Marta hefur sex sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims en hún hefur aldrei náð því að verða heimsmeistari.
Marta has officially been selected to play in her SIXTH World Cup for Brazil
— Just Women s Sports (@justwsports) June 27, 2023
Legend. pic.twitter.com/CinrbZ1sZR
Þetta verður sjötta heimsmeistaramót hennar á ferlinum en besti árangurinn koma á HM 2007 þegar Brasilía tapaði í úrslitaleiknum.
Landsliðsþjálfari lofar þó Mörtu ekki sæti í byrjunarliðinu. Sundhage segir að hún gæti þurft að sætta sig við það að byrja á bekknum.
„Marta er drottning og hún er íkon. Það er smitandi að vera í kringum hana,“ sagði Pia Sundhage á blaðamannafundi.
„Ég veit ekki hvort hún verði í byrjunarliðinu. Við vitum það ekki ennþá. Hún mun skila því hlutverki sem ég gef henni og ég er viss um að hún muni standa sig vel,“ sagði Sundhage.
Brasilíska liðið hefur æfingar í vikunni og spilar æfingarleik við Síle fyrir mótið. Fyrsti leikur Brasilíu á HM er á móti Panama 24. júlí.
Marta er 37 ára gömul og spilar nú með Orlando Pride í Bandaríkjunum. Hún hefur skorað 115 mörk í 174 leikjum fyrir Brasilíu. Marta er markahæsti leikmaðurinn í sögu HM kvenna með sautján mörk.
One minute of Marta. Enjoy! @MartaVieiras10 | @SelecaoFeminina | #FIFAWWC
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) June 27, 2023