Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2023 09:30 Rúnar Kárason fagnar Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í leikslok í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Rúnar Kárason skoraði tíu mörk í leiknum og alls 47 mörk í úrslitaeinvíginu sem er nýtt markamet. Kári var öflugur á línunni en líka í leiðtogahlutverki hjá Eyjamönnum. Rúnar talaði mjög vel um Eyjuna en hann er nú á förum til Fram og kveður því með sögulegri frammistöðu og Íslandsmeistaratitli. Kári aus yfir hann hrósi eftir leikinn og var ánægður hvernig Rúnar kom sér inn í samfélagið í Eyjum. S2 Sport Við gerðum samning okkar á milli „Ég er svo ógeðslega glaður og feginn. Þetta er búið að vera svo erfitt. Við gerðum samning okkar á milli að skilja allt eftir á parketinu í kvöld og ég á ekki neitt eftir,“ sagði Rúnar Kárason. Kári Kristján átti hins vegar mun meira eftir og var til í að spila í klukkutíma í viðbót. „Hérna í dag var aldrei nein spurning, aldrei vafi í mínum huga, að bandalagið var að fara að vera meistari á heimavelli. Það er á hreinu Jóhann Gunnar,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Rúnar ræddi um móttökurnar sem hann hefur fengið í Vestmannaeyjum og það að honum hafi tekist að enda feril sinn með ÍBV með Íslandsmeistaratitlinum. Búinn að dreyma um þetta „Þetta er það sem mig er búinn að dreyma um persónulega og okkur öllum að klára þetta tímabil með titli. Fyrir mig er það kannski meira móment en fyrir aðra en fyrir Kára er þetta risastórt því það er ekki eins og hann eigi hundrað ár eftir í bransanum. Ég hefði ekki getað skrifað betra handrit sjálfur. Hádramatískt og allt upp á tíu,“ sagði Rúnar. Hvað gerði það fyrir Eyjamenn að fá þessa kanónu til Eyja? „Þetta er lala sign eins og menn segja, ágætis peyi,“ sagði Kári í gríni og hélt svo áfram: Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér „Það sem þarf að taka inn í reikninginn er að Rúnar kemur inn í samfélagið Vestmannaeyjar. Það er bara svo fallegt hvernig hann er búinn að mótast og komast inn í samfélagið okkar. Hann er að rífa dokafleka og er í kóngabláum iðnaði. Svo mætir hann og er besti leikmaðurinn á Íslandi,“ sagði Kári. „Ég hélt að Rúnar væri þessi til baka gaur og ætlaði bara að tékka sig inn og tékka sig út. Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér. Rúnar Kárason er ein bestu kaup sem ÍBV hefur gert í handbolta og fótbolta fyrr og síðar,“ sagði Kári. Rúnar ræddi líka um markametið og hvernig Kári hjálpaði honum inn í hlutina í Eyjum. Það má sjá allt viðtalið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Kára Kristján og Rúnar Kára eftir oddaleikinn Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Rúnar Kárason skoraði tíu mörk í leiknum og alls 47 mörk í úrslitaeinvíginu sem er nýtt markamet. Kári var öflugur á línunni en líka í leiðtogahlutverki hjá Eyjamönnum. Rúnar talaði mjög vel um Eyjuna en hann er nú á förum til Fram og kveður því með sögulegri frammistöðu og Íslandsmeistaratitli. Kári aus yfir hann hrósi eftir leikinn og var ánægður hvernig Rúnar kom sér inn í samfélagið í Eyjum. S2 Sport Við gerðum samning okkar á milli „Ég er svo ógeðslega glaður og feginn. Þetta er búið að vera svo erfitt. Við gerðum samning okkar á milli að skilja allt eftir á parketinu í kvöld og ég á ekki neitt eftir,“ sagði Rúnar Kárason. Kári Kristján átti hins vegar mun meira eftir og var til í að spila í klukkutíma í viðbót. „Hérna í dag var aldrei nein spurning, aldrei vafi í mínum huga, að bandalagið var að fara að vera meistari á heimavelli. Það er á hreinu Jóhann Gunnar,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Rúnar ræddi um móttökurnar sem hann hefur fengið í Vestmannaeyjum og það að honum hafi tekist að enda feril sinn með ÍBV með Íslandsmeistaratitlinum. Búinn að dreyma um þetta „Þetta er það sem mig er búinn að dreyma um persónulega og okkur öllum að klára þetta tímabil með titli. Fyrir mig er það kannski meira móment en fyrir aðra en fyrir Kára er þetta risastórt því það er ekki eins og hann eigi hundrað ár eftir í bransanum. Ég hefði ekki getað skrifað betra handrit sjálfur. Hádramatískt og allt upp á tíu,“ sagði Rúnar. Hvað gerði það fyrir Eyjamenn að fá þessa kanónu til Eyja? „Þetta er lala sign eins og menn segja, ágætis peyi,“ sagði Kári í gríni og hélt svo áfram: Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér „Það sem þarf að taka inn í reikninginn er að Rúnar kemur inn í samfélagið Vestmannaeyjar. Það er bara svo fallegt hvernig hann er búinn að mótast og komast inn í samfélagið okkar. Hann er að rífa dokafleka og er í kóngabláum iðnaði. Svo mætir hann og er besti leikmaðurinn á Íslandi,“ sagði Kári. „Ég hélt að Rúnar væri þessi til baka gaur og ætlaði bara að tékka sig inn og tékka sig út. Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér. Rúnar Kárason er ein bestu kaup sem ÍBV hefur gert í handbolta og fótbolta fyrr og síðar,“ sagði Kári. Rúnar ræddi líka um markametið og hvernig Kári hjálpaði honum inn í hlutina í Eyjum. Það má sjá allt viðtalið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Kára Kristján og Rúnar Kára eftir oddaleikinn
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira