Breytingastjórnun, krasskúrs fyrir Kópavogsbæ Haraldur R Ingvason skrifar 30. maí 2023 17:00 Kópavogsbær hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið í leiðangri sem hann hefði betur sleppt eða í það minnsta undirbúið með faglegum hætti. Um er að ræða atlöguna að menningarhúsum bæjarins. Hér verður sjónum þó aðeins beint að Náttúrufræðistofu Kópavogs. Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs er almennt vel að sér í vistfræði og því með það á hreinu að þróun er mikilvæg forsenda þess að komast vel af í kviku umhverfi. Þess hefur einmitt séð stað í starfi stofunnar hvað varðar fræðslu- og sýningarhald ásamt samvinnu við nágrannastofnanir og skóla á höfuðborgarsvæðinu, en einnig í eigin rannsóknastarfsemi og samvinnu við helstu rannsókna- og vísindastofnanir landsins. Þetta öfluga starf hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin og þótt til fyrirmyndar. Áhugi núverandi bæjarstjóra á að splundra þessari starfsemi hefur því komið flestum á óvart. Aðfarirnar hafa verið með ólíkindum og orðspor bæjarins hefur í kjölfarið laskast verulega. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta, t.d. ef eftirfarandi samtal hefði einhvern tíma átt sér stað (verulega stytt útgáfa): Bæjó: Góðan dag, ég vil að við hættum öllum þessum rannsóknum hér í Kópavogi og færum þær eitthvað annað. Mér finnst ekki kúl að vera með svoleiðis og svo veit ég ekki alveg með svona safn. Ég veit að þetta er metnaðarlaust af mér, safnið vinsælt, rannsóknaverkefnin útseld vinna og það allt, en mér er bara alveg sama. Hvernig eigum við að fara að þessu? Nátt: Þetta er náttúrlega alveg arfaslæm hugmynd, en ef áhugi er fyrir henni þá þarf að ætla sér góðan tíma í stefnumörkun, kynningar og samningaviðræður við hagaðila og yfirfærslu verkefna. Ég mundi kannski segja svona ár í undirbúning sem þá fylgir fjárhagsárinu, og að lágmarki hálft ár í innleiðingu. Þetta er nefnilega nokkuð flókið mál. Bæjó: Ok, flott. Auðvitað þarf þetta að fylgja fjárhagsárinu. Við hóum í helstu hagaðila og sérfræðinga í rannsókna- og safnamálum og útbúum raunhæfa tíma og kostnaðaráætlun. (Annar og skynsamlegri svarmöguleiki hjá Bæjó hefði hinsvegar verið: „Já það er sennilega rétt að þetta sé ekkert spes hugmynd, sleppum þessu bara og höldum áfram með það frábæra starf sem þarna er í gangi.“) Reyndin varð hins vegar sú að farið var farið í ferli sem einkennst hefur af leynd og þöggun, þar sem hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni og afar takmarkaðri forsjá og yfirsýn. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn 67 milljónir ára aftur í tímann, þar sem Tyrannosaurus rex óð um bramlandi og brjótandi, treysti á afl sitt til að rífa í sig nágranna sína og ættingja, og ógurlegt útlit til að vekja ótta þeirra sem hann var ekki að stanga úr tönnunum hverju sinni. Starfsemi miðtaugakerfis T. rex hefur væntanlega verið vel aðlöguð að þessum lífsstíl en hefur trúlega haft takmarkaða getu til rökhugsunar. Og hvar finnum við T. rex í dag? Jú, á söfnum. Höfundur er líffræðingur og réðst til starfa á Náttúrufræðistofu Kópavogs í júní 2002. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kópavogsbær hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið í leiðangri sem hann hefði betur sleppt eða í það minnsta undirbúið með faglegum hætti. Um er að ræða atlöguna að menningarhúsum bæjarins. Hér verður sjónum þó aðeins beint að Náttúrufræðistofu Kópavogs. Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs er almennt vel að sér í vistfræði og því með það á hreinu að þróun er mikilvæg forsenda þess að komast vel af í kviku umhverfi. Þess hefur einmitt séð stað í starfi stofunnar hvað varðar fræðslu- og sýningarhald ásamt samvinnu við nágrannastofnanir og skóla á höfuðborgarsvæðinu, en einnig í eigin rannsóknastarfsemi og samvinnu við helstu rannsókna- og vísindastofnanir landsins. Þetta öfluga starf hefur vakið athygli langt út fyrir bæjarmörkin og þótt til fyrirmyndar. Áhugi núverandi bæjarstjóra á að splundra þessari starfsemi hefur því komið flestum á óvart. Aðfarirnar hafa verið með ólíkindum og orðspor bæjarins hefur í kjölfarið laskast verulega. Auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þetta, t.d. ef eftirfarandi samtal hefði einhvern tíma átt sér stað (verulega stytt útgáfa): Bæjó: Góðan dag, ég vil að við hættum öllum þessum rannsóknum hér í Kópavogi og færum þær eitthvað annað. Mér finnst ekki kúl að vera með svoleiðis og svo veit ég ekki alveg með svona safn. Ég veit að þetta er metnaðarlaust af mér, safnið vinsælt, rannsóknaverkefnin útseld vinna og það allt, en mér er bara alveg sama. Hvernig eigum við að fara að þessu? Nátt: Þetta er náttúrlega alveg arfaslæm hugmynd, en ef áhugi er fyrir henni þá þarf að ætla sér góðan tíma í stefnumörkun, kynningar og samningaviðræður við hagaðila og yfirfærslu verkefna. Ég mundi kannski segja svona ár í undirbúning sem þá fylgir fjárhagsárinu, og að lágmarki hálft ár í innleiðingu. Þetta er nefnilega nokkuð flókið mál. Bæjó: Ok, flott. Auðvitað þarf þetta að fylgja fjárhagsárinu. Við hóum í helstu hagaðila og sérfræðinga í rannsókna- og safnamálum og útbúum raunhæfa tíma og kostnaðaráætlun. (Annar og skynsamlegri svarmöguleiki hjá Bæjó hefði hinsvegar verið: „Já það er sennilega rétt að þetta sé ekkert spes hugmynd, sleppum þessu bara og höldum áfram með það frábæra starf sem þarna er í gangi.“) Reyndin varð hins vegar sú að farið var farið í ferli sem einkennst hefur af leynd og þöggun, þar sem hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni og afar takmarkaðri forsjá og yfirsýn. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn 67 milljónir ára aftur í tímann, þar sem Tyrannosaurus rex óð um bramlandi og brjótandi, treysti á afl sitt til að rífa í sig nágranna sína og ættingja, og ógurlegt útlit til að vekja ótta þeirra sem hann var ekki að stanga úr tönnunum hverju sinni. Starfsemi miðtaugakerfis T. rex hefur væntanlega verið vel aðlöguð að þessum lífsstíl en hefur trúlega haft takmarkaða getu til rökhugsunar. Og hvar finnum við T. rex í dag? Jú, á söfnum. Höfundur er líffræðingur og réðst til starfa á Náttúrufræðistofu Kópavogs í júní 2002.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun