Þurfi að sýna grimmd gegn lítt þekktum andstæðingi: „Á svo margt eftir að gerast“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2023 12:30 Óskar Hrafn stýrir sínum mönnum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld Vísir/Hulda Margrét Stemningin er góð í herbúðum karlaliðs Breiðabliks í fótbolta sem hefur vegferð sína í Evrópu í dag á heimavelli gegn Tre Penne frá San Marínó. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, hefur þurft að nýta sér krókaleiðir til þess að afla sér upplýsingar um andstæðinginn en segist hafa góða mynd af því sem er í vændum. Forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst í dag á Kópavogsvelli og í kvöld hefja Íslandsmeistarar Breiðabliks vegferð sína í Evrópukeppni í undanúrslitaleik gegn Tre Penne frá San Marínó. „Þetta leggst mjög vel í mig, það ríkir mikil tilhlökkun í leikmannahópnum og er um að ræða skemmtilegt krydd fyrir okkur í sumarið,“ segir Óskar Hrafn, þjálfari Blika, í samtali við Vísi. Andstæðingur kvöldsins er Tre Penne frá San Marínó, landsmeistari þar í landi og lið sem hefur gengið erfiðlega fyrir Óskar og hans starfslið að afla sér upplýsinga um. „Það hefur ekki verið einfalt. Upptökur af leikjum þeirra í deildinni heima fyrir liggja ekki á þeim greiningarforritum sem við höfum aðgang að. Við höfum því þurft að fara krókaleiðir til þess að fá upptökur af leikjum þeirra og teljum okkur hafa þokkalega skýra mynd af þeim. Vissulega hafa átt sér stað töluverðar mannabreytingar hjá liðinu með fimm til sex nýjum leikmönnum og því um töluvert breytt lið hjá þeim frá liðinu sem tryggði þeim meistaratitilinn heima fyrir fyrir um mánuði síðan.“ Þurfa að einblína á hraða og grimmd Óskar Hrafn býst við leik þar sem Breiðablik muni hafa boltann meira. „Tre Penne mun bíða og reyna að sækja hratt á okkur, reyna að notfæra sér hver þau mistök sem við gætum gert í okkar uppspili. Við þurfum því að gera hlutina hratt, þar liggur grunnurinn að góðri frammistöðu og góðum úrslitum fyrir okkur. Við þurfum að spila boltanum hratt, þurfum að sækja hratt, pressa þá af grimmd og verjast af grimmd ofarlega á vellinum. Það er lykillinn.“ Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Evrópuleik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrraVísir/Getty Erfitt að meta styrkleika liðanna Fjögur lið taka þátt í forkeppninni sem samanstendur af undanúrslitum og úrslitaleik sem fer fram á föstudaginn kemur en sigurlið keppninnar tryggir sér einvígi við írska liðið Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar. Auk Breiðabliks og Tre Penne eru Inter Club d´Escaldes frá Andorra og Buducnost frá Svartfjallalandi einnig í umræddri forkeppni og mætast þau akkúrat í fyrri undanúrslitaleiknum á Kópavogsvelli sem hefst klukkan eitt. Myndirðu segja að Breiðablik sé líklegast til afreka í þessari forkeppni af þessum liðum? „Það er voðalega erfitt fyrir mig að segja til um það. Við spiluðum við Buducnost í fyrra og það er öflugt og líkamlega sterkt lið. Mér finnst því voðalega erfitt að segja að við séum eitthvað sigurstranglegri heldur en aðrir. Maður mun hafa skýrari mynd af styrkleikum allra liðanna eftir leiki dagsins en staðan er náttúrulega þannig að við ætlum okkur að vinna þennan leik í kvöld og tryggja okkur í úrslitaleikinn. Svo er sá leikur bara með sitt eigið líf. Það má ekki gera mikið af mistökum í Evrópuleikjunum, þér er refsað fyrir þau. Við þurfum bara að eiga virkilega sterka viku til þess að gera eitthvað og fara áfram í undankeppnina.“ Skemmtilegt ævintýri Gengi Breiðabliks heima fyrir í Bestu deildinni undanfarið hefur verið dálítið stöngin út og í síðustu umferð lá liðið 5-2 gegn grönnum sínum í HK. Er kærkomið á þessum tímapunkti að skipta aðeins um fókus og einblína á þessa Evrópuleiki? „Aðallega erum við bara að horfa á þetta þannig að Evrópuleikirnir eru skemmtileg tilbreyting fyrir okkur. Frá þessum leikjum eigum við góðar minningar undanfarin tvö ár og oft á tíðum hefur þátttaka okkar í Evrópuleikjum orðið að góðum takti fyrir okkur inn í seinni hluta mótsins. Fyrst og síðast er þetta auðvitað bara skemmtilegt ævintýri fyrir okkur að taka þátt í. Það eru forréttindi að spila í Evrópukeppni, forréttindi að fá að máta sig við erlend lið og vera fulltrúi Íslands í þessum keppnum. Það er aðallega það sem við tökum frá þessu. Deildin bíður bara eftir okkur og við tökum á henni þegar að þar að kemur.“ Breiðablik hefur háð eftirminnileg einvígi við þekkt félög í Evrópukeppni undanfarin ár. Til að mynda mætti liðið Aberdeen frá Skotlandi á Laugardalsvelli árið 2021.Vísir/Getty „Auðvitað er það þannig að maður reynir að fara eins langt og maður kemst í þessu. Þegar að Evrópukeppnin setur maður ekki einhvern ákveðinn punkt á kortið og segist ætla að stoppa þar. Maður reynir að komast eins langt og kostur er. Við þurfum hins vegar að vera raunsæir og átta okkur á því að það að fara langt í Evrópukeppninni, jafnvel lengra en við höfum farið síðustu tvö ár, sem er í þriðju umferð í Sambandsdeildinni, þá þarf mjög margt að ganga upp. Þú þarft að eiga framúrskarandi leiki, þarft að vera heppinn með andstæðinga og allir þínir bestu leikmenn þurfa að vera heilir og í sínu besta standi.“ Á margt eftir að gerast Það sé því auðveldara að setja sér frammistöðu markmið þegar kemur að þátttöku í Evrópukeppni heldur en úrslitamarkmið. „Frammistöðu markmiðið verður að vera það að vera betri í teigunum á móti liðinu sem eru fyrir fram kannski talin jafn sterk og eða betri en við á pappírnum. Það held ég að sé markmiðið okkar og við verðum svo bara að sjá til hvert það leiðir okkur. Þetta er svo löng leið núna og erfitt að hugsa eitthvað lengra heldur en bara á þessa einstöku forkeppni því það á svo margt eftir að gerast á þessari viku. Við höfum fundið það, að þegar að við spilum á móti góðum liðum, þá megum við ekki slökkva á okkur þegar að við erum að verjast því þá verður okkur refsað. Við þurfum að vera betri í að nýta þau færi sem við fáum, sýna meiri einbeitingu í teigunum báðum.“ Leikur Breiðabliks og Tre Penne í forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin þar hefst klukkan 18:50. Þá er fyrri leikur forkeppninnar, milli Inter Club d´Escaldes og FK Buducnost, einnig sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en flautað verður til leiks á Kópavogsvelli í þeim leik klukkan 13:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst í dag á Kópavogsvelli og í kvöld hefja Íslandsmeistarar Breiðabliks vegferð sína í Evrópukeppni í undanúrslitaleik gegn Tre Penne frá San Marínó. „Þetta leggst mjög vel í mig, það ríkir mikil tilhlökkun í leikmannahópnum og er um að ræða skemmtilegt krydd fyrir okkur í sumarið,“ segir Óskar Hrafn, þjálfari Blika, í samtali við Vísi. Andstæðingur kvöldsins er Tre Penne frá San Marínó, landsmeistari þar í landi og lið sem hefur gengið erfiðlega fyrir Óskar og hans starfslið að afla sér upplýsinga um. „Það hefur ekki verið einfalt. Upptökur af leikjum þeirra í deildinni heima fyrir liggja ekki á þeim greiningarforritum sem við höfum aðgang að. Við höfum því þurft að fara krókaleiðir til þess að fá upptökur af leikjum þeirra og teljum okkur hafa þokkalega skýra mynd af þeim. Vissulega hafa átt sér stað töluverðar mannabreytingar hjá liðinu með fimm til sex nýjum leikmönnum og því um töluvert breytt lið hjá þeim frá liðinu sem tryggði þeim meistaratitilinn heima fyrir fyrir um mánuði síðan.“ Þurfa að einblína á hraða og grimmd Óskar Hrafn býst við leik þar sem Breiðablik muni hafa boltann meira. „Tre Penne mun bíða og reyna að sækja hratt á okkur, reyna að notfæra sér hver þau mistök sem við gætum gert í okkar uppspili. Við þurfum því að gera hlutina hratt, þar liggur grunnurinn að góðri frammistöðu og góðum úrslitum fyrir okkur. Við þurfum að spila boltanum hratt, þurfum að sækja hratt, pressa þá af grimmd og verjast af grimmd ofarlega á vellinum. Það er lykillinn.“ Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Evrópuleik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í fyrraVísir/Getty Erfitt að meta styrkleika liðanna Fjögur lið taka þátt í forkeppninni sem samanstendur af undanúrslitum og úrslitaleik sem fer fram á föstudaginn kemur en sigurlið keppninnar tryggir sér einvígi við írska liðið Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar. Auk Breiðabliks og Tre Penne eru Inter Club d´Escaldes frá Andorra og Buducnost frá Svartfjallalandi einnig í umræddri forkeppni og mætast þau akkúrat í fyrri undanúrslitaleiknum á Kópavogsvelli sem hefst klukkan eitt. Myndirðu segja að Breiðablik sé líklegast til afreka í þessari forkeppni af þessum liðum? „Það er voðalega erfitt fyrir mig að segja til um það. Við spiluðum við Buducnost í fyrra og það er öflugt og líkamlega sterkt lið. Mér finnst því voðalega erfitt að segja að við séum eitthvað sigurstranglegri heldur en aðrir. Maður mun hafa skýrari mynd af styrkleikum allra liðanna eftir leiki dagsins en staðan er náttúrulega þannig að við ætlum okkur að vinna þennan leik í kvöld og tryggja okkur í úrslitaleikinn. Svo er sá leikur bara með sitt eigið líf. Það má ekki gera mikið af mistökum í Evrópuleikjunum, þér er refsað fyrir þau. Við þurfum bara að eiga virkilega sterka viku til þess að gera eitthvað og fara áfram í undankeppnina.“ Skemmtilegt ævintýri Gengi Breiðabliks heima fyrir í Bestu deildinni undanfarið hefur verið dálítið stöngin út og í síðustu umferð lá liðið 5-2 gegn grönnum sínum í HK. Er kærkomið á þessum tímapunkti að skipta aðeins um fókus og einblína á þessa Evrópuleiki? „Aðallega erum við bara að horfa á þetta þannig að Evrópuleikirnir eru skemmtileg tilbreyting fyrir okkur. Frá þessum leikjum eigum við góðar minningar undanfarin tvö ár og oft á tíðum hefur þátttaka okkar í Evrópuleikjum orðið að góðum takti fyrir okkur inn í seinni hluta mótsins. Fyrst og síðast er þetta auðvitað bara skemmtilegt ævintýri fyrir okkur að taka þátt í. Það eru forréttindi að spila í Evrópukeppni, forréttindi að fá að máta sig við erlend lið og vera fulltrúi Íslands í þessum keppnum. Það er aðallega það sem við tökum frá þessu. Deildin bíður bara eftir okkur og við tökum á henni þegar að þar að kemur.“ Breiðablik hefur háð eftirminnileg einvígi við þekkt félög í Evrópukeppni undanfarin ár. Til að mynda mætti liðið Aberdeen frá Skotlandi á Laugardalsvelli árið 2021.Vísir/Getty „Auðvitað er það þannig að maður reynir að fara eins langt og maður kemst í þessu. Þegar að Evrópukeppnin setur maður ekki einhvern ákveðinn punkt á kortið og segist ætla að stoppa þar. Maður reynir að komast eins langt og kostur er. Við þurfum hins vegar að vera raunsæir og átta okkur á því að það að fara langt í Evrópukeppninni, jafnvel lengra en við höfum farið síðustu tvö ár, sem er í þriðju umferð í Sambandsdeildinni, þá þarf mjög margt að ganga upp. Þú þarft að eiga framúrskarandi leiki, þarft að vera heppinn með andstæðinga og allir þínir bestu leikmenn þurfa að vera heilir og í sínu besta standi.“ Á margt eftir að gerast Það sé því auðveldara að setja sér frammistöðu markmið þegar kemur að þátttöku í Evrópukeppni heldur en úrslitamarkmið. „Frammistöðu markmiðið verður að vera það að vera betri í teigunum á móti liðinu sem eru fyrir fram kannski talin jafn sterk og eða betri en við á pappírnum. Það held ég að sé markmiðið okkar og við verðum svo bara að sjá til hvert það leiðir okkur. Þetta er svo löng leið núna og erfitt að hugsa eitthvað lengra heldur en bara á þessa einstöku forkeppni því það á svo margt eftir að gerast á þessari viku. Við höfum fundið það, að þegar að við spilum á móti góðum liðum, þá megum við ekki slökkva á okkur þegar að við erum að verjast því þá verður okkur refsað. Við þurfum að vera betri í að nýta þau færi sem við fáum, sýna meiri einbeitingu í teigunum báðum.“ Leikur Breiðabliks og Tre Penne í forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin þar hefst klukkan 18:50. Þá er fyrri leikur forkeppninnar, milli Inter Club d´Escaldes og FK Buducnost, einnig sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en flautað verður til leiks á Kópavogsvelli í þeim leik klukkan 13:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira