Erum við svona smá? Ólafur Stephensen skrifar 6. júní 2023 15:00 Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og tilverurétti. Daglega berast fréttir af hörðum bardögum og mannfalli í stríðinu við Rússland, árásum Rússa á íbúðahverfi í borgum landsins og nú síðast af því að þúsundir manna hafi þurft að flýja heimili sín eftir að Rússar sprengdu stíflu í austurhluta landsins. Stríðið hefur leitt yfir úkraínsku þjóðina ómældar hörmungar og efnahagslíf Úkraínu er stórlega skaddað. Úkraínumenn biðja um stuðning lýðræðisríkja og hafa meðal annars leitað til Íslands um aðstoð. Flestum finnst að við eigum að veita alla þá aðstoð sem við getum. Á meðal þess sem Ísland hefur gert til að styðja Úkraínu er að verða við beiðni þarlendra stjórnvalda um að fella niður tolla á úkraínskum útflutningsvörum. Bráðabirgðaákvæði um slíka tollaniðurfellingu var bætt í tollalögin í fyrra með samþykkt Alþingis á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Rétt er að halda því til haga að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það lá því fyrir strax í upphafi að ef stuðningurinn ætti að skipta einhverju máli fyrir Úkraínu myndi hann fela í sér tollfrjálsan innflutning á vörum, sem myndu keppa við innlendar búvörur. Þetta er sama leið og stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins og í Bretlandi fóru – og í báðum tilvikum hafa lagaákvæði um tollfrelsið verið endurnýjuð; Bretar ákváðu í febrúar að framlengja niðurfellingu tolla út árið og ESB ákvað í apríl að framlengja um ár. Íslenzka lagaákvæðið féll hins vegar úr gildi 31. maí síðastliðinn. Ályktanir og bréfasendingar frá hagsmunaaðilum Þótt nágrannalöndin hafi þannig endurnýjað stuðning sinn við Úkraínu þvælist málið fyrir íslenzkum stjórnvöldum. Ástæðan er augljós; mikill þrýstingur frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, sem leggjast þvert gegn endurnýjun lagaákvæðisins. Þingmenn fengu senda ályktun stjórnar Bændasamtaka Íslands þess efnis frá 16. maí og fyrr í mánuðinum höfðu Samtök fyrirtækja í landbúnaði sent Bjarna Benediktssyni harðort bréf þar sem lagzt var gegn framlengingu á tollfrelsinu. Þá eru ótalin öll símtölin til þingmanna og ráðherra frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, sem telja að innlend kjúklingaframleiðsla sé að fara á hliðina vegna samkeppni frá úkraínskum kjúklingaframleiðendum. Matvælaráðuneytið metur það svo að haldi innflutningur á úkraínskum kjúklingi áfram í sama mæli og verið hefur, nemi það um 2-3% af markaðnum fyrir kjúklingakjöt. Það er nú allt og sumt. Sérhagsmunaöflunum virðist samt ganga ágætlega að hindra framgang málsins. Eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem hefur tjáð sig um það opinberlega er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að hún teldi rétt að viðhalda tollfrelsinu fyrir vörur frá Úkraínu. Engu að síður kemur ekkert stjórnarfrumvarp um endurnýjun bráðabirgðaákvæðisins, og þegar þetta er ritað eru eftir þrír dagar af störfum Alþingis samkvæmt samþykktri starfsáætlun, áður en þingi verður frestað og þingmenn fara í sumarfrí. Fjármálaráðherrann vísar málinu á þingnefnd Fjármálaráðherrann, sem lagði fram frumvarpið í fyrra, þegir þunnu hljóði. Hann hefur hins vegar falið embættismanni í fjármálaráðuneytinu að leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að hún flytji mál um framlengingu tollfrelsis fyrir úkraínskar vörur. Af hverju ráðherrann vill ekki gera það sjálfur hefur ekki fengizt útskýrt. Hjá efnahags- og viðskiptanefnd virðist ekkert gerast í málinu og ekkert frumvarp kemur þaðan heldur. Nú vakna ýmsar spurningar. Munu fulltrúar sérhagsmuna í landbúnaði virkilega hafa sitt fram í máli, sem varðar annars vegar hag íslenzkra neytenda og hins vegar stuðning við vinaríki okkar sem á í vök að verjast? Hvar eru þeir nú, þingmenn stjórnarliðsins sem þykjast stundum bæði vera stuðningsmenn Úkraínu og talsmenn frjálsra viðskipta? Af hverju heyrist ekkert í þeim? Og síðast en ekki sízt – erum við svona smá, að láta annað eins prinsippmál niður falla til að gæta sérhagsmuna, sem í öllum samanburði eru minniháttar? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Innrás Rússa í Úkraínu Skattar og tollar Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Sjá meira
Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og tilverurétti. Daglega berast fréttir af hörðum bardögum og mannfalli í stríðinu við Rússland, árásum Rússa á íbúðahverfi í borgum landsins og nú síðast af því að þúsundir manna hafi þurft að flýja heimili sín eftir að Rússar sprengdu stíflu í austurhluta landsins. Stríðið hefur leitt yfir úkraínsku þjóðina ómældar hörmungar og efnahagslíf Úkraínu er stórlega skaddað. Úkraínumenn biðja um stuðning lýðræðisríkja og hafa meðal annars leitað til Íslands um aðstoð. Flestum finnst að við eigum að veita alla þá aðstoð sem við getum. Á meðal þess sem Ísland hefur gert til að styðja Úkraínu er að verða við beiðni þarlendra stjórnvalda um að fella niður tolla á úkraínskum útflutningsvörum. Bráðabirgðaákvæði um slíka tollaniðurfellingu var bætt í tollalögin í fyrra með samþykkt Alþingis á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Rétt er að halda því til haga að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi. Það lá því fyrir strax í upphafi að ef stuðningurinn ætti að skipta einhverju máli fyrir Úkraínu myndi hann fela í sér tollfrjálsan innflutning á vörum, sem myndu keppa við innlendar búvörur. Þetta er sama leið og stjórnvöld í ríkjum Evrópusambandsins og í Bretlandi fóru – og í báðum tilvikum hafa lagaákvæði um tollfrelsið verið endurnýjuð; Bretar ákváðu í febrúar að framlengja niðurfellingu tolla út árið og ESB ákvað í apríl að framlengja um ár. Íslenzka lagaákvæðið féll hins vegar úr gildi 31. maí síðastliðinn. Ályktanir og bréfasendingar frá hagsmunaaðilum Þótt nágrannalöndin hafi þannig endurnýjað stuðning sinn við Úkraínu þvælist málið fyrir íslenzkum stjórnvöldum. Ástæðan er augljós; mikill þrýstingur frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, sem leggjast þvert gegn endurnýjun lagaákvæðisins. Þingmenn fengu senda ályktun stjórnar Bændasamtaka Íslands þess efnis frá 16. maí og fyrr í mánuðinum höfðu Samtök fyrirtækja í landbúnaði sent Bjarna Benediktssyni harðort bréf þar sem lagzt var gegn framlengingu á tollfrelsinu. Þá eru ótalin öll símtölin til þingmanna og ráðherra frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, sem telja að innlend kjúklingaframleiðsla sé að fara á hliðina vegna samkeppni frá úkraínskum kjúklingaframleiðendum. Matvælaráðuneytið metur það svo að haldi innflutningur á úkraínskum kjúklingi áfram í sama mæli og verið hefur, nemi það um 2-3% af markaðnum fyrir kjúklingakjöt. Það er nú allt og sumt. Sérhagsmunaöflunum virðist samt ganga ágætlega að hindra framgang málsins. Eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem hefur tjáð sig um það opinberlega er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sagði í svari við fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku að hún teldi rétt að viðhalda tollfrelsinu fyrir vörur frá Úkraínu. Engu að síður kemur ekkert stjórnarfrumvarp um endurnýjun bráðabirgðaákvæðisins, og þegar þetta er ritað eru eftir þrír dagar af störfum Alþingis samkvæmt samþykktri starfsáætlun, áður en þingi verður frestað og þingmenn fara í sumarfrí. Fjármálaráðherrann vísar málinu á þingnefnd Fjármálaráðherrann, sem lagði fram frumvarpið í fyrra, þegir þunnu hljóði. Hann hefur hins vegar falið embættismanni í fjármálaráðuneytinu að leggja til við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að hún flytji mál um framlengingu tollfrelsis fyrir úkraínskar vörur. Af hverju ráðherrann vill ekki gera það sjálfur hefur ekki fengizt útskýrt. Hjá efnahags- og viðskiptanefnd virðist ekkert gerast í málinu og ekkert frumvarp kemur þaðan heldur. Nú vakna ýmsar spurningar. Munu fulltrúar sérhagsmuna í landbúnaði virkilega hafa sitt fram í máli, sem varðar annars vegar hag íslenzkra neytenda og hins vegar stuðning við vinaríki okkar sem á í vök að verjast? Hvar eru þeir nú, þingmenn stjórnarliðsins sem þykjast stundum bæði vera stuðningsmenn Úkraínu og talsmenn frjálsra viðskipta? Af hverju heyrist ekkert í þeim? Og síðast en ekki sízt – erum við svona smá, að láta annað eins prinsippmál niður falla til að gæta sérhagsmuna, sem í öllum samanburði eru minniháttar? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun