Í tilkynningu frá HR kemur fram að aukning umsókna í grunnnám nemi um tíu prósentum milli áranna 2022 og 2023. Árið áður hafi hún numið fjórum prósentum. Umsóknum til meistaranáms fækkaði lítillega.
Að auki kemur fram að flestar umsóknir sem bárust voru til náms við viðskiptadeild, næstflestar til náms í tölvunarfræði. Þá hafi umsóknum við iðn- og tæknifræðideild fjölgað um 21 prósent.
Þá kemur fram að kynjamunur umsækjenda sé lítill, að 52 prósent umsækjenda séu karlmenn, sem er fækkun upp á eitt prósent frá síðasta ári.