Guðlaugur Victor var á sínum stað í byrjunarliði DC United og spilaði hann allan leikinn.
DC United komst yfir með marki frá Donovan Pines á 76. mínútu og þegar komið var fram í uppbótatíma venjulegs leiktíma bætti Christian Benteke við öðru marki liðsins eftir stoðsendingu frá Guðlaugi Victor.
Christian Benteke with a calm finish on the breakaway. #VamosUnited pic.twitter.com/8SKlHJpDCG
— Major League Soccer (@MLS) June 4, 2023
Það reyndist afar mikilvæg mark því skömmu seinna náðu leikmenn Inter Miami að minnka muninn. Það gerði Ian Fray með marki eftir stoðsendingu Robert Taylor.
DC United hirti stigin þrjú sem í boði voru og er liðið nú í 10. sæti MLS deildarinnar með 23 stig eftir 17 leiki.
Inter Miami, sem er meðal annars í eigu David Beckham, er hins vegar í miklu basli. Liðið situr, þjálfaralaust, í 27. sæti deildarinnar með fimmtán stig en Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins var á dögunum rekinn úr þjálfarastól liðsins.