Alls konar um að vera um allt land á 17. júní Árni Sæberg skrifar 16. júní 2023 15:29 Kópavogsbúar safnast ávallt saman á Rútstúni í tilefni af 17. júní. Vísir/Vilhelm Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt í dag. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Vísir tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum. Reykjavíkurborg Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt. Dagskráin hefst klukkan 11:10 með hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins á Austurvelli. Reykjavíkurborg notar vefinn 17juni.is til þess að miðla dagskrá dagsins þar má sjá allar frekari upplýsingar um dagskrá víðsvegar um borgina. Einnig er þar að finna upplýsingar um götulokanir. Kópavogsbær 17. júní verður fagnaði í Kópavogi á Rútstúni og við Salalaug með glæsilegri hátíðardagskrá. Hátíðarsvæðin verða opin frá kl. 12:00 til 17:00 Frítt verður í hoppukastala, leiktæki og andlitsmálun. Veltibíllinn vinsæli verður við Sundlaug Kópavogs á milli klukkan 12:00 og 16:00 Skrúðganga verður gengin frá MK kl. 13:30 með Skólahljómsveit Kópavogs og Skátafélaginu Kópum. Dagskrána í Kópavogi má sjá hér. Hafnarfjörður Þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn verður í boði víðsvegar um Hafnarfjörð. Þjóðhátíðardagurinn hefst með fánahyllingu á Hamrinum klukkan 8 í boði Skátafélagsins Hraunbúa og lýkur með glæsilegri kvölddagskrá á Thorsplani. Dagskrána má lesa hér. Garðabær Dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna á Garðatorgi á 17. júní og tónleikar í sal Tónlistarskólans. Skrúðganga, hoppukastalar, fjallkonan, Gunni og Felix, Kvenfélagskaffi og fleira fjör í boði á Garðatorgi. Dagskrána má sjá hér. Mosfellsbær Líkt og víðar verður mikið um dýrðir í Mosfellsbæ. Dagskráin hefst með hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju klukkan 11. Skátafélagið Mosverjar leiðir svo skrúðgöngu að Hlégarði klukkan 13:30. Að skrúðgöngu lokinni tekur fjölskydudagskrá við Hlégarð. Þar verða hoppukastalar, sölutjöld, skátaleikir, pylsusala, andlitsmálun og margt fleira. Dagskrána má lesa á vef Mosfellsbæjar. Seltjarnarnes Skrúðganga og fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna verður á Seltjarnarnesi milli klukkan 10 og 15. Frítt verður í alla skemmtun og leiktæki. Dagskrána má sjá hér. Akureyri Hátíðarhöld 17. júní verða með ofurlítið öðru sniði en verið hefur síðustu árin. Ákveðið var að hafa alla dagskrána í og við Lystigarðinn og er fyrst og fremst horft til þess að bjóða upp á góða dagskrá fyrir alla fjölskylduna yfir daginn. Nú er orðin hefð fyrir því að blómabíllinn keyri um bæinn áður en formleg dagskrá hefst og verður Kristinn Örn Jónsson, Tinni, á ferðinni milli klukkan 11 og 12 á fallega fornbílnum sínum. Hann leggur af stað frá Naustaskóla klukkan 11 og endar ferðina við Lystigarðinn. Skrúðgangan leggur af stað frá gamla húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti klukkan 12:30 og formleg dagskrá í Lystigarðinum hefst klukkan 13. Að lokinni hátíðardagskrá hefst fjölskylduskemmtun í vestari hluta garðsins og á hinni svokölluðu MA-flöt fyrir ofan Lystigarðinn. Margt fleira er á dagskránni, sem lesa má hér. Árborg Fjölbreytt hátíðardagskrá verður á Selfossi fyrir alla aldurshópa. Skrúðganga verður gengin frá Selfosskirkju klukkan 13:15, gengið verður Kirkjuveg, Eyraveg, Austurveg, Reynivelli, Engjaveg, Sigtún og inn í Sigtúnsgarð. Klukkan 14 hefst fjölskylduhátíð í Sigtúnsgarði. Þar koma fram Jón Jónsson, Diljá, Ávaxtakarfan, Dansakademían, Benedikt Búálfur og Hugrún Tinna & Aldís Elva. Dagskrána á Selfossi má sjá hér. Þá verður einnig hátíðardagskrá á Eyrarbakka. Hana má skoða hér. Ísafjörður Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Eyrartúni, í daglegu tali Sjúkrahústún, og í Blómagarðinum, Austurvelli á Ísafirði föstudaginn 17. júní. Einnig verða hátíðarhöld á Hrafnseyri. Fyrri part dags verður messa í Ísafjarðarkirkju, Kómedíuleikhúsið sýnir barnaskemmtunina Tindátana á hjúkrunarheimilinu Eyri og 12:30 hefst ratleikur á vegum Vestra sem stendur til fjögur. Skrúðganga verður gengin frá Silfurtorgi upp á Eyratrún þar sem hátíðarhöld verða sett klukkan 13:30. Lúðrasveit TÍ spilar fjöruga tóna. Hátíðarræða verður flutt af Greipi Gíslasyni, Hátíðarkór tekur lagið undir stjórn Judy Tobin, ávarp fjallkonu, hoppukastalar, sölutjöld, andlitsmálun og allskonar fjör. Dagskrána má sjá hér. Hvolsvöllur Hátíðardagskráin á Hvolsvelli hefst klukkan 9 með morgunmat í Hvolnum. Frá klukkan tíu verður opið hús hjá lögreglunni, slökkviliðinu og Dagrenningu. Klukkan 12:30 hefst skrúðganga frá Kirkjuhvol að Miðbæjartúninu þar sem hátíðardagskrá hefst klukkan 13. Á henni verða fjallkonan, hátíðarræða, víðavangshlaup, systurnar frá Miðtúni, Jógvan Hansen og margt fleira. Dagskrána má sjá hér. Múlaþing Múlaþing í samstarfi við Neista, Huginn og fimleikadeild Hattar býður upp á mismunandi fjölskyldudagskrá á þjóðhátíðardag Íslendinga. Fjölbreytt dagskrá verður á Egilsstöðum, Djúpavogi, Seyðisfirði og Borgarfirði eystri. Dagskrána má sjá á vef Múlaþings. 17. júní Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Akureyri Árborg Ísafjarðarbær Rangárþing eystra Múlaþing Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Reykjavíkurborg Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt. Dagskráin hefst klukkan 11:10 með hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins á Austurvelli. Reykjavíkurborg notar vefinn 17juni.is til þess að miðla dagskrá dagsins þar má sjá allar frekari upplýsingar um dagskrá víðsvegar um borgina. Einnig er þar að finna upplýsingar um götulokanir. Kópavogsbær 17. júní verður fagnaði í Kópavogi á Rútstúni og við Salalaug með glæsilegri hátíðardagskrá. Hátíðarsvæðin verða opin frá kl. 12:00 til 17:00 Frítt verður í hoppukastala, leiktæki og andlitsmálun. Veltibíllinn vinsæli verður við Sundlaug Kópavogs á milli klukkan 12:00 og 16:00 Skrúðganga verður gengin frá MK kl. 13:30 með Skólahljómsveit Kópavogs og Skátafélaginu Kópum. Dagskrána í Kópavogi má sjá hér. Hafnarfjörður Þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn verður í boði víðsvegar um Hafnarfjörð. Þjóðhátíðardagurinn hefst með fánahyllingu á Hamrinum klukkan 8 í boði Skátafélagsins Hraunbúa og lýkur með glæsilegri kvölddagskrá á Thorsplani. Dagskrána má lesa hér. Garðabær Dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna á Garðatorgi á 17. júní og tónleikar í sal Tónlistarskólans. Skrúðganga, hoppukastalar, fjallkonan, Gunni og Felix, Kvenfélagskaffi og fleira fjör í boði á Garðatorgi. Dagskrána má sjá hér. Mosfellsbær Líkt og víðar verður mikið um dýrðir í Mosfellsbæ. Dagskráin hefst með hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju klukkan 11. Skátafélagið Mosverjar leiðir svo skrúðgöngu að Hlégarði klukkan 13:30. Að skrúðgöngu lokinni tekur fjölskydudagskrá við Hlégarð. Þar verða hoppukastalar, sölutjöld, skátaleikir, pylsusala, andlitsmálun og margt fleira. Dagskrána má lesa á vef Mosfellsbæjar. Seltjarnarnes Skrúðganga og fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna verður á Seltjarnarnesi milli klukkan 10 og 15. Frítt verður í alla skemmtun og leiktæki. Dagskrána má sjá hér. Akureyri Hátíðarhöld 17. júní verða með ofurlítið öðru sniði en verið hefur síðustu árin. Ákveðið var að hafa alla dagskrána í og við Lystigarðinn og er fyrst og fremst horft til þess að bjóða upp á góða dagskrá fyrir alla fjölskylduna yfir daginn. Nú er orðin hefð fyrir því að blómabíllinn keyri um bæinn áður en formleg dagskrá hefst og verður Kristinn Örn Jónsson, Tinni, á ferðinni milli klukkan 11 og 12 á fallega fornbílnum sínum. Hann leggur af stað frá Naustaskóla klukkan 11 og endar ferðina við Lystigarðinn. Skrúðgangan leggur af stað frá gamla húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti klukkan 12:30 og formleg dagskrá í Lystigarðinum hefst klukkan 13. Að lokinni hátíðardagskrá hefst fjölskylduskemmtun í vestari hluta garðsins og á hinni svokölluðu MA-flöt fyrir ofan Lystigarðinn. Margt fleira er á dagskránni, sem lesa má hér. Árborg Fjölbreytt hátíðardagskrá verður á Selfossi fyrir alla aldurshópa. Skrúðganga verður gengin frá Selfosskirkju klukkan 13:15, gengið verður Kirkjuveg, Eyraveg, Austurveg, Reynivelli, Engjaveg, Sigtún og inn í Sigtúnsgarð. Klukkan 14 hefst fjölskylduhátíð í Sigtúnsgarði. Þar koma fram Jón Jónsson, Diljá, Ávaxtakarfan, Dansakademían, Benedikt Búálfur og Hugrún Tinna & Aldís Elva. Dagskrána á Selfossi má sjá hér. Þá verður einnig hátíðardagskrá á Eyrarbakka. Hana má skoða hér. Ísafjörður Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Eyrartúni, í daglegu tali Sjúkrahústún, og í Blómagarðinum, Austurvelli á Ísafirði föstudaginn 17. júní. Einnig verða hátíðarhöld á Hrafnseyri. Fyrri part dags verður messa í Ísafjarðarkirkju, Kómedíuleikhúsið sýnir barnaskemmtunina Tindátana á hjúkrunarheimilinu Eyri og 12:30 hefst ratleikur á vegum Vestra sem stendur til fjögur. Skrúðganga verður gengin frá Silfurtorgi upp á Eyratrún þar sem hátíðarhöld verða sett klukkan 13:30. Lúðrasveit TÍ spilar fjöruga tóna. Hátíðarræða verður flutt af Greipi Gíslasyni, Hátíðarkór tekur lagið undir stjórn Judy Tobin, ávarp fjallkonu, hoppukastalar, sölutjöld, andlitsmálun og allskonar fjör. Dagskrána má sjá hér. Hvolsvöllur Hátíðardagskráin á Hvolsvelli hefst klukkan 9 með morgunmat í Hvolnum. Frá klukkan tíu verður opið hús hjá lögreglunni, slökkviliðinu og Dagrenningu. Klukkan 12:30 hefst skrúðganga frá Kirkjuhvol að Miðbæjartúninu þar sem hátíðardagskrá hefst klukkan 13. Á henni verða fjallkonan, hátíðarræða, víðavangshlaup, systurnar frá Miðtúni, Jógvan Hansen og margt fleira. Dagskrána má sjá hér. Múlaþing Múlaþing í samstarfi við Neista, Huginn og fimleikadeild Hattar býður upp á mismunandi fjölskyldudagskrá á þjóðhátíðardag Íslendinga. Fjölbreytt dagskrá verður á Egilsstöðum, Djúpavogi, Seyðisfirði og Borgarfirði eystri. Dagskrána má sjá á vef Múlaþings.
17. júní Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Seltjarnarnes Akureyri Árborg Ísafjarðarbær Rangárþing eystra Múlaþing Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira