Eru stjórnendur Seðlabankans stærsta efnahagsvandamál Íslands? Örn Karlsson skrifar 9. júní 2023 12:30 Er ekki nóg komið? Eru ekki flestir að verða búnir að fá sig fullsadda af þvælunni sem vellur upp úr seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi Seðlabankans? Á síðasta vaxtaákvörðunardegi 24. maí fékk undirritaður nóg, þegar þeir félagar settu fram nýja kenningu í hagfræði, hvorki meira né minna! Kenningu til varnar verðtryggingu. Fullyrtu þessir valdamestu embættismenn samfélagsins að miðlun peningastefnunnar til lægri verðbólgu sé sú sama í verðtryggðu umhverfi og óverðtryggðu! Fullmikið er kannski fyrsta kastið að halda því fram að þeir ljúgi vísvitandi að þjóðinni. Hinn möguleikinn er þá til staðar að þeir hafi lítið vit á því sem þeir eiga að vera að gera þarna í Seðlabanka allra landsmanna. Þeir eru jú ráðnir til að vinna að viðhaldi verðstöðugleikans. Með því að taka jaðardæmi verður fljótt ljóst að hin nýja kenning Ásgeirs og Þórarins stenst enga skoðun. Gefum okkur að öll útlán séu verðtryggð, að allt peningamagnið sé verðtryggt. Hvað gerist þá í verðbólgu? Jú verðtryggingin bætir alltaf nýju peningamagni við til samræmis verðbólgunni sama hvað vextir eru hækkaðir. Verðbólguþrýstingurinn viðhelst því eða jafnvel vex með vaxandi stýrivöxtum og hertri peningastefnu, þar sem vaxtahækkanirnar þrengja að undirliggjandi hagkerfi. Horfum á þetta jaðardæmi aftur og lögum það svo örlítið til. Leyfum hluta peningamagnsins að vera óverðtryggðum. Hvað gerist þá? Jú verðbólgan nær þá að ryðjast þar í gegn á endanum, þ.e. með rýrnun hins óverðtryggða peningahluta. Fljótt sjáum við þá að óverðtryggðar peningaeignir rýrna meira eftir því sem verðtryggðar peningaeignir eru stærra hlutfall peningamagnsins. Áhættan á óverðtryggðum eignum eykst þannig með hærra hlutfalli verðtryggðra eigna. Vextir sem svar við áhættu hækka sömuleiðis. Ljóst er af þessu að í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna rýrna óverðtryggðar eignir meira en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir miðað við sama verðbólguþrýsting og sömu aðgerðir. Að sama skapi rýrnar greiðslumynt blandaða hagkerfisins meira. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að erfiðara er að viðhalda verðstöðugleika í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna heldur en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir. Þetta þýðir einfaldlega að lögbundið hlutverk Seðlabankans um viðhald verðstöðugleika er auðveldara í óverðtryggðu hagkerfi.En hvað ætli Seðlabankanum gangi til með framgöngu sinni? Er mögulegt að stjórnendur Seðlabankans séu búnir að átta sig á að þeir hafi málað sig, ríkisstjórnina og þjóðina út í horn? Að eina ráðið í stöðunni til að halda andliti, sé að sópa vaxandi snjóhengju íbúðarlána undir teppi verðtryggingar? Og þá þurfi að fegra verðtryggingu, jafnvel með falskenningu, í þeim tilgangi að fólk sætti sig betur við að gleypa eitrið þegar að því kemur að fastir vextir þess losni? Að á mestu góðærisdögum Íslandssögunnar þurfi sérstök meðul til að réttlæta að ungt fólk og skuldugt alþýðufólk sé í fullkominni óvissu um afkomu sína og húsnæðisöryggi? Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Örn Karlsson Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Er ekki nóg komið? Eru ekki flestir að verða búnir að fá sig fullsadda af þvælunni sem vellur upp úr seðlabankastjóra og aðalhagfræðingi Seðlabankans? Á síðasta vaxtaákvörðunardegi 24. maí fékk undirritaður nóg, þegar þeir félagar settu fram nýja kenningu í hagfræði, hvorki meira né minna! Kenningu til varnar verðtryggingu. Fullyrtu þessir valdamestu embættismenn samfélagsins að miðlun peningastefnunnar til lægri verðbólgu sé sú sama í verðtryggðu umhverfi og óverðtryggðu! Fullmikið er kannski fyrsta kastið að halda því fram að þeir ljúgi vísvitandi að þjóðinni. Hinn möguleikinn er þá til staðar að þeir hafi lítið vit á því sem þeir eiga að vera að gera þarna í Seðlabanka allra landsmanna. Þeir eru jú ráðnir til að vinna að viðhaldi verðstöðugleikans. Með því að taka jaðardæmi verður fljótt ljóst að hin nýja kenning Ásgeirs og Þórarins stenst enga skoðun. Gefum okkur að öll útlán séu verðtryggð, að allt peningamagnið sé verðtryggt. Hvað gerist þá í verðbólgu? Jú verðtryggingin bætir alltaf nýju peningamagni við til samræmis verðbólgunni sama hvað vextir eru hækkaðir. Verðbólguþrýstingurinn viðhelst því eða jafnvel vex með vaxandi stýrivöxtum og hertri peningastefnu, þar sem vaxtahækkanirnar þrengja að undirliggjandi hagkerfi. Horfum á þetta jaðardæmi aftur og lögum það svo örlítið til. Leyfum hluta peningamagnsins að vera óverðtryggðum. Hvað gerist þá? Jú verðbólgan nær þá að ryðjast þar í gegn á endanum, þ.e. með rýrnun hins óverðtryggða peningahluta. Fljótt sjáum við þá að óverðtryggðar peningaeignir rýrna meira eftir því sem verðtryggðar peningaeignir eru stærra hlutfall peningamagnsins. Áhættan á óverðtryggðum eignum eykst þannig með hærra hlutfalli verðtryggðra eigna. Vextir sem svar við áhættu hækka sömuleiðis. Ljóst er af þessu að í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna rýrna óverðtryggðar eignir meira en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir miðað við sama verðbólguþrýsting og sömu aðgerðir. Að sama skapi rýrnar greiðslumynt blandaða hagkerfisins meira. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að erfiðara er að viðhalda verðstöðugleika í blönduðu hagkerfi verðtryggðra og óverðtryggðra eigna heldur en í hagkerfi sem einungis hefur óverðtryggðar eignir. Þetta þýðir einfaldlega að lögbundið hlutverk Seðlabankans um viðhald verðstöðugleika er auðveldara í óverðtryggðu hagkerfi.En hvað ætli Seðlabankanum gangi til með framgöngu sinni? Er mögulegt að stjórnendur Seðlabankans séu búnir að átta sig á að þeir hafi málað sig, ríkisstjórnina og þjóðina út í horn? Að eina ráðið í stöðunni til að halda andliti, sé að sópa vaxandi snjóhengju íbúðarlána undir teppi verðtryggingar? Og þá þurfi að fegra verðtryggingu, jafnvel með falskenningu, í þeim tilgangi að fólk sætti sig betur við að gleypa eitrið þegar að því kemur að fastir vextir þess losni? Að á mestu góðærisdögum Íslandssögunnar þurfi sérstök meðul til að réttlæta að ungt fólk og skuldugt alþýðufólk sé í fullkominni óvissu um afkomu sína og húsnæðisöryggi? Höfundur er vélaverkfræðingur.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar