Magdeburg í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir vítakastkeppni | Gísli Þorgeir fór meiddur af velli Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 15:31 Gísli Þorgeir fór meiddur af velli rétt fyrir leikslok Vísir/Getty Magdeburg er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu hádramatískan leik gegn Barcelona. Jafnt var á öllum tölum eftir venjulegan leiktíma og aftur eftir framlengingu svo að úrslitin réðust í vítakastkeppni. Barcelona náðu mest upp þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en Magdeburg voru fljótir að vinna það til baka. Leikurinn var afar jafn og spennandi allt til loka og boðið var upp á mikla dramatík og framlengingu. Magdeburg jöfnuðu 31-31 þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka og Barcelona brunuðu í sókn og mark Magdeburg tómt. Michael Damgaard var bjargvættur Magdeburg og varði skotið rétt við teiginn um leið og leiktíminn rann út. Hinir íslensku dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fóru í skjáinn og dæmdu vörsluna löglega, en tæpt var það. Gísli Þorgeir Kristjánsson var drjúgur fyrir Madgeburg, skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Gísli gat þó ekki klárað leikinn en þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka meiddist Gísli illa þegar hann sótti á vörnina. Leikurinn var stöðvaður í nokkuð langa stund meðan læknateymi Magdeburg hlúði að Gísla og sjúkrabörurnar voru keyrðar inn á völlinn Gísli gekk þó að lokum að velli. Háspenna og dramatík Í framlengingunni fékk Christian O'Sullivan svo rautt spjald svo það var orðið fátt um fína drætti í leikstjórnendastöðunni hjá Magdeburg en það virtist þó ekki hafa afgerandi áhrif á þeirra leik. Michael Damgaard og Kay Smiths röðuðu inn mörkum og hinn 36 ára Marko Bezjak snéri klukkunni til baka og skoraði þrjú mörk í framlengingunni. Það dugði þó ekki til þar sem Barcelona jöfnuðu 38-38 og leikurinn fór í vítakastkeppni. Þar reyndust taugarnar sterkari hjá leikmönnum Magdeburg, en Barcelona skoruðu aðeins úr fyrsta vítinu sínu og brenndu síðan af fjórum í röð. A save for HISTORY #ehfcl #ehffinal4 @SCMagdeburg pic.twitter.com/0uVRPJOvCR— EHF Champions League (@ehfcl) June 17, 2023 Í seinni leik undanúrslitanna mætast Kielce - PSG núna kl. 16:00, en úrslitaleikurinn fer fram á morgun kl. 16:00 og leikið verður um bronsið kl. 13:15. Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á vefsíðu EHFTV. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Barcelona náðu mest upp þriggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks en Magdeburg voru fljótir að vinna það til baka. Leikurinn var afar jafn og spennandi allt til loka og boðið var upp á mikla dramatík og framlengingu. Magdeburg jöfnuðu 31-31 þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka og Barcelona brunuðu í sókn og mark Magdeburg tómt. Michael Damgaard var bjargvættur Magdeburg og varði skotið rétt við teiginn um leið og leiktíminn rann út. Hinir íslensku dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fóru í skjáinn og dæmdu vörsluna löglega, en tæpt var það. Gísli Þorgeir Kristjánsson var drjúgur fyrir Madgeburg, skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar, flestar allra á vellinum. Gísli gat þó ekki klárað leikinn en þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka meiddist Gísli illa þegar hann sótti á vörnina. Leikurinn var stöðvaður í nokkuð langa stund meðan læknateymi Magdeburg hlúði að Gísla og sjúkrabörurnar voru keyrðar inn á völlinn Gísli gekk þó að lokum að velli. Háspenna og dramatík Í framlengingunni fékk Christian O'Sullivan svo rautt spjald svo það var orðið fátt um fína drætti í leikstjórnendastöðunni hjá Magdeburg en það virtist þó ekki hafa afgerandi áhrif á þeirra leik. Michael Damgaard og Kay Smiths röðuðu inn mörkum og hinn 36 ára Marko Bezjak snéri klukkunni til baka og skoraði þrjú mörk í framlengingunni. Það dugði þó ekki til þar sem Barcelona jöfnuðu 38-38 og leikurinn fór í vítakastkeppni. Þar reyndust taugarnar sterkari hjá leikmönnum Magdeburg, en Barcelona skoruðu aðeins úr fyrsta vítinu sínu og brenndu síðan af fjórum í röð. A save for HISTORY #ehfcl #ehffinal4 @SCMagdeburg pic.twitter.com/0uVRPJOvCR— EHF Champions League (@ehfcl) June 17, 2023 Í seinni leik undanúrslitanna mætast Kielce - PSG núna kl. 16:00, en úrslitaleikurinn fer fram á morgun kl. 16:00 og leikið verður um bronsið kl. 13:15. Hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á vefsíðu EHFTV.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira