Hefur meiri áhyggjur af mismunun en útrýmingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 08:22 Vestager segir hættuna á mismunun verulega. epa/Olivier Hoslet Margarethe Vestager, sem fer fyrir málefnum er varða stafræna framþróun og samkeppni hjá Evrópusambandinu, segir mismunun meira áhyggjuefni þegar kemur að gervigreind en möguleg endalok mannkynsins. Hún segir nauðsynlegt að setja reglur um notkun gervigreindar, ekki síst þar sem gervigreindin er og verður notuð til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks, til dæmis þegar fólk er að sækja um lán. Evrópuþingið mun í dag greiða atkvæði um reglur um gervigreind en þær eru ekki taldar munu taka gildi fyrr en árið 2025. Sumir sérfræðingar hafa varað við því að ofurgreind gæti leitt til útrýmingar mannkynsins en Vestager segir að jafnvel þótt mögulega sé einhver hætta á því séu líkurnar litlar. Hún segir mun líklegra að fólk gæti orðið fyrir mismunun af hálfu gervigreindar sem hefur tekið yfir störf sem manneskjur sinntu áður. „Ef þetta er banki sem er að nota hana til að ákveða hvort ég get fengið lán eða ekki, eða félagsþjónustan í hverfinu þínu, þá verðum við að vera viss um að það sé ekki verið að mismuna þér á grundvelli kyns eða litarhafts eða póstnúmers,“ segir Vestager í samtali við BBC. Hún segir að setja þurfi regluverk um gervigreind á heimsvísu en að forgangsraða ætti samvinnu svipað þenkjandi þjóða áður en þess verður freistað að fá aðra að borðinu, til að mynda Kína. Hefja ætti vinnu við regluverk á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en einnig stíga strax þau skref sem hægt væri að stíga. Vestager segir ekki raunhæft að segja vinnu við gervigreind á bið. Hins vegar ættu þeir sem vinna að þróun hennar að reyna að komast að samkomulagi um reglur til að takmarka áhættu af völdum hennar. Hún segir verulega hættu á að gervigreind verði notuð til að hafa áhrif á kosningar. „Ef það er hægt að skanna samfélagsmiðlana þína til að fá heildarmynd af þér þá er hættan á misnotkun stórkostleg og ef við endum uppi með ástand þar sem við trúum engu er gjörsamlega búið að grafa undan samfélaginu.“ Evrópusambandið Gervigreind Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Hún segir nauðsynlegt að setja reglur um notkun gervigreindar, ekki síst þar sem gervigreindin er og verður notuð til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks, til dæmis þegar fólk er að sækja um lán. Evrópuþingið mun í dag greiða atkvæði um reglur um gervigreind en þær eru ekki taldar munu taka gildi fyrr en árið 2025. Sumir sérfræðingar hafa varað við því að ofurgreind gæti leitt til útrýmingar mannkynsins en Vestager segir að jafnvel þótt mögulega sé einhver hætta á því séu líkurnar litlar. Hún segir mun líklegra að fólk gæti orðið fyrir mismunun af hálfu gervigreindar sem hefur tekið yfir störf sem manneskjur sinntu áður. „Ef þetta er banki sem er að nota hana til að ákveða hvort ég get fengið lán eða ekki, eða félagsþjónustan í hverfinu þínu, þá verðum við að vera viss um að það sé ekki verið að mismuna þér á grundvelli kyns eða litarhafts eða póstnúmers,“ segir Vestager í samtali við BBC. Hún segir að setja þurfi regluverk um gervigreind á heimsvísu en að forgangsraða ætti samvinnu svipað þenkjandi þjóða áður en þess verður freistað að fá aðra að borðinu, til að mynda Kína. Hefja ætti vinnu við regluverk á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en einnig stíga strax þau skref sem hægt væri að stíga. Vestager segir ekki raunhæft að segja vinnu við gervigreind á bið. Hins vegar ættu þeir sem vinna að þróun hennar að reyna að komast að samkomulagi um reglur til að takmarka áhættu af völdum hennar. Hún segir verulega hættu á að gervigreind verði notuð til að hafa áhrif á kosningar. „Ef það er hægt að skanna samfélagsmiðlana þína til að fá heildarmynd af þér þá er hættan á misnotkun stórkostleg og ef við endum uppi með ástand þar sem við trúum engu er gjörsamlega búið að grafa undan samfélaginu.“
Evrópusambandið Gervigreind Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira