Hafna forsendum tilgátu um leka úr veirustofnun Wuhan Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2023 15:18 Kínverjar hafa ekki verið samvinnuþýðir við rannsókn á uppruna kórónuveirufaraldursins. Það hefur skapað tómarúm fyrir ýmsar tilgátur eins og að veiran hafi borist fyrir slysni eða vísvitandi frá Veirufræðistofnuninni í Wuhan. Vísir/EPA Ekkert bendir til þess að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi verið rannsakað í Wuhan eða að slys hafi komið upp á rannsóknastofu þar áður en heimsfaraldur blossaði upp, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru enn innan bandarísku leyniþjónustunnar um uppruna faraldursins. Þrátt fyrir að vísindamenn telji að SARS-CoV-2, nýtt afbrigði kórónuveiru, hafi fyrst borist í menn á markaði með lifandi dýr í Wuhan í Kína árið 2019 hafa háværar raddir ekki þagnað um að veiran hafi í raun borist frá Veirurannsóknastofnun Wuhan, annað hvort fyrir slysni eða vísvitandi. Fylgismenn þeirrar tilgátu vísa til óbeinna vísbendinga, þar á meðal um veikindi vísindamanna við stofnunina um það leyti sem veiran greindist fyrst í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa blásið í glæður tilraunastofulekatilgátunnar með því að neita erlendum sérfræðingum um aðgang að upplýsingum um uppruna veirunnar, þar á meðal hvaða veirur voru rannsakaðar í stofnuninni í Wuhan. Deilurnar um uppruna veirunnar hafa orðið að hápólitísku máli í Bandaríkjunum þar sem repúblikanar aðhyllast margir þá tilgátu að veiran hafi sloppið af tilraunastofu. Þingnefndir sem repúblikanar stýra rannsaka nú ásakanir þeirra um að Bandaríkjastjórn hafi átt þátt í faraldrinum með því að styrkja rannsóknir á kórónaveirum í Wuhan. Ekkert sem bendir til slyss eða forvera veirunnar Skýrsla skrifstofu forstöðumanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) sem var birt á föstudag rennir ekki stoðum undir tilagátuna um leka frá tilraunastofu og hrekur sumar forsendur hennar. Hún byggir á þeim upplýsingum sem sautján leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa viðað að sér um uppruna veirunnar. Veirufræðistofnun Wuhan vann með ýmis konar veirur, þar á meðal kórónuveirur, stundum í samstarfi við kínverska herinn. Enginn þeirra gat þó verið forveri SARS-CoV-2, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Kínverska stofnunin hafi fyrst fengið sýni af veirunni seint í desember 2019, eftir að dularfull öndunarfærasýking greindist fyrst í mönnum, að því er segir í frétt Washington Post um skýrsluna. Þó að sumum öryggisráðstöfunum hafi verið ábótavant á rannsóknastofunni er leyniþjónustunni ekki kunnugt um neitt óhapp þar sem tengdist starfsmönnum sem gæti hafa komið kórónuveirufaraldrinum af stað. Sprautur með bóluefni gegn Covid-19. Veiran barst fyrst í menn í Wuhan í Kína undir lok árs 2019 en dreifði sér svo um allan heim. Milljónir manna létust í faraldrinum.AP/Mark J. Terrill Vísindalegu vísbendingarnar „skýrar“ Bandaríska leyniþjónustan fann heldur engin tengsl á milli þriggja starfsmanna veirufræðistofnunarinnar sem veiktust af öndunarfærasjúkdómum í nóvember árið 2019 við upphaf faraldursins. Staðfest sé að einhverjir þeirra hafi greinst með aðra sjúkdóma. „Við höfum engar vísbendingar um að nokkur þessara rannsakenda hafi verið lagðir inn á sjúkrahús með einkenni sem passa við Covid-19,“ segir í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar. Veikindi fólksins hvorki styðji né hreki hvora tilgátuna um uppruna faraldursins um sig. Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar orkumálastofnun Bandaríkjanna virtist leggja meiri trúnað á tilgátuna um leka af tilraunastofu en aðrar bandarískar stofnanir. Vissa stofnunarinnar fyrir því áliti var þó lág. Í skýrslu forstöðumanns leyniþjónustunnar nú segir að skiptar skoðanir séu á uppruna faraldursins innan bandaríska leyniþjónustusamfélagsins. Fjórar stofnanir telji veiruna hafa borist úr dýrum í menn en tvær telji veirunar komna af tilraunastofu. Leyniþjónustan CIA og fleiri stofnanir hafa ekki tekið afstöðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Repúblikanar sem rannsaka uppruna faraldursins fögnuðu birtingu skýrslunnar en sögðu að rannsaka yrði málið ítarlegar. Angela Rasmussen, veirufræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur verið gagnrýnin á tilraunastofutilgátuna, segir ástæðuna fyrir því að leyniþjónustuskýrslan varpaði ekki nýju ljósi á upptök faraldursins þá að það hafi frá upphafi verið vísindalegt álitamál frekar en leyniþjónustumál. „Og vísindalegu sönnunargögnin ERU skýr,“ tísti hún þegar skýrslan var birt. Vísaði hún í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Scince í fyrra um að veiran hefði borist í menn úr dýrum á Huanan-sjávaréttamarkaðinum í Wuhan. Good morning. The reason why this contains no clarity on origins thanks to this declassified report is that this has always been a scientific question rather than an intelligence question.And the scientific evidence IS clear. https://t.co/9XY1yIIbNQ— Dr. Angela Rasmussen (@angie_rasmussen) June 24, 2023 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opinbera gögn um rannsóknir á uppruna Covid-19 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að allar upplýsingar sem stjórnvöld vestanhafs búa yfir um uppruna kórónuveirunnar SARS-CoV-2 verði gerðar opinberar. 21. mars 2023 08:27 Bandaríkjamenn opinbera gögn um rannsóknir á uppruna Covid-19 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að allar upplýsingar sem stjórnvöld vestanhafs búa yfir um uppruna kórónuveirunnar SARS-CoV-2 verði gerðar opinberar. 21. mars 2023 08:27 Uppruni Covid: Spjótin beinast að marðarhundum en mikilvæg gögn hurfu Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gagnrýndi kínverska embættismenn í gær fyrir að hylma yfir rannsóknir sem gætu varpað ljósi á uppruna Covid-19. Forsvarsmenn WHO spurðu af hverju gögn sem birtust á netinu í janúar og hurfu aftur þegar vísindamenn fóru að spyrjast fyrir um þau, voru ekki birt strax fyrir þremur árum og af hverju þau voru fjarlægð aftur. 18. mars 2023 07:52 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Þrátt fyrir að vísindamenn telji að SARS-CoV-2, nýtt afbrigði kórónuveiru, hafi fyrst borist í menn á markaði með lifandi dýr í Wuhan í Kína árið 2019 hafa háværar raddir ekki þagnað um að veiran hafi í raun borist frá Veirurannsóknastofnun Wuhan, annað hvort fyrir slysni eða vísvitandi. Fylgismenn þeirrar tilgátu vísa til óbeinna vísbendinga, þar á meðal um veikindi vísindamanna við stofnunina um það leyti sem veiran greindist fyrst í Kína. Kínversk stjórnvöld hafa blásið í glæður tilraunastofulekatilgátunnar með því að neita erlendum sérfræðingum um aðgang að upplýsingum um uppruna veirunnar, þar á meðal hvaða veirur voru rannsakaðar í stofnuninni í Wuhan. Deilurnar um uppruna veirunnar hafa orðið að hápólitísku máli í Bandaríkjunum þar sem repúblikanar aðhyllast margir þá tilgátu að veiran hafi sloppið af tilraunastofu. Þingnefndir sem repúblikanar stýra rannsaka nú ásakanir þeirra um að Bandaríkjastjórn hafi átt þátt í faraldrinum með því að styrkja rannsóknir á kórónaveirum í Wuhan. Ekkert sem bendir til slyss eða forvera veirunnar Skýrsla skrifstofu forstöðumanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) sem var birt á föstudag rennir ekki stoðum undir tilagátuna um leka frá tilraunastofu og hrekur sumar forsendur hennar. Hún byggir á þeim upplýsingum sem sautján leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa viðað að sér um uppruna veirunnar. Veirufræðistofnun Wuhan vann með ýmis konar veirur, þar á meðal kórónuveirur, stundum í samstarfi við kínverska herinn. Enginn þeirra gat þó verið forveri SARS-CoV-2, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Kínverska stofnunin hafi fyrst fengið sýni af veirunni seint í desember 2019, eftir að dularfull öndunarfærasýking greindist fyrst í mönnum, að því er segir í frétt Washington Post um skýrsluna. Þó að sumum öryggisráðstöfunum hafi verið ábótavant á rannsóknastofunni er leyniþjónustunni ekki kunnugt um neitt óhapp þar sem tengdist starfsmönnum sem gæti hafa komið kórónuveirufaraldrinum af stað. Sprautur með bóluefni gegn Covid-19. Veiran barst fyrst í menn í Wuhan í Kína undir lok árs 2019 en dreifði sér svo um allan heim. Milljónir manna létust í faraldrinum.AP/Mark J. Terrill Vísindalegu vísbendingarnar „skýrar“ Bandaríska leyniþjónustan fann heldur engin tengsl á milli þriggja starfsmanna veirufræðistofnunarinnar sem veiktust af öndunarfærasjúkdómum í nóvember árið 2019 við upphaf faraldursins. Staðfest sé að einhverjir þeirra hafi greinst með aðra sjúkdóma. „Við höfum engar vísbendingar um að nokkur þessara rannsakenda hafi verið lagðir inn á sjúkrahús með einkenni sem passa við Covid-19,“ segir í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar. Veikindi fólksins hvorki styðji né hreki hvora tilgátuna um uppruna faraldursins um sig. Athygli vakti fyrr á þessu ári þegar orkumálastofnun Bandaríkjanna virtist leggja meiri trúnað á tilgátuna um leka af tilraunastofu en aðrar bandarískar stofnanir. Vissa stofnunarinnar fyrir því áliti var þó lág. Í skýrslu forstöðumanns leyniþjónustunnar nú segir að skiptar skoðanir séu á uppruna faraldursins innan bandaríska leyniþjónustusamfélagsins. Fjórar stofnanir telji veiruna hafa borist úr dýrum í menn en tvær telji veirunar komna af tilraunastofu. Leyniþjónustan CIA og fleiri stofnanir hafa ekki tekið afstöðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Repúblikanar sem rannsaka uppruna faraldursins fögnuðu birtingu skýrslunnar en sögðu að rannsaka yrði málið ítarlegar. Angela Rasmussen, veirufræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur verið gagnrýnin á tilraunastofutilgátuna, segir ástæðuna fyrir því að leyniþjónustuskýrslan varpaði ekki nýju ljósi á upptök faraldursins þá að það hafi frá upphafi verið vísindalegt álitamál frekar en leyniþjónustumál. „Og vísindalegu sönnunargögnin ERU skýr,“ tísti hún þegar skýrslan var birt. Vísaði hún í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Scince í fyrra um að veiran hefði borist í menn úr dýrum á Huanan-sjávaréttamarkaðinum í Wuhan. Good morning. The reason why this contains no clarity on origins thanks to this declassified report is that this has always been a scientific question rather than an intelligence question.And the scientific evidence IS clear. https://t.co/9XY1yIIbNQ— Dr. Angela Rasmussen (@angie_rasmussen) June 24, 2023
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opinbera gögn um rannsóknir á uppruna Covid-19 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að allar upplýsingar sem stjórnvöld vestanhafs búa yfir um uppruna kórónuveirunnar SARS-CoV-2 verði gerðar opinberar. 21. mars 2023 08:27 Bandaríkjamenn opinbera gögn um rannsóknir á uppruna Covid-19 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að allar upplýsingar sem stjórnvöld vestanhafs búa yfir um uppruna kórónuveirunnar SARS-CoV-2 verði gerðar opinberar. 21. mars 2023 08:27 Uppruni Covid: Spjótin beinast að marðarhundum en mikilvæg gögn hurfu Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gagnrýndi kínverska embættismenn í gær fyrir að hylma yfir rannsóknir sem gætu varpað ljósi á uppruna Covid-19. Forsvarsmenn WHO spurðu af hverju gögn sem birtust á netinu í janúar og hurfu aftur þegar vísindamenn fóru að spyrjast fyrir um þau, voru ekki birt strax fyrir þremur árum og af hverju þau voru fjarlægð aftur. 18. mars 2023 07:52 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Bandaríkjamenn opinbera gögn um rannsóknir á uppruna Covid-19 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að allar upplýsingar sem stjórnvöld vestanhafs búa yfir um uppruna kórónuveirunnar SARS-CoV-2 verði gerðar opinberar. 21. mars 2023 08:27
Bandaríkjamenn opinbera gögn um rannsóknir á uppruna Covid-19 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að allar upplýsingar sem stjórnvöld vestanhafs búa yfir um uppruna kórónuveirunnar SARS-CoV-2 verði gerðar opinberar. 21. mars 2023 08:27
Uppruni Covid: Spjótin beinast að marðarhundum en mikilvæg gögn hurfu Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gagnrýndi kínverska embættismenn í gær fyrir að hylma yfir rannsóknir sem gætu varpað ljósi á uppruna Covid-19. Forsvarsmenn WHO spurðu af hverju gögn sem birtust á netinu í janúar og hurfu aftur þegar vísindamenn fóru að spyrjast fyrir um þau, voru ekki birt strax fyrir þremur árum og af hverju þau voru fjarlægð aftur. 18. mars 2023 07:52