„Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna“ Árni Sæberg skrifar 12. júní 2023 22:18 Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Stöð 2/Arnar „Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu. Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna, en ég er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fundið og góðu kveðjurnar sem ég hef fengið frá atvinnulífinu í dag,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag var tilkynnt um ráðningu Sigríðar Margrétar í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu þann 1. september af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, sem lét af störfum í lok mars. Sigríður Margrét mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Óhætt er að segja að hún standi frammi fyrir miklum áskorunum í nýju starfi. Skammtímasamningar voru gerðir á almennum vinnumarkaði í vetur og þeir verða lausir eftir rúmt hálft ár. „Verkefnið er svo sannarlega ekki lítið en verkefnið er í mínum huga þeim mun mikilvægara. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir snýst í rauninni um að verja lífskjör á Íslandi og lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum. Þannig að það er svo sannarlega bara þakklæti í mínum huga að fá tækifæri til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Sigríður Margrét. Mikilvægast að ná tökum á verðbólgunni Verðbólga er í hæstu hæðum og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrettán sinnum í röð. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri, hefur sagt að boginn hafi verið spenntur of hátt í nýjum kjarasamningum og kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðar sýni ábyrgð. „Seðlabankastjóri hefur verið alveg skýr og það er vel. Verðbólgan og það að ná tökum á verðbólgunni er eitt mikilvægasta verkefni sem við getum tekist á við þá, það á bæði við um íslenskt atvinnulíf og það á líka við um samfélagið okkar í heild sinni. Við gerum það auðvitað ekki nema með því að ná sátt um með hvaða hætti við skiptum þeim verðmætum sem við sköpum í landinu og með því að gera kjarasamninga til lengri tíma, sem geta verið grunnur að stöðugleika,“ segir Sigríður Margrét. Sérðu fyrir þér að það sé hægt að ná utan um þetta í náinni framtíð eða sitjum við bara í þessari súpu næstu árin? „Ég hef þá trú að það sé hægt að ná árangri. En til þess að ná árangri þá þarf auðvitað samtal og það þarf sameiginlega sýn um að verkefnið er í rauninni þetta, að verja lífskjör sem eru ein þau bestu í heiminum,“ segir hún að lokum. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í dag var tilkynnt um ráðningu Sigríðar Margrétar í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu þann 1. september af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, sem lét af störfum í lok mars. Sigríður Margrét mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Óhætt er að segja að hún standi frammi fyrir miklum áskorunum í nýju starfi. Skammtímasamningar voru gerðir á almennum vinnumarkaði í vetur og þeir verða lausir eftir rúmt hálft ár. „Verkefnið er svo sannarlega ekki lítið en verkefnið er í mínum huga þeim mun mikilvægara. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir snýst í rauninni um að verja lífskjör á Íslandi og lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum. Þannig að það er svo sannarlega bara þakklæti í mínum huga að fá tækifæri til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Sigríður Margrét. Mikilvægast að ná tökum á verðbólgunni Verðbólga er í hæstu hæðum og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrettán sinnum í röð. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri, hefur sagt að boginn hafi verið spenntur of hátt í nýjum kjarasamningum og kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðar sýni ábyrgð. „Seðlabankastjóri hefur verið alveg skýr og það er vel. Verðbólgan og það að ná tökum á verðbólgunni er eitt mikilvægasta verkefni sem við getum tekist á við þá, það á bæði við um íslenskt atvinnulíf og það á líka við um samfélagið okkar í heild sinni. Við gerum það auðvitað ekki nema með því að ná sátt um með hvaða hætti við skiptum þeim verðmætum sem við sköpum í landinu og með því að gera kjarasamninga til lengri tíma, sem geta verið grunnur að stöðugleika,“ segir Sigríður Margrét. Sérðu fyrir þér að það sé hægt að ná utan um þetta í náinni framtíð eða sitjum við bara í þessari súpu næstu árin? „Ég hef þá trú að það sé hægt að ná árangri. En til þess að ná árangri þá þarf auðvitað samtal og það þarf sameiginlega sýn um að verkefnið er í rauninni þetta, að verja lífskjör sem eru ein þau bestu í heiminum,“ segir hún að lokum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira