Markaður mannaflsins Erna Mist skrifar 18. júní 2023 12:01 Óháð stöðu manns í stéttaskipulagi samfélagsins eða staðsetningu á hinum hugmyndafræðilega áttavita er öllum í hag að félagslegur hreyfanleiki lifi komandi kynslóðaskipti af. Óháð viðhorfi okkar til ríkisafskipta eða skoðun okkar á skattkerfinu sammælumst við um að vilja hæfustu læknana til að standa vörð um heilsu landsmanna, hæfustu kennarana til að viðhalda vitsmunalegum þroska þjóðarinnar, og hæfustu iðnaðarmennina til að varðveita lífsgæðastaðalinn sem síðustu áratugir hafa leitt af sér. Við viljum að grínþættirnir séu framleiddir af fyndnasta fólkinu og að bækurnar séu skrifaðar af skörpustu pennunum. Við viljum að söfnin geymi verk eftir frumlegustu listamennina og að næmasta fólkið sé fengið til að annast þau sem geta ekki séð um sig sjálf. Við viljum að þingið samanstandi af beittum ræðumönnum og lausnamiðuðum leiðtogum, ekki tækifærissinnum hvers eina raunverulega stefnumál er að halda starfinu. Við viljum að markaður mannaflsins sé frjáls og óhlekkjaður við tilefnislausar vinsældir; hagkerfi þar sem virði fólks er metið í verðleikum frekar en ættfræðilegum tilviljunum. Munurinn á elítu og klíku er sá að elítan inngildir hæfasta fólkið og útilokar afganginn, á meðan klíkan útilokar nýtt fólk almennt af ótta við að raska valddreifingunni innan hennar. Elítur myndast á grundvelli sérfræðiþekkingar - klíkur myndast á grundvelli valdafíknar. Í klíkukenndu samfélagi víkja draumar fyrir afturhaldi og valmöguleikar fyrir nauðhyggju; þar sem börn breytast í foreldra sína í stað þess að verða að sjálfstæðum einstaklingum. Enginn leitar flóttaleiða fyrr en aðstæður neyða mann til þess. Flóttaleiðir á borð við skjáfíkn, lyfjafíkn og matarfíkn eru ekki óhjákvæmilegir sjúkdómar, heldur afleiðingar ófrelsis, vandamáls sem klíkan leysir ekki af ótta við að leysast upp sjálf. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Erna Mist Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Óháð stöðu manns í stéttaskipulagi samfélagsins eða staðsetningu á hinum hugmyndafræðilega áttavita er öllum í hag að félagslegur hreyfanleiki lifi komandi kynslóðaskipti af. Óháð viðhorfi okkar til ríkisafskipta eða skoðun okkar á skattkerfinu sammælumst við um að vilja hæfustu læknana til að standa vörð um heilsu landsmanna, hæfustu kennarana til að viðhalda vitsmunalegum þroska þjóðarinnar, og hæfustu iðnaðarmennina til að varðveita lífsgæðastaðalinn sem síðustu áratugir hafa leitt af sér. Við viljum að grínþættirnir séu framleiddir af fyndnasta fólkinu og að bækurnar séu skrifaðar af skörpustu pennunum. Við viljum að söfnin geymi verk eftir frumlegustu listamennina og að næmasta fólkið sé fengið til að annast þau sem geta ekki séð um sig sjálf. Við viljum að þingið samanstandi af beittum ræðumönnum og lausnamiðuðum leiðtogum, ekki tækifærissinnum hvers eina raunverulega stefnumál er að halda starfinu. Við viljum að markaður mannaflsins sé frjáls og óhlekkjaður við tilefnislausar vinsældir; hagkerfi þar sem virði fólks er metið í verðleikum frekar en ættfræðilegum tilviljunum. Munurinn á elítu og klíku er sá að elítan inngildir hæfasta fólkið og útilokar afganginn, á meðan klíkan útilokar nýtt fólk almennt af ótta við að raska valddreifingunni innan hennar. Elítur myndast á grundvelli sérfræðiþekkingar - klíkur myndast á grundvelli valdafíknar. Í klíkukenndu samfélagi víkja draumar fyrir afturhaldi og valmöguleikar fyrir nauðhyggju; þar sem börn breytast í foreldra sína í stað þess að verða að sjálfstæðum einstaklingum. Enginn leitar flóttaleiða fyrr en aðstæður neyða mann til þess. Flóttaleiðir á borð við skjáfíkn, lyfjafíkn og matarfíkn eru ekki óhjákvæmilegir sjúkdómar, heldur afleiðingar ófrelsis, vandamáls sem klíkan leysir ekki af ótta við að leysast upp sjálf. Höfundur er listmálari.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun