Búist var við því að Anton Pálsson og Jónas Elíasson myndu dæma alla leikina sem eftir eru í úrslitaeinvíginu. Sérstaklega í ljósi alls þess umdeilda sem hefur gengið á í úrslitakeppninni til þessa.
Í ljósi þess má gera ráð fyrir því að þessi ákvörðun HSÍ sé afar umdeild innan dómarastéttar handboltans.
Hins vegar má fastlega búast við því að Anton og Jónas muni grípa í flautuna ef kemur til þess að einvígi Hauka og ÍBV fari í oddaleik. Það verður raunin ef Haukum tekst að vinna leik kvöldsins.
Hins vegar verður ÍBV Íslandsmeistari með sigri í kvöld
Beint útsending frá ásvöllum hefst klukkan 18:20 á Stöð 2 Sport. Strax eftir leik tekur Seinni bylgjan við og fer yfir allt það markverðasta úr leiknum.