Lækkum kosningaaldurinn í 16 ára Geir Finnsson skrifar 6. júní 2023 08:31 Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum. Nánar tiltekið verður þingheimur spurður hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 ára og niður í 16 ára í kosningum til sveitarstjórna. Eðlilega eru skiptar skoðanir um málið og nýleg könnun sýnir að meirihluti fólks sé mótfallið þessari breytingu. Ekki kemur fram hvað það sé nákvæmlega sem gerir það að verkum að fólk vantreysti 16 og 17 ára einstaklingum til að kjósa en ljóst er að staðreyndir þurfa að vera skýrar í þessum efnum. Við í Landssambandi ungmennafélaga (LUF) störfum sem regnhlífasamtök lýðræðislegra ungmennafélaga á Íslandi og stöndum vörð um réttindi ungs fólks. Við höfum lengi lagt áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungmenna og höfum, auk aðildarfélaga okkar, vakið athygli á því að ekki sé tekið nægt tillit til ungs fólks í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hag. Að okkar mati væri því skref í rétta átt að lækka kosningaaldur niður í 16 ára, samhliða aukinni fræðslu til að bæta úr þeirri stöðu. Núverandi kosningaaldur brýtur í bága við Barnasáttmálann Sú stefna okkar, að lækka ætti kosningaaldur, byggist meðal annars á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur lögfest sáttmálann og ber því stjórnvöldum skylda að vinna að markmiðum hans, sem felast í því að styrkja stöðu mannréttinda barna. Einstaklingar undir 18 ára aldri hér á landi mega hins vegar ekki kjósa þrátt fyrir ákvæði 12. gr. sáttmálans, sem tryggir börnum, sem myndað geta eigin skoðanir, rétt til að láta þær í ljós, auk skyldu ríkja til að taka tillit til skoðana barna í samræmi við aldur og þroska. Í hnotskurn þá eiga börn rétt á stígandi ábyrgð eftir því sem þau eldast og þroskast enda felst í því sjálfsögð virðing gagnvart getu og vitsmunum þeirra. Sú mismunun sem á því sér óneitanlega stað í núverandi kosningalögum og ekki getur verið réttlætt með neinum vísindalegum gögnum eða hlutlægum rökum, brýtur því á mannréttindum 16 og 17 ára ungmenna og er í berhögg við mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands. Til að bæta gráu ofan á svart þá er þessum sömu ungmennum, sem við neitum um réttinn til að hafa lýðræðisleg áhrif á nærumhverfi sitt í kosningum, þó gert að reiða af hendi opinber gjöld og skatta. Yrði frumvarpið samþykkt væri Ísland ekki fyrsta landið í heiminum til að lækka kosningaaldur niður í 16 ára. Að minnsta kosti 16 lönd, eða svæði heims, hafa gert það nú þegar (m.a. Austurríki og Malta) og enn fleiri leyfa það einvörðungu á sveitarstjórnarstigi. Reynsla þessara ríkja sýnir okkur að lækkun kosningaaldurs virki best ef henni fylgir viðunandi fræðsla og undirbúningur. Sem betur fer hefur LUF, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), stuðlað að hinni vel heppnuðu #ÉgKýs herferð, sem hefur leitt til þess að kosningaþátttaka ungs fólks hérlendis hætti að minnka og fór þess í stað að aukast. Lýðræðisleg ungmennafélög væru vel í stakk búin til að tryggja farsælan árangur af lækkun kosningaaldurs, sem leiðir til betri kosningaþátttöku ungs fólks og aukinn pólitískan þroska, fengju þau nauðsynlegan stuðning til verksins. Kerfi sem útilokar ungt fólk Andstæðingar lækkunar kosningaaldurs nefna gjarnan skort á pólitískum þroska sér til stuðnings. Rannsóknir sýna aftur á móti skýrt fram á að skortur á slíkum þroska sé miklu frekar afleiðing kerfis sem útilokar ungmenni. Í Austurríki, þar sem kosningaaldur var lækkaður kom í ljós að pólitísk þekking 16-17 ára ungmenna varð jafn mikil og hjá eldri kjósendum. Segja má að lýðræði sé réttur til að kjósa byggður á virðingu fyrir sjálfstæðri getu samfélagsþegna og því ber að sýna ungu fólki þá lágmarsvirðingu sem það á skilið. Ég er sannfærður um að ef fólk kynni sér staðreyndir mála er ljóst að lækkun kosningaaldurs sé rökrétt skref fyrir þjóðfélagið okkar. Með góðum undirbúningi og stuðningi til lýðræðislegra ungmennafélaga bendir allt til þess að niðurstaðan verði aukin kosningaþátttaka ungs fólks og bætt pólitísk þekking þeirra. Við í LUF skorum því á þingheim til að samþykkja frumvarpið. Með því skrefi eflum við lýðræðið, bætum stöðu ungs fólks og sýnum því aukið traust, öllum til hagsbóta. Það er ekki bara réttlæti fólgið í þeirri aðgerð heldur einnig grundvöllurinn að heilbrigðri þróun í lýðræðislegu samfélagi. Hægt er að kynna sér ítarlegri afstöðu og röksemdarfærslur LUF til málsins í umsögn félagsins til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Höfundur er forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum. Nánar tiltekið verður þingheimur spurður hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 ára og niður í 16 ára í kosningum til sveitarstjórna. Eðlilega eru skiptar skoðanir um málið og nýleg könnun sýnir að meirihluti fólks sé mótfallið þessari breytingu. Ekki kemur fram hvað það sé nákvæmlega sem gerir það að verkum að fólk vantreysti 16 og 17 ára einstaklingum til að kjósa en ljóst er að staðreyndir þurfa að vera skýrar í þessum efnum. Við í Landssambandi ungmennafélaga (LUF) störfum sem regnhlífasamtök lýðræðislegra ungmennafélaga á Íslandi og stöndum vörð um réttindi ungs fólks. Við höfum lengi lagt áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungmenna og höfum, auk aðildarfélaga okkar, vakið athygli á því að ekki sé tekið nægt tillit til ungs fólks í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hag. Að okkar mati væri því skref í rétta átt að lækka kosningaaldur niður í 16 ára, samhliða aukinni fræðslu til að bæta úr þeirri stöðu. Núverandi kosningaaldur brýtur í bága við Barnasáttmálann Sú stefna okkar, að lækka ætti kosningaaldur, byggist meðal annars á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur lögfest sáttmálann og ber því stjórnvöldum skylda að vinna að markmiðum hans, sem felast í því að styrkja stöðu mannréttinda barna. Einstaklingar undir 18 ára aldri hér á landi mega hins vegar ekki kjósa þrátt fyrir ákvæði 12. gr. sáttmálans, sem tryggir börnum, sem myndað geta eigin skoðanir, rétt til að láta þær í ljós, auk skyldu ríkja til að taka tillit til skoðana barna í samræmi við aldur og þroska. Í hnotskurn þá eiga börn rétt á stígandi ábyrgð eftir því sem þau eldast og þroskast enda felst í því sjálfsögð virðing gagnvart getu og vitsmunum þeirra. Sú mismunun sem á því sér óneitanlega stað í núverandi kosningalögum og ekki getur verið réttlætt með neinum vísindalegum gögnum eða hlutlægum rökum, brýtur því á mannréttindum 16 og 17 ára ungmenna og er í berhögg við mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands. Til að bæta gráu ofan á svart þá er þessum sömu ungmennum, sem við neitum um réttinn til að hafa lýðræðisleg áhrif á nærumhverfi sitt í kosningum, þó gert að reiða af hendi opinber gjöld og skatta. Yrði frumvarpið samþykkt væri Ísland ekki fyrsta landið í heiminum til að lækka kosningaaldur niður í 16 ára. Að minnsta kosti 16 lönd, eða svæði heims, hafa gert það nú þegar (m.a. Austurríki og Malta) og enn fleiri leyfa það einvörðungu á sveitarstjórnarstigi. Reynsla þessara ríkja sýnir okkur að lækkun kosningaaldurs virki best ef henni fylgir viðunandi fræðsla og undirbúningur. Sem betur fer hefur LUF, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), stuðlað að hinni vel heppnuðu #ÉgKýs herferð, sem hefur leitt til þess að kosningaþátttaka ungs fólks hérlendis hætti að minnka og fór þess í stað að aukast. Lýðræðisleg ungmennafélög væru vel í stakk búin til að tryggja farsælan árangur af lækkun kosningaaldurs, sem leiðir til betri kosningaþátttöku ungs fólks og aukinn pólitískan þroska, fengju þau nauðsynlegan stuðning til verksins. Kerfi sem útilokar ungt fólk Andstæðingar lækkunar kosningaaldurs nefna gjarnan skort á pólitískum þroska sér til stuðnings. Rannsóknir sýna aftur á móti skýrt fram á að skortur á slíkum þroska sé miklu frekar afleiðing kerfis sem útilokar ungmenni. Í Austurríki, þar sem kosningaaldur var lækkaður kom í ljós að pólitísk þekking 16-17 ára ungmenna varð jafn mikil og hjá eldri kjósendum. Segja má að lýðræði sé réttur til að kjósa byggður á virðingu fyrir sjálfstæðri getu samfélagsþegna og því ber að sýna ungu fólki þá lágmarsvirðingu sem það á skilið. Ég er sannfærður um að ef fólk kynni sér staðreyndir mála er ljóst að lækkun kosningaaldurs sé rökrétt skref fyrir þjóðfélagið okkar. Með góðum undirbúningi og stuðningi til lýðræðislegra ungmennafélaga bendir allt til þess að niðurstaðan verði aukin kosningaþátttaka ungs fólks og bætt pólitísk þekking þeirra. Við í LUF skorum því á þingheim til að samþykkja frumvarpið. Með því skrefi eflum við lýðræðið, bætum stöðu ungs fólks og sýnum því aukið traust, öllum til hagsbóta. Það er ekki bara réttlæti fólgið í þeirri aðgerð heldur einnig grundvöllurinn að heilbrigðri þróun í lýðræðislegu samfélagi. Hægt er að kynna sér ítarlegri afstöðu og röksemdarfærslur LUF til málsins í umsögn félagsins til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Höfundur er forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar