þessu. Þetta er gert með þeim rökstuðningi að leggja þurfi áherslu á velferðarmál og ekkert annað. Við þessu vil ég nefna þrennt. Í fyrsta lagi eru efnahagsmál lykillinn að velferðinni og helstefna krónunnar er arfaslök efnahagsstefna. Þá stefnu er Samfylkingin að taka upp. Í öðru lagi treysta sumir flokkar sér til að gera fleira en eitt í einu. Jafnvel þrennt eða fernt. Á hverjum tíma þurfa stjórnmálaflokkar að taka afstöðu til fjölmargra málaflokka, til dæmis umhverfis og loftslagsmála, samgöngumála, orkumála, löggæslu og dómsmála, menntamála, mannréttindamála, sjávarútvegs og landbúnaðarmála og svo mætti áfram telja. Ekki hefur enn komið yfirlýsing frá Samfylkingu um að þessir málaflokkar séu komnir ofan í skúffu þar sem flokkurinn er upptekinn við annað. Það er val forystunnar að setja ESB á ís, en ekki öll hin málin sem ég nefndi. Allir sjá í gegnum þetta. Þetta minnir óþægilega mikið á verkkvíða ríkisstjórnarinnar. Í þriðja lagi er aðild að ESB og upptaka Evru sennilega stærsta velferðarmál íslensks samfélags til lengri tíma. Það tryggir lægri verðbólgu, lægri vexti og langþráða samkeppni að utan á íslenska fákeppnismarkaði svo fátt eitt sé nefnt. ESB styrkir innviði aðildarlanda sinna og hefur, eins og dæmin sanna, aukið velferð á svæðinu verulega. Hjá okkur yrðu áhrifin jafnvel enn meiri því við losnum við smæsta og mögulega versta gjaldmiðil í heimi. Þetta er ekki töfralausn og leysir ekki allan heimsins vanda, heldur er þetta leið að því marki að auka bæði stöðugleika og velferð. Gufuðu þessi rök skyndilega upp, eða hefur nýr formaður aðra skoðun en allir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins? Voru Jóhanna og Össur úti á túni þegar þau sóttu um aðild? Ekki að hugsa um velferðina? Skoðum þetta bara út frá pólitík dagsins í dag. Það eru allir stjórnarandstöðuflokkarnir að reyna að berja einhvern dug í þessa verklausu ríkisstjórn til að ná niður vöxtum og verðbólgu. Öllu samfélaginu blæðir vegna ástandsins, og allir kalla eftir aðgerðum til að lina þjáningarnar. Réttilega. Tveir stjórnarandstöðuflokkar hafa meira að segja treyst sér til að gagnrýna harðlega stjórnlausan útgjaldavöxt ríkissjóðs á verðbólgutímum. Hvorugur þeirra ér reyndar með upphafsstafinn S. Eftir þessa U beygju Samfylkingarinnar hefur flokkum hins vegar fækkað um einn sem vilja ekki bara berja niður vexti og verðbólgu dagsins í dag, heldur líka koma í veg fyrir að sama ástand, samskonar verðbólgu og vaxtabrjálæði, hellist aftur yfir samfélagið eftir nokkur ár. Því það mun gerast eftir fáein ár. Og svo aftur og aftur. Það er jafn öruggt og íslenski veturinn. Það er nefnilega svo að eini stöðugleikinn sem krónan tryggir er stöðugur óstöðugleiki. Þess vegna er brýnt að hafa í huga, og það á ekki bara við um Samfylkinguna heldur líka ríkisstjórnarflokkana, að stefnumálið „ESB er ekki á dagskrá“ er sennilega heimskulegasta velferðarmál allra tíma. Það festir óstöðugleika í sessi. Það gulltryggir íslenskum almenningi miklu hærri vexti en í nágrannalöndunum. Það er líka loforð um hærra matarverð. Það er ávísun á áframhaldandi fákeppni á matvöru, fjármála, trygginga og eldsneytismarkaði því krónan er aðgangshindrun fyrir erlenda samkeppni. Þetta öfugsnúna velferðarmál hindrar fjölmörg nýsköpunarfyrirtæki í að vaxa og dafna. Það veitir fullvissu um að ríkissjóður greiði aukalega tugi milljarða á ári í vexti, milljarða sem annars nýttust í velferðarmál. Þá treystir þetta sérhagsmuni í sessi og er fyrst og síðast stefna hinna glötuðu tækifæra. Einu sjáanlegu jákvæðu áhrifin sem þetta útspil flokksins getur haft á tekjur ríkissjóðs er vegna aukinnar kampavínssölu í ÁTVR. Það er nefnilega skálað grimmt fyrir nýrri Samfylkingu í Valhöll, bændahöll Framsóknar, hjá SFS, Samtökum atvinnulífsins og öðrum þeim sem líður vel í fákeppni krónuhagkerfisins á kostnað almennings. Nú kann einhver að spyrja: Er þetta ekki bara gott fyrir Viðreisn? Eykur þetta ekki bara sérstöðu flokksins. Það má vel vera. En þetta einstaka mál er stærra en Viðreisn og stærra en Samfylkingin. Það skiptir meira máli að þetta verði að veruleika en staðan í skoðanakönnunum frá degi til dags. Sem Evrópusinna finnst mér þetta dapurleg þróun. En það er svo sem fordæmi fyrir svona á vinstri væng stjórnmálanna. ESB er orðið að því sama hjá Samfylkingu og Ísland úr NATO slagorðið er hjá VG. Innantóm orð á blaði, frasi án innihalds til að friða baklandið rétt fyrir kosningar. Léttvægt smámál sem er hentugt að skipta út fyrir ráðherrastóla. Allur gamli fjórflokkurinn sameinast nú í afturhaldinu í hópknúsi sem er bæði dragbítur á framfarir og kæfir líka niður aukna hagsæld. Það er dapurlegt. Íslenskur almenningur á miklu, miklu, miklu betra skilið. Höfundur er Evrópusinni og þingmaður Viðreisnar.
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun