Leikur Breiðabliks og Víkinga í Bestu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi bauð upp á alvöru dramatík. Blikar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og náðu að knúa fram jafntefli og eftir að lokaflautið gall varð allt vitlaust á hliðarlínunni.
Þjálfarar liðanna, þeir Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson, mættu í viðtöl að leik loknum þar sem þeir kepptust um hvort liðið hefði í raun verið betra í leiknum og voru stór orð látin falla um andstæðingana sem og dómara leiksins en Víkingar voru mjög ósáttir við hversu miklu bætt var við leikinn.
Hulda Margrét ljósmyndari Vísis var á Kópavogsvelli í gær og náði frábærum myndum af lokasekúndum leiksins sem og látunum eftir leik.
















