Hræðist ekki kaldara loftslag í Reykjavík: „Mikil spenna fyrir þessu verkefni“ Aron Guðmundsson skrifar 20. júní 2023 12:01 Hallgrímur Jónasson er þjálfari KA Hulda Margrét Það skýrist í dag hvaða liði KA mætir í fyrstu viðureign sinni í rúm tuttugu ár í Evrópukeppni í fótbolta. Liðið mun þurfa að leika Evrópuleiki sína í Reykjavík og ríkir mikil spenna hjá KA-fólki fyrir drætti dagsins. Dregið verður í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA í fótbolta klukkan 13:00 og eru tvö lið í pottinum, Víkingur Reykjavík og KA sem horfir fram á fyrstu leiki sína í Evrópukeppni í rúm tuttugu ár. „Stemningin er gríðarlega góð fyrir þessu, við erum í fyrsta skipti í Evrópukeppni í einhver tuttugu ár og það ríkir mikil spenna fyrir þessu verkefni,“ segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í samtali við Vísi. „Við bíðum eftir því að sjá hvaða lið kemur upp úr hattinum og fram undan er spennandi mánuður fyrir okkur á öllum vígstöðvum. Við verðum að spila í Bestu deildinni, undanúrslitum bikarsins og svo kemur Evrópukeppnin þarna inn í. Það er því gríðarlega spennandi og mikilvægur mánuður fram undan.“ Frá leik KA í Bestu deildinni í sumarVísir/Hulda Margrét En hver eru markmið KA í Evrópu? „Evrópukeppnin er nú bara þannig að gæðin á þeim liðum sem við getum mætt eru mjög misjöfn. Við hugsum þetta bara eina umferð í einu, við ætlum okkur bara alltaf fara áfram og teljum, miðað við þessi fimm lið sem við getum mætt í þessari fyrstu umferð, að það sé ekkert lið sem við getum ekki unnið. Án þess að ég þekki öll þessi lið inn og út myndi ég segja að það séu tvö lið þarna sem gætu verið svipað sterk og okkar lið á pappírnum. Við ættum svo að vera sterkari en restin af liðunum.“ Liðin sem KA getur dregist á móti á eftir eru eftirfarandi: Linfield FC (N-Írland), Dundalk FC (Írland), Connah´s Quay Nomads FC (Wales), FC Progrés Niederkorn (Luxemborg) og Inter Club d´Escaldes (Andorra). „Ég held það sé fínn möguleiki í þessu fyrir okkur að komast áfram í næstu umferð og þá erum við komnir á allt annað stig, þá vitum við ekkert hvort við mætum liði sem er mörgum sinnum stærra en við eða svipað. Stefnan er hins vegar sú að fara í Evrópuævintýri með KA.“ Kaldara loftslag í Reykjavík trufli ekki Heimavöllur KA er því miður ekki löglegur í komandi Evrópukeppni en fram undan er mikil uppbygging á knattspyrnuaðstöðunni hjá félaginu á Akureyri sem mun sjá til þess að félagið geti spilað mögulega leiki sína í Evrópu í heimahögunum á allra næstu árum. KA mun þess í stað spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum. Það hefur vart farið fram hjá landanum að mikil veðurblíða hefur verið ráðandi á Akureyri í sumar, slíkt hið sama er ekki að segja um veðurtíðina í Reykjavík. Hvernig verður það fyrir ykkur Norðanmenn að koma suður og spila í allt öðru loftslagi? „Við erum nú vanir því að koma suður og spila útileiki. Leikirnir fyrir Evrópuleikina eru akkúrat útileikir gegn KR og ÍBV. Svo eigum við Keflavík úti þannig við verðum búnir að venjast þessu,“ segir Hallgrímur og hlær. „Sumarið kemur nú yfirleitt þarna júní júlí.“ Akureyringar á faraldsdæti En á alvarlegri nótum segir Hallgrímur það auðvitað svekkjandi að geta ekki leikið Evrópuleikina á Akureyri. „Það er alveg hundleiðinlegt að við getum ekki gefið fólkinu okkar Evrópukeppni fyrir norðan þegar að svona langt hefur liðið frá síðustu Evrópuleikjum liðsins. Nýji leikvangurinn verður þó tilbúinn hjá okkur á næstu árum. Á hinn bóginn erum við gríðarlega ánægðir með að hafa fengið inn á Framvellinum. Það er flottur leikvangur og erum við þakklátir fyrir að það hafi gengið upp. Þetta er hörkuspennandi vegferð og svo þurfum við bara að vera duglegir við að trekkja að fólk á völlinn.“ Hann hefur engar áhyggjur af því að KA-fólk láti ekki sjá sig. „Ég skynja stemninguna þannig að fólk muni leggja það á sig að koma suður og styðja við bakið á okkur. Svo er náttúrulega alveg fullt af Akureyringum sem búa í bænum og þeir munu flykkjast á völlinn miðað við það sem ég hef heyrt.“ Hægt er að fylgjast með drættinum í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA hér. Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Dregið verður í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA í fótbolta klukkan 13:00 og eru tvö lið í pottinum, Víkingur Reykjavík og KA sem horfir fram á fyrstu leiki sína í Evrópukeppni í rúm tuttugu ár. „Stemningin er gríðarlega góð fyrir þessu, við erum í fyrsta skipti í Evrópukeppni í einhver tuttugu ár og það ríkir mikil spenna fyrir þessu verkefni,“ segir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í samtali við Vísi. „Við bíðum eftir því að sjá hvaða lið kemur upp úr hattinum og fram undan er spennandi mánuður fyrir okkur á öllum vígstöðvum. Við verðum að spila í Bestu deildinni, undanúrslitum bikarsins og svo kemur Evrópukeppnin þarna inn í. Það er því gríðarlega spennandi og mikilvægur mánuður fram undan.“ Frá leik KA í Bestu deildinni í sumarVísir/Hulda Margrét En hver eru markmið KA í Evrópu? „Evrópukeppnin er nú bara þannig að gæðin á þeim liðum sem við getum mætt eru mjög misjöfn. Við hugsum þetta bara eina umferð í einu, við ætlum okkur bara alltaf fara áfram og teljum, miðað við þessi fimm lið sem við getum mætt í þessari fyrstu umferð, að það sé ekkert lið sem við getum ekki unnið. Án þess að ég þekki öll þessi lið inn og út myndi ég segja að það séu tvö lið þarna sem gætu verið svipað sterk og okkar lið á pappírnum. Við ættum svo að vera sterkari en restin af liðunum.“ Liðin sem KA getur dregist á móti á eftir eru eftirfarandi: Linfield FC (N-Írland), Dundalk FC (Írland), Connah´s Quay Nomads FC (Wales), FC Progrés Niederkorn (Luxemborg) og Inter Club d´Escaldes (Andorra). „Ég held það sé fínn möguleiki í þessu fyrir okkur að komast áfram í næstu umferð og þá erum við komnir á allt annað stig, þá vitum við ekkert hvort við mætum liði sem er mörgum sinnum stærra en við eða svipað. Stefnan er hins vegar sú að fara í Evrópuævintýri með KA.“ Kaldara loftslag í Reykjavík trufli ekki Heimavöllur KA er því miður ekki löglegur í komandi Evrópukeppni en fram undan er mikil uppbygging á knattspyrnuaðstöðunni hjá félaginu á Akureyri sem mun sjá til þess að félagið geti spilað mögulega leiki sína í Evrópu í heimahögunum á allra næstu árum. KA mun þess í stað spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum. Það hefur vart farið fram hjá landanum að mikil veðurblíða hefur verið ráðandi á Akureyri í sumar, slíkt hið sama er ekki að segja um veðurtíðina í Reykjavík. Hvernig verður það fyrir ykkur Norðanmenn að koma suður og spila í allt öðru loftslagi? „Við erum nú vanir því að koma suður og spila útileiki. Leikirnir fyrir Evrópuleikina eru akkúrat útileikir gegn KR og ÍBV. Svo eigum við Keflavík úti þannig við verðum búnir að venjast þessu,“ segir Hallgrímur og hlær. „Sumarið kemur nú yfirleitt þarna júní júlí.“ Akureyringar á faraldsdæti En á alvarlegri nótum segir Hallgrímur það auðvitað svekkjandi að geta ekki leikið Evrópuleikina á Akureyri. „Það er alveg hundleiðinlegt að við getum ekki gefið fólkinu okkar Evrópukeppni fyrir norðan þegar að svona langt hefur liðið frá síðustu Evrópuleikjum liðsins. Nýji leikvangurinn verður þó tilbúinn hjá okkur á næstu árum. Á hinn bóginn erum við gríðarlega ánægðir með að hafa fengið inn á Framvellinum. Það er flottur leikvangur og erum við þakklátir fyrir að það hafi gengið upp. Þetta er hörkuspennandi vegferð og svo þurfum við bara að vera duglegir við að trekkja að fólk á völlinn.“ Hann hefur engar áhyggjur af því að KA-fólk láti ekki sjá sig. „Ég skynja stemninguna þannig að fólk muni leggja það á sig að koma suður og styðja við bakið á okkur. Svo er náttúrulega alveg fullt af Akureyringum sem búa í bænum og þeir munu flykkjast á völlinn miðað við það sem ég hef heyrt.“ Hægt er að fylgjast með drættinum í fyrstu umferð Sambandsdeildar UEFA hér.
Sambandsdeild Evrópu KA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira