Vissulega lítið vit í slíkum samningi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. júní 2023 11:01 „Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Tilefni greinarskrifa Ólafs var hömlur á innflutningi á landbúnaðarvörum frá öðrum aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), þá fyrst og fremst ríkjum Evrópusambandsins. Enn verri eru þó þær hömlur sem samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland ekki innan tollamúra Evrópusambandsins líkt og raunin væri innan þess. Hins vegar er landið innan regluverksmúra sambandsins en regluverk hefur í vaxandi mæli leyst tolla af hólmi sem helzta verkfærið til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur kostnaður og hátt flækjustig Fjölmörg dæmi eru um slíkar hömlur. Til að mynda kom þannig fram í máli Lovísu Jennýar Sigurðardóttur, markaðsstjóra hjá Innnes, á fundi á vegum Amerísk-íslenzka viðskiptaráðsins um árið að verulegur samdráttur hefði orðið á innflutningi fyrirtækisins á vörum frá Bandaríkjunum og færi minnkandi. Þannig hefði Innnes, sem á aðild að FA, til dæmis þurft að hætta að flytja inn kex frá Bandaríkjunum ekki sízt vegna verulegs kostnaðar við aðkeypta ráðgjöf vegna þess að vörumerkingar í Evrópusambandinu, sem gilda hér á landi vegna aðildarinnar að EES, væru afar ólíkar því sem gerðist í Bandaríkjunum. Flækjustigið væri hátt að sögn Lovísu. Til að mynda væru dæmi um það að vörur væru bannaðar hér á landi samkvæmt reglum Evrópusambandsins vegna aukaefnis sem þó væri leyfilegt í öðrum vörum. Mikil vinna færi í að kanna slíkt og eins að opna alla kassa og merkja hverja vöru í samræmi við reglurnar. Þegar Costco rak sig á EES-samninginn Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á aðild Íslands að EES-samningnum var ákveðið að verzlunin hér á landi yrði þess í stað útibú frá Bretland sem var enn innan Evrópusambandsins þegar ákvörðunin var tekin. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Ástæðan er ekki sízt regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Sem sagt minna vöruúrval og líklega dýrari vörur en ella. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Þar sem markmiðið með regluverki Evrópusambandsins er gjarnan að vernda framleiðslu innan þess fyrir samkeppni frá ríkjum utan þess í nafni meintrar neytendaverndar er það, líkt og markaðsstjóri Innnes kom réttilega inn á, oft innbyrðis órökrétt. Fríverzlun við Bandaríkin líklega útilokuð Við þetta má bæta að telja verður fríverzlunarsamning við Bandaríkin svo gott sem útilokaðan á meðan landið er aðili að EES-samningnum. Seint verður líklega fallizt á það í Washington að þarlendar vörur þurfi að uppfylla regluverk Evrópusambandsins, sem í gildi er hér á landi vegna hans, óbreytt. Með öðrum orðum er þannig vissulega lítið vit í samningi sem fyrir utan annað dregur úr aðgangi íslenzkra neytenda að matvörum og öðrum vörum á hagstæðu verði líkt og EES-samningurinn þó FA virðist einungis hafa áhyggjur af því í tilfelli EES en ekki þess mikla fjölda ríkja sem standa utan svæðisins. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið. Leið sem ríki heimsins fara allajafna þegar samið er um milliríkjaviðskipti og felur, ólíkt EES-samningnum, ekki í sér vaxandi framsal valds yfir eigin málum og hindranir í viðskiptum við aðra heimshluta. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skattar og tollar Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
„Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Tilefni greinarskrifa Ólafs var hömlur á innflutningi á landbúnaðarvörum frá öðrum aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), þá fyrst og fremst ríkjum Evrópusambandsins. Enn verri eru þó þær hömlur sem samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland ekki innan tollamúra Evrópusambandsins líkt og raunin væri innan þess. Hins vegar er landið innan regluverksmúra sambandsins en regluverk hefur í vaxandi mæli leyst tolla af hólmi sem helzta verkfærið til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur kostnaður og hátt flækjustig Fjölmörg dæmi eru um slíkar hömlur. Til að mynda kom þannig fram í máli Lovísu Jennýar Sigurðardóttur, markaðsstjóra hjá Innnes, á fundi á vegum Amerísk-íslenzka viðskiptaráðsins um árið að verulegur samdráttur hefði orðið á innflutningi fyrirtækisins á vörum frá Bandaríkjunum og færi minnkandi. Þannig hefði Innnes, sem á aðild að FA, til dæmis þurft að hætta að flytja inn kex frá Bandaríkjunum ekki sízt vegna verulegs kostnaðar við aðkeypta ráðgjöf vegna þess að vörumerkingar í Evrópusambandinu, sem gilda hér á landi vegna aðildarinnar að EES, væru afar ólíkar því sem gerðist í Bandaríkjunum. Flækjustigið væri hátt að sögn Lovísu. Til að mynda væru dæmi um það að vörur væru bannaðar hér á landi samkvæmt reglum Evrópusambandsins vegna aukaefnis sem þó væri leyfilegt í öðrum vörum. Mikil vinna færi í að kanna slíkt og eins að opna alla kassa og merkja hverja vöru í samræmi við reglurnar. Þegar Costco rak sig á EES-samninginn Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á aðild Íslands að EES-samningnum var ákveðið að verzlunin hér á landi yrði þess í stað útibú frá Bretland sem var enn innan Evrópusambandsins þegar ákvörðunin var tekin. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Ástæðan er ekki sízt regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Sem sagt minna vöruúrval og líklega dýrari vörur en ella. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Þar sem markmiðið með regluverki Evrópusambandsins er gjarnan að vernda framleiðslu innan þess fyrir samkeppni frá ríkjum utan þess í nafni meintrar neytendaverndar er það, líkt og markaðsstjóri Innnes kom réttilega inn á, oft innbyrðis órökrétt. Fríverzlun við Bandaríkin líklega útilokuð Við þetta má bæta að telja verður fríverzlunarsamning við Bandaríkin svo gott sem útilokaðan á meðan landið er aðili að EES-samningnum. Seint verður líklega fallizt á það í Washington að þarlendar vörur þurfi að uppfylla regluverk Evrópusambandsins, sem í gildi er hér á landi vegna hans, óbreytt. Með öðrum orðum er þannig vissulega lítið vit í samningi sem fyrir utan annað dregur úr aðgangi íslenzkra neytenda að matvörum og öðrum vörum á hagstæðu verði líkt og EES-samningurinn þó FA virðist einungis hafa áhyggjur af því í tilfelli EES en ekki þess mikla fjölda ríkja sem standa utan svæðisins. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið. Leið sem ríki heimsins fara allajafna þegar samið er um milliríkjaviðskipti og felur, ólíkt EES-samningnum, ekki í sér vaxandi framsal valds yfir eigin málum og hindranir í viðskiptum við aðra heimshluta. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar