„Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júní 2023 11:10 Þrír létust í árásinni; 47 ára karlmaður og 17 ára piltur og stúlka. epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Þrettán ára drengur sem var staddur í Field's verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn þegar árásarmaður lét til skarar skríða síðasta sumar og skaut þrjá til bana, segir hann hafa verið reiðilegan á svip og litið út eins og hann væri andlega veikur. Réttarhöld standa nú yfir gegn manninum, sem er 23 ára. Hann var viðstaddur fyrirtöku í gær en kaus að tjá sig ekki. „Ég heyrði hvell. Hann var mjög hár. Það suðaði fyrir eyrunum á mér. Ég hljóp niður rúllustigann. Ég sá árásarmanninn. Ég stökk yfir kantinn. Það voru læti fyrir ofan. Ég hringdi í mömmu og sagði; það er skotárás í gangi í Field's,“ sagði drengurinn þegar hann bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt,“ heyrði hann árásarmanninn segja. Minnisblað frá kennara drengsins var lagt fyrir dóminn. Þar sagði að hann hefði ekki verið samur eftir að hafa upplifað árásina. Annað vitni, afgreiðslustúlka frá Svíþjóð, heyrði hávaða fyrir utan verslunina þar sem hún var að vinna. Skyndilega hrópaði samstarfsmaður hennar: Hlauptu, hlauptu! Hún hljóp út, enn með herðatré í höndunum, og sá vopnaðan árásarmanninn. Hún segir hann hafa virst yfirvegaðan og verið að njóta þess sem gekk á. Hún heyrði tvo skothvelli áður en hún komst út úr verslanamiðstöðinni. Mikil skelfing greip um sig þegar skotárásin hófst.epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Velti því fyrir sér að myrða leikskólabörn Eins og fyrr segir var árásarmaðurinn viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í gærmorgun en baðst undan því að mæta þegar haldið var áfram eftir hádegismat. Hann hefur kosið að tjá sig ekki og ber við minnisleysi en lögmenn hans segja hann ekki sakhæfan sökum andlegra veikinda þegar árásin átti sér stað. Ef hann verður dæmdur sekur, verður hann vistaður á öryggisdeild í Slagelse, þar sem hættulegustu glæpamenn Danmerkur eru vistaðir. Þar sem maðurinn mun ekki bera vitni las saksóknarinn í málinu upp úr yfirheyrslum lögreglu í dómsal í gær. Lögregla spurði meðal annars hvers vegna hann hefði farið vopnaður í Field's. „Til að bjarga þeim. Þau vildu deyja,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki hafa haft sérstakt skotmark í huga og að hann hefði deilt myndskeiðum á YouTube í aðdraganda árásarinnar þar sem hann sést vopnaður í þeirri von um að einhver myndi stöðva hann. Hann hefði þjáðst af áráttukenndum hugsunum og tjáð geðlækni viku fyrir árásina að hann samsamaði sig við þekkta fjöldamorðingja. Aðspurður sagðist hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegan glæp hann hefði framið. Gögn sem fundust á heimili mannsins bentu til þess að hann hefði á einhverjum tímapunkti haft í hyggju að láta til skarar skríða á leikskóla á Amager. Hafði hann kynnt sér húsnæðið og hvenær börnin væru inni og úti. „Þetta er bara tölvuleikur og ég er aðalkarakterinn. Ekkert skiptir máli,“ skrifaði hann. Réttarhöldin halda áfram í dag og næstu daga. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Réttarhöld standa nú yfir gegn manninum, sem er 23 ára. Hann var viðstaddur fyrirtöku í gær en kaus að tjá sig ekki. „Ég heyrði hvell. Hann var mjög hár. Það suðaði fyrir eyrunum á mér. Ég hljóp niður rúllustigann. Ég sá árásarmanninn. Ég stökk yfir kantinn. Það voru læti fyrir ofan. Ég hringdi í mömmu og sagði; það er skotárás í gangi í Field's,“ sagði drengurinn þegar hann bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt,“ heyrði hann árásarmanninn segja. Minnisblað frá kennara drengsins var lagt fyrir dóminn. Þar sagði að hann hefði ekki verið samur eftir að hafa upplifað árásina. Annað vitni, afgreiðslustúlka frá Svíþjóð, heyrði hávaða fyrir utan verslunina þar sem hún var að vinna. Skyndilega hrópaði samstarfsmaður hennar: Hlauptu, hlauptu! Hún hljóp út, enn með herðatré í höndunum, og sá vopnaðan árásarmanninn. Hún segir hann hafa virst yfirvegaðan og verið að njóta þess sem gekk á. Hún heyrði tvo skothvelli áður en hún komst út úr verslanamiðstöðinni. Mikil skelfing greip um sig þegar skotárásin hófst.epa/Olafur Steinar Rye Gestsson Velti því fyrir sér að myrða leikskólabörn Eins og fyrr segir var árásarmaðurinn viðstaddur þegar málið var tekið fyrir í gærmorgun en baðst undan því að mæta þegar haldið var áfram eftir hádegismat. Hann hefur kosið að tjá sig ekki og ber við minnisleysi en lögmenn hans segja hann ekki sakhæfan sökum andlegra veikinda þegar árásin átti sér stað. Ef hann verður dæmdur sekur, verður hann vistaður á öryggisdeild í Slagelse, þar sem hættulegustu glæpamenn Danmerkur eru vistaðir. Þar sem maðurinn mun ekki bera vitni las saksóknarinn í málinu upp úr yfirheyrslum lögreglu í dómsal í gær. Lögregla spurði meðal annars hvers vegna hann hefði farið vopnaður í Field's. „Til að bjarga þeim. Þau vildu deyja,“ svaraði hann. Hann sagðist ekki hafa haft sérstakt skotmark í huga og að hann hefði deilt myndskeiðum á YouTube í aðdraganda árásarinnar þar sem hann sést vopnaður í þeirri von um að einhver myndi stöðva hann. Hann hefði þjáðst af áráttukenndum hugsunum og tjáð geðlækni viku fyrir árásina að hann samsamaði sig við þekkta fjöldamorðingja. Aðspurður sagðist hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegan glæp hann hefði framið. Gögn sem fundust á heimili mannsins bentu til þess að hann hefði á einhverjum tímapunkti haft í hyggju að láta til skarar skríða á leikskóla á Amager. Hafði hann kynnt sér húsnæðið og hvenær börnin væru inni og úti. „Þetta er bara tölvuleikur og ég er aðalkarakterinn. Ekkert skiptir máli,“ skrifaði hann. Réttarhöldin halda áfram í dag og næstu daga.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira