„Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2023 11:42 Ekki hefur náðst í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ekki gott að segja til um hvort nýjustu fregnir varðandi söluna á Íslandsbanka hafi áhrif á stöðu hans sem fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir svör bankastjóra Íslandsbanka varðandi sáttagreiðslu bankans við fjármálaeftirlitið í meira lagi loðin. Hún kallar eftir útskýringum fjármálaráðherra sem beri ábyrgð á málinu og segir ekki eðlilegt að menn leggi á flótta þegar svara er krafist. Bjarni Benediktsson hyggst ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Íslandsbanka hefur verið gert að greiða tæpa 1,2 milljarða króna vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Um er að ræða langhæstu sekt sem fjármálafyrirtæki hefur þurft að greiða vegna lögbrota sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið til rannsóknar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, segir að í ljósi nýjustu frétta sé krafan um rannsóknarskýrslu Alþingis jafn skýr núna og hún var þegar minnihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar lagði hana til í vetur. „Það er auðvitað ljóst að meirihluti stjórnarflokkanna vildi ekki stofna slíka rannsóknarnefnd þegar við lukum málinu í nefndinni með tveimur álitum. Þá vissum við auðvitað að það væri von á niðurstöðu í rannsókn Fjármálaeftirlitsins sem er sjálfstæð rannsókn og ekki á okkar vegum,“ segir Þórunn. „En við vissum bara ekki hvenær hún kæmi og nú er hún komin þó það sé reyndar ekki búið að birta hana. Við þurfum auðvitað að fá hana í hendur og skoða hana.“ Er ekki sérstakt að þú sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sért ekki upplýst um alla þætti málsins og bíði bara eftir upplýsingum? „Í rauninni ekki. Af því leiti að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var með skýrsluna á sínu borði og lauk umfjöllun um hana. Nefndin náði ekki sameiginlegri niðurstöðu um þá skýrslu og við í minnihlutanum töldum að málið væri ekki fullrannsakað. Fjármálaeftirlitið hefur sjálfstæðar rannsóknarheimildir og er ekki undir eftirliti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „En það hins vegar hlýtur að gerast að það verði fjallað um það mál í Efnahags- og viðskipanefnd og svo munum við í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að sjálfsögðu skoða aftur kröfuna um rannsóknarskýrslu.“ Bjarni ætlar ekki að tjá sig Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ljóst að brotalamir hafi verið á framkvæmdinni á sölu í hlut bankans en upphæð sektarinnar hafi komið sér á óvart. Hún viðurkennir alvarleg brot bankans og biðst afsökunar á mistökum við sölu hans en hyggst ekki láta af störfum sem bankastjóri. Þórunn segir svör bankastjóra í mjög loðin, svo ekki sé dýpra í árina tekið. „Ég vil fá skýr svör frá bankanum og svo að sjálfsögðu frá fjármálaráðherra. Það hefur legið fyrir frá upphafi að það er fjármálaráðherra sem ber ábyrgð á þessari framkvæmd, framkvæmd sölunnar og hvernig það fór allt saman. En svo er auðvitað ábyrgðarkeðja sem nær til bankasýslunnar, Íslandsbanka og annarra sem sáu um þessa sölu.“ Aðspurð um hvort hún telji að málið hafi áhrif á stöðu fjármálaráðherra segir Þórunn ekki gott að segja til um það. „Það fer eftir því hvað félagar hans i Sjálfstæðisflokknum segja og auðvitað hvað aðrir stjórnarflokkar hafa til málsins að leggja.“ Ekki hefur náðst í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra síðasta sólarhringinn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. Aðstoðarmaður hans sagði hann ekki munu tjá sig um helgina en vísaði á tilkynningu frá ráðuneytinu þar sem segir að ekki sé tímabært að taka efnislega afstöðu til málsins. Þetta segir Þórunn óeðlilegt. Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Alþingi Tengdar fréttir Bankasýslan hafði enga aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins Bankasýsla ríkisins segist ekki hafa haft neina aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins í tengslum við bankasöluna á síðasta ári. Bankasýslan segist ekki geta brugðist við fréttunum þar sem sáttin hefur ekki verið birt. 23. júní 2023 17:40 Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. 23. júní 2023 15:39 Bankastjóri íhugar ekki að segja af sér Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, íhugar ekki að segja af sér þrátt fyrir að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot og verið gert að greiða 1,16 milljarða króna sekt. Þingmaður segir útskýringar stjórnar bankans tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 23. júní 2023 12:27 Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Íslandsbanka hefur verið gert að greiða tæpa 1,2 milljarða króna vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Um er að ræða langhæstu sekt sem fjármálafyrirtæki hefur þurft að greiða vegna lögbrota sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið til rannsóknar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, segir að í ljósi nýjustu frétta sé krafan um rannsóknarskýrslu Alþingis jafn skýr núna og hún var þegar minnihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar lagði hana til í vetur. „Það er auðvitað ljóst að meirihluti stjórnarflokkanna vildi ekki stofna slíka rannsóknarnefnd þegar við lukum málinu í nefndinni með tveimur álitum. Þá vissum við auðvitað að það væri von á niðurstöðu í rannsókn Fjármálaeftirlitsins sem er sjálfstæð rannsókn og ekki á okkar vegum,“ segir Þórunn. „En við vissum bara ekki hvenær hún kæmi og nú er hún komin þó það sé reyndar ekki búið að birta hana. Við þurfum auðvitað að fá hana í hendur og skoða hana.“ Er ekki sérstakt að þú sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sért ekki upplýst um alla þætti málsins og bíði bara eftir upplýsingum? „Í rauninni ekki. Af því leiti að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var með skýrsluna á sínu borði og lauk umfjöllun um hana. Nefndin náði ekki sameiginlegri niðurstöðu um þá skýrslu og við í minnihlutanum töldum að málið væri ekki fullrannsakað. Fjármálaeftirlitið hefur sjálfstæðar rannsóknarheimildir og er ekki undir eftirliti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „En það hins vegar hlýtur að gerast að það verði fjallað um það mál í Efnahags- og viðskipanefnd og svo munum við í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að sjálfsögðu skoða aftur kröfuna um rannsóknarskýrslu.“ Bjarni ætlar ekki að tjá sig Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ljóst að brotalamir hafi verið á framkvæmdinni á sölu í hlut bankans en upphæð sektarinnar hafi komið sér á óvart. Hún viðurkennir alvarleg brot bankans og biðst afsökunar á mistökum við sölu hans en hyggst ekki láta af störfum sem bankastjóri. Þórunn segir svör bankastjóra í mjög loðin, svo ekki sé dýpra í árina tekið. „Ég vil fá skýr svör frá bankanum og svo að sjálfsögðu frá fjármálaráðherra. Það hefur legið fyrir frá upphafi að það er fjármálaráðherra sem ber ábyrgð á þessari framkvæmd, framkvæmd sölunnar og hvernig það fór allt saman. En svo er auðvitað ábyrgðarkeðja sem nær til bankasýslunnar, Íslandsbanka og annarra sem sáu um þessa sölu.“ Aðspurð um hvort hún telji að málið hafi áhrif á stöðu fjármálaráðherra segir Þórunn ekki gott að segja til um það. „Það fer eftir því hvað félagar hans i Sjálfstæðisflokknum segja og auðvitað hvað aðrir stjórnarflokkar hafa til málsins að leggja.“ Ekki hefur náðst í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra síðasta sólarhringinn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu. Aðstoðarmaður hans sagði hann ekki munu tjá sig um helgina en vísaði á tilkynningu frá ráðuneytinu þar sem segir að ekki sé tímabært að taka efnislega afstöðu til málsins. Þetta segir Þórunn óeðlilegt. Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Íslandsbanki Alþingi Tengdar fréttir Bankasýslan hafði enga aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins Bankasýsla ríkisins segist ekki hafa haft neina aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins í tengslum við bankasöluna á síðasta ári. Bankasýslan segist ekki geta brugðist við fréttunum þar sem sáttin hefur ekki verið birt. 23. júní 2023 17:40 Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. 23. júní 2023 15:39 Bankastjóri íhugar ekki að segja af sér Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, íhugar ekki að segja af sér þrátt fyrir að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot og verið gert að greiða 1,16 milljarða króna sekt. Þingmaður segir útskýringar stjórnar bankans tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 23. júní 2023 12:27 Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Bankasýslan hafði enga aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins Bankasýsla ríkisins segist ekki hafa haft neina aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins í tengslum við bankasöluna á síðasta ári. Bankasýslan segist ekki geta brugðist við fréttunum þar sem sáttin hefur ekki verið birt. 23. júní 2023 17:40
Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn. 23. júní 2023 15:39
Bankastjóri íhugar ekki að segja af sér Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, íhugar ekki að segja af sér þrátt fyrir að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot og verið gert að greiða 1,16 milljarða króna sekt. Þingmaður segir útskýringar stjórnar bankans tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 23. júní 2023 12:27
Íslandsbanki sektaður um rúman milljarð vegna útboðsins Íslandsbanki hefur þegið boð fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um að ljúka málinu um útboð á hlutum bankans með sátt. Íslandsbanki mun greiða rúman milljarð í sekt vegna alvarlegra brota sem hann gengst við. Þrátt fyrir þetta hækka afkomuspár bankans. 22. júní 2023 22:25