Félögin ellefu í BSRB eiga digra verkfallssjóði og gætu því haldið félagsfólki sínu á launum í löngu verkfalli, sem nú þegar hefur valdið mikilli röskun á lífi fjölda fólks. Við heyrum í foreldrum í Hveragerði sem verkfallið hefur bitnað á.
Þúsundir manna eru á flótta frá heimilum sínum í Kherson héraði í Úkraínu eftir að stífla í vatnsaflsvirkjun brast í morgun. Úkraínumenn saka Rússa um að hafa sprengt stífluna en þeir þvertaka fyrir það.
Stjórnarandstaðan gefur lítið fyrir aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að vinna gegn verðbólgunni, við heyrum fulltrúa hennar og stjórnarmeirihlutans.
Við skoðum ruslahaug sem samsvarar því magni af sorpi sem hver Íslendingur skilar af sér á hverju ári, sem er hvorki meira né minna en tæplega 670 kíló.
Magnús Hlynur sýnir okkur hrafnsunga sem komst einn af þegar hreiður foreldranna fauk úr tré.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.