Það voru Daniel Sinani og Gerson Rodrigues sem skoruðu mörk Lúxemborgar í leiknum. Þessi úrslit þýða að Lúxemborg er komið upp í þriðja sæti riðilsins en liðið hefur fjögur stig líkt og Slóvakía.
Bosnía Hersegóvenía og Ísland sitja svo í fjórða til fimmta sæti riðilsins með þrjú stig hvort lið eftir tvo leik en Ísland etur kappi við Slóvakíu á Laugardalsvelli klukkan 18.45 í kvöld en á sama tíma leiða Portúgal og Bosnía Hersegóvanía saman hesta sína.
Liechtenstein rekur lestina í riðlinum en liðið er án stgia eftir fyrstu þrjá leiki sína í riðlakeppninni.