Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Óskar Reykdalsson hefur verið forstjóri síðustu fjögur ár, eða síðan 2019. Hann tilkynnti í apríl að hann hygðist ekki sækjast eftir endurráðningu.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins veitir íbúum höfuðborgarsvæðisins alhliða heilsugæsluþjónustu sem grundvallast á sérþekkingu fagstétta og víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Forstjóri hefur forgöngu um þróun og eflingu heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við stefnumörkun ráðherra og í samvinnu við aðila sem veita almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Forstjóri ber ábyrgð á að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum.
Meðal hæfniskrafa eru háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi. Þá er reynsla af rekstri og stjórnun, þar með talið mannaforráð sem nýtist í starfi skilyrði auk þekkingar og reynslu á sviði opinberrar stjórnsýslu.