Það er eftir að hann lýsti því yfir að rússneski herinn hefði skotið eldflaugum á herstöð Wagner.
Forsvarsmenn FSB, áður KGB, eru sagðir hafa gefið út handtökuskipun á hendur auðjöfursins og er hann sakaður um að kalla eftir byltingu í Rússlandi, samkvæmt RIA, sem er í eigu rússneska ríkisins. Ríkissaksóknari Rússlands segja að Prigozhin geti verið dæmdur til allt að tuttugu ára fangelsisvistar fyrir byltingaráróður.
Þá hefur RIA eftir forsvarsmönnum FSB að Prigozhin sé að stinga alla rússneska hermenn í bakið. RIA hefur einnig eftir Dmítrí Peskóv, talsmanni Vladimír Pútín, að forsetinn sé meðvitaður um ásakanirnar gegn Prigozhin og ummæli hans.
BBC í Rússlandi segir að verið sé að setja upp vegatálma í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Þá hafa bryndrekar sést á götum Rostov, en umrædd herstöð Wagner er sögð hafa verið nærri þeirri borg. Tass fréttaveitan, sem er einnig í eigu rússneska ríkisins, segja öryggisgæslu hafa verið aukna við opinberar stofnanir í Moskvu.
Forsvarsmenn Varnarmálaráðuneytis Úkraínu segjast einnig fylgjast náið með málum í Rússlandi en fregnir þaðan eru enn á miklu reiki.
We are watching.
— Defense of Ukraine (@DefenceU) June 23, 2023
Talsmenn Varnarmálaráðuneytisins segja enga árás hafa verið gerða á Wagner.
Hér að neðan má meðal annars sjá myndband sem Prigozhin birti í kvöld, sem hann segir hafa verið tekið í umræddri herstöð.
Wow. Now Prigozhin says that the council of Wagner commanders have decided to deal with the military leadership of Russia adding that he will destroy everyone who appears n his way. "I ask everyone to stay calm at home, do not go outside." https://t.co/sX8O7OhSkE
— Pjotr Sauer (@PjotrSauer) June 23, 2023
Rússneski herforinginn Sergei Surovikin, sem leiddi innrás Rússa í Úkraínu um tíma, hefur sent frá sér myndbandsávarp þar sem hann kallar eftir því að málaliðar Wagner fylgi ekki skipunum Prigozhin. Herfoinginn hefur verið talinn bandamaður auðjöfursins eftirlýsta.
Í ávarpinu segir hann rússneska hermenn berjast gegn ofurefli í Úkraínu en þeir standi á víglínunni þrátt fyrir það. Surovikin segir að Úkraínumenn geti nýtt sér óreiðu sem þessa og segir að ekki sé of seint fyrir málaliðana að fylgja skipunum Varnarmálaráðuneytisins.
Annar herforingi sem sagður er hafa verið vinveittur Wagner hefur birt tekið upp sambærilegt ávarp og Prigozhin, að virðist frá sama stað, en hann kallar einnig eftir því að málaliðarnir láti af ætlunum sínum.
Vladimir Alekseyev, another once Wagner-friendly general:
— max seddon (@maxseddon) June 23, 2023
"This is a stab in the back of the country and the president. Only the president has the right to appoint the military leadership, and you are trying to attack his authority. This is a state coup. Come to your senses!" pic.twitter.com/Zz7QRqZ1AM
Stuðningur við Prigozhin óljós
Á opinberri Telegramrás Wagner segir að þeir herforingjar sem skjálfi á beinum og biðji málaliðana um að hætta hafi skrifaði undir eigin dóm. Engin réttarhöld verði haldin og Surovikin eigi enn eftir að svara fyrir það að hörfa frá Kherson í fyrra.
Gagnrýni Prigozhin á Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur að miklu leyti snúist um það að Rússar hafi ekki gengið nógu hart fram í Úkraínu. Að rússneski herinn hafi haldið að sér höndum. Á áðurnefndri Telegramrás segir að Úkraínumenn ættu að hafa áhyggjur, því stríðið muni nú hefjast af alvöru.
Prigozhin segist hafa þúsundir manna á sínum snærum en enn sem komið er hafa engar sasnnanir fyrir því litið dagins ljós. Hann heldur því fram að málaliðar sínar sæki nú að borginni Rostov, sem er skammt frá landamærum Úkraínu, en engar myndir eða fregnir hafa borist sem sanna það.
For those of you new to this media environment. The main sources of info are an army that lies about everything; a warlord who owns an infamous troll factory and lied about it for years; and the Kremlin. And Russia destroyed the media, so there aren't any good independent sources
— max seddon (@maxseddon) June 23, 2023
Það að herforingjar hafi gefið út ávörp þar sem þeir biðja málaliða um að fylgja ekki skipunum auðjöfursins, að öryggisgæsla hafi verið aukin í Moskvu og neyðarfréttatími hafi verið haldinn klukkan tvö að nóttu til í Moskvu er þó til marks um að ráðamenn hafi einhverjar áhyggjur.
Gagnrýndi ráðuneytið harðlega í dag
Fyrr í dag sendi Prigozhin frá sér myndbandsávarp þar sem hann sagði yfirvöld í Rússlandi og þá sérstaklega forsvarsmenn varnarmálaráðuneytisins hafa logið að rússnesku þjóðinni. Hann sagði innrásina ekki hafa verið gerða vegna þeirra ástæðna sem Rússar hafa haldið fram.
Hann sagði Rússa hafa farið ránshendi um yfirráðasvæði þeirra á Donbassvæðinu svokallaða, frá því þeir tóku þar völd. Það hefðu ýmsir aðilar gert. Sumir þeirra tilheyrðu ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, aðrir leyniþjónustunni og enn aðrir væru auðjöfrar.
Auðjöfurinn sagði þessa aðila hafa rænt peningum af íbúum Donbas.

Prigozhin sagði í ávarpinu í morgun að rússneskir og úkraínskir hermenn og sjálfboðaliðar hafi skipst á skotum í austurhluta Úkraínu í gegnum árin og það hafi verið mismikið. Hins vegar hafi Varnarmálaráðuneytið logið því að Úkraínumenn hafi verið að gera umfangsmiklar árásir og að undirbúa stærðarinnar árás í samvinnu við Atlantshafsbandalagið.
„Hin svokallaða sértæka hernaðaraðgerð hófst því af allt öðrum ástæðum,“ sagði Prigozhin. Hann segir Shoigu hafa viljað auka völd sín með því að koma á stríði og að valdamiklir menn í Rússlandi hafi viljað fara ránshendi um Úkraínu.
Prigozhin released today a new interview going over the current state of affairs as well as looking back at the events preceding the start of the "SMO". In this first bit, he explains that the Donbas was plundered by Russians since 2014 and the 2022 war began for reasons very pic.twitter.com/7jOxrPXeX1
— Dmitri (@wartranslated) June 23, 2023
Prigozhin og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Auðjöfurinn hefur ítrekað sakað ráðherrann um að halda aftur af vopna- og skotfærasendingum til málaliða Wagner og það jafnvel vísvitandi, svo mannfall meðal málaliðanna yrði mikið.
Prigozhin hefur sakað Shoigu og rússneska herforingja um vanhæfi, spillingu og lygar. Mörgum af þessum ásökunum hefur Prigozhin varpað fram opinberlega en hann hefur þó forðast það að gagnrýna Pútín sjálfan.
Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Prigozhin skýtur á réttlætingar yfirvalda í Rússlandi á innrásinni í Úkraínu. Auðjöfurinn hefur líklega ekki gengið eins hart fram áður í gagnrýni sinni á varnarmálaráðuneytið.
Forsvarsmenn ráðuneytisins hafa unnið að því að innleiða alla málaliðahópa Rússlands í herinn. Wagner er lang stærsti hópurinn og Prigozhin hafði sagt að ekki kæmi til greina að málaliðar hans myndu heyra beint undir Shoigu.

Sagði rússneska herforingja ljúga
Seinna í umræddu myndbandi sagði Prigozhin að rússneskir herforingjar væru að ljúga um hvað væri að gerast á víglínunum í Úkraínu. Rússar væru á undanhaldi í bæði Saporisjía og í Kherson.
„Það sem okkur er sagt er algjör lygi og við munum ekki komast að sannleikanum, fyrr en eins og í Lyman, í Kherson og annars staðar, þar sem þessi drullusokkar komast að því að þeir hafa tapað stóru landsvæði, munu koma saman og lýsa því yfir að þeir hörfuðu til betri varnarlína.“
Sjá einnig: Gengur hægar en vonast var eftir
Prigozhin sagði það sama vera að gerast við Bakhmut, þar sem úkraínskir hermenn væru að brjóta sér leið dýpra í varnir Rússa. Fjölmargir rússneskir hermenn væru að falla og særast.
In this round of "Prigozhin tells it all", the terrorist says Russian army is retreating in several directions and is washed in blood.
— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) June 23, 2023
He blames Shoigu for faking reports to Putin and predicts more "regroupings" of Russian military. pic.twitter.com/3X7Fj2Ft5X