Tekur slaginn í Grillinu: „Ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2023 12:00 Landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir tekur slaginn með Selfyssingum í Grill66-deildinni næsta vetur. Vísir/Daníel Verkefnið á Selfossi er enn þá spennandi segir handboltakonan Perla Ruth Albertsdóttir, sem ætlar að taka slaginn með uppeldisfélaginu, Selfoss, í næstefstu deild. „Við ætlum að líta á þetta sem 15 mánaða undirbúningstímabil,“ segir hún. Perla Ruth var ein af reynslumiklum leikmönnum sem skrifuðu undir á Selfossi fyrir komandi leiktíð. Ásamt henni voru Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir á leiðinni á Selfoss. Kristrún og Lena hafa hins vegar rift sínum samningum. Perla Ruth ætlar þó að taka slaginn með Selfyssingum, en segir það hafa verið erfiðan sólarhring þegar Selfoss tapaði oddaleik gegn ÍR og ljóst var að liðið væri fallið úr Olís-deildinni. „Þetta var ekki skemmtilegt, það er bara svoleiðis,“ sagði Perla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég sá fyrir mér eiginlega fullkominn vetur þannig að þetta var hrikalega svekkjandi. Maður var að svekkja sig mikið í sólarhring en næsta dag sá maður bara hvað er mikill vilji og metnaður hjá öllum hérna. Maður sá að það var enginn að fara að láta kvennaboltann á Selfossi deyja út.“ „Komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina“ En af hverju ákvað Perla að taka slaginn með Selfyssingum? „Ætli ég hugsi þetta ekki bara þannig að það sé komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina og fari í hóp sem er nánast tilbúinn. Nú fer ég erfiðari leiðina og ég held að það verði mjög mikið þess virði til lengri tíma.“ Þá hefur Perla verið fastamaður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár. Hún segist þó ekki óttast það að ákvörðun hennar að spila í næstefstu deild muni endilega hafa áhrif á það. „Nei, ég hugsa bara að Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] velji bara þann hóp sem er sterkastur hverju sinni. Ég ætla náttúrulega bara að nýta þessa mánuði í að verða bara enn þá betri útgáfan af mér og bæta mína hliðar sem ég get bætt. Það skiptir ekki máli hvar ég geri það. Ég ætla bara að standa mig sem best og maður vill náttúrulega vera sem bestur í sínu. Svo velur hann bara liðið út frá því hverjar eru bestar hverju sinni.“ „Við erum í rauninni að fara inn í 15 mánaða undirbúningstímabil. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur beint upp og þetta verður þá bara tímabil þar sem við ætlum að gera allskonar öðruvísi líka. Við erum ekki bara að fara að taka þátt í deildinni. Það er verið að búa til stórt verkefni hérna í kringum okkur.“ „Það eru stór plön og við ætlum að gera þessa 15 mánuði eins skemmtilega og hægt er og svo mætum við með trompi í Olís-deildina,“ sagði Perla að lokum. Klippa: Tekur slaginn í Grillinu UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira
Perla Ruth var ein af reynslumiklum leikmönnum sem skrifuðu undir á Selfossi fyrir komandi leiktíð. Ásamt henni voru Kristrún Steinþórsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir á leiðinni á Selfoss. Kristrún og Lena hafa hins vegar rift sínum samningum. Perla Ruth ætlar þó að taka slaginn með Selfyssingum, en segir það hafa verið erfiðan sólarhring þegar Selfoss tapaði oddaleik gegn ÍR og ljóst var að liðið væri fallið úr Olís-deildinni. „Þetta var ekki skemmtilegt, það er bara svoleiðis,“ sagði Perla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Ég sá fyrir mér eiginlega fullkominn vetur þannig að þetta var hrikalega svekkjandi. Maður var að svekkja sig mikið í sólarhring en næsta dag sá maður bara hvað er mikill vilji og metnaður hjá öllum hérna. Maður sá að það var enginn að fara að láta kvennaboltann á Selfossi deyja út.“ „Komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina“ En af hverju ákvað Perla að taka slaginn með Selfyssingum? „Ætli ég hugsi þetta ekki bara þannig að það sé komið gott af því að allir fari auðveldu leiðina og fari í hóp sem er nánast tilbúinn. Nú fer ég erfiðari leiðina og ég held að það verði mjög mikið þess virði til lengri tíma.“ Þá hefur Perla verið fastamaður í íslenska A-landsliðinu undanfarin ár. Hún segist þó ekki óttast það að ákvörðun hennar að spila í næstefstu deild muni endilega hafa áhrif á það. „Nei, ég hugsa bara að Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] velji bara þann hóp sem er sterkastur hverju sinni. Ég ætla náttúrulega bara að nýta þessa mánuði í að verða bara enn þá betri útgáfan af mér og bæta mína hliðar sem ég get bætt. Það skiptir ekki máli hvar ég geri það. Ég ætla bara að standa mig sem best og maður vill náttúrulega vera sem bestur í sínu. Svo velur hann bara liðið út frá því hverjar eru bestar hverju sinni.“ „Við erum í rauninni að fara inn í 15 mánaða undirbúningstímabil. Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur beint upp og þetta verður þá bara tímabil þar sem við ætlum að gera allskonar öðruvísi líka. Við erum ekki bara að fara að taka þátt í deildinni. Það er verið að búa til stórt verkefni hérna í kringum okkur.“ „Það eru stór plön og við ætlum að gera þessa 15 mánuði eins skemmtilega og hægt er og svo mætum við með trompi í Olís-deildina,“ sagði Perla að lokum. Klippa: Tekur slaginn í Grillinu
UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira