Vilja reisa vindorkugarða við Hellisheiði Máni Snær Þorláksson skrifar 28. júní 2023 10:56 OR hefur lagt fram beiðni um að verkefnastjórn rammaáætlunar fjalli um þrjá vindorkukosti í nágrenni Hellisheiðar. Aðsend Orkuveita Reykjavíkur (OR) er búin að leggja fram beiðni til Orkustofnunar vegna þriggja vindorkukosta, tveir í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Þegar er búið að kynna hlutðeigandi bæjar- og sveitarstjórum fyrir þeim kostum sem eru til skoðunar. Fram kemur í tilkynningu frá OR að við staðarval á tillögunum hafi verið horft til þess að áhrif á umhverfi, náttúru og samfélag yrðu sem minnst. „Horft var til fyrirliggjandi gagna um vindskilyrði og nálægðar við röskuð svæði, flutningsvirki, starfssvæði OR samstæðunnar og svæða þar sem sjáanleg mannvirki eru fyrir,“ segir í tilkynningunni. Verði ákvörðun tekin um að halda áfram undirbúningsvinnu vegna virkjunarkostana verður ráðist í rannsóknir á vindskilyrðum með mastri sem og á mikilvægum umhverfisþáttum eins og fuglalíf og sjónræn áhrif. Það verði gert í samráði við sérfræðinga og hagaðila. OR lagði fram tillögur um þrjá vindorkugarða, tveir þeirra í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Tillögur OR eru eftirfarandi: 50-150 MW Vindorkugarður við Lambafell í Ölfusi. 50-108 MW Vindorkugarður við Dyraveg í Ölfusi. 50-144 MW Vindorkugarður við Lyklafell í Mosfellsbæ. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR, segir í tilkynningunni að vinnsla á endurnýjanlegri orku skipti lykilmáli þegar kemur að baráttunni við loftslagsvána. Orkuskiptin séu þýðingarmikil til að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum, þau kalli á endurnýjanlega raforku eins og vindorku. „Í samræmi við eigendastefnu OR sem er orku- og veitufyrirtæki í almannaeigu berum við samfélagslega ábyrgð á orkuöflun. Við leggjum áherslu á að standa faglega að þessu verkefni og að vinna í sátt við umhverfi, náttúru og samfélag, “ er haft eftir Heru. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR.Aðsend OR hefur nú þegar kynnt hlutaðeigandi bæjar- og sveitarstjórum, sem og landeigendum fyrir þessum vindorkukostum sem nú eru til skoðunar. Verkefnið mun verða kynnt nánar næsta haust, meðal annars í nágrannasveitarfélögum. Ölfus Mosfellsbær Orkuskipti Orkumál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá OR að við staðarval á tillögunum hafi verið horft til þess að áhrif á umhverfi, náttúru og samfélag yrðu sem minnst. „Horft var til fyrirliggjandi gagna um vindskilyrði og nálægðar við röskuð svæði, flutningsvirki, starfssvæði OR samstæðunnar og svæða þar sem sjáanleg mannvirki eru fyrir,“ segir í tilkynningunni. Verði ákvörðun tekin um að halda áfram undirbúningsvinnu vegna virkjunarkostana verður ráðist í rannsóknir á vindskilyrðum með mastri sem og á mikilvægum umhverfisþáttum eins og fuglalíf og sjónræn áhrif. Það verði gert í samráði við sérfræðinga og hagaðila. OR lagði fram tillögur um þrjá vindorkugarða, tveir þeirra í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Tillögur OR eru eftirfarandi: 50-150 MW Vindorkugarður við Lambafell í Ölfusi. 50-108 MW Vindorkugarður við Dyraveg í Ölfusi. 50-144 MW Vindorkugarður við Lyklafell í Mosfellsbæ. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR, segir í tilkynningunni að vinnsla á endurnýjanlegri orku skipti lykilmáli þegar kemur að baráttunni við loftslagsvána. Orkuskiptin séu þýðingarmikil til að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum, þau kalli á endurnýjanlega raforku eins og vindorku. „Í samræmi við eigendastefnu OR sem er orku- og veitufyrirtæki í almannaeigu berum við samfélagslega ábyrgð á orkuöflun. Við leggjum áherslu á að standa faglega að þessu verkefni og að vinna í sátt við umhverfi, náttúru og samfélag, “ er haft eftir Heru. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR.Aðsend OR hefur nú þegar kynnt hlutaðeigandi bæjar- og sveitarstjórum, sem og landeigendum fyrir þessum vindorkukostum sem nú eru til skoðunar. Verkefnið mun verða kynnt nánar næsta haust, meðal annars í nágrannasveitarfélögum.
Tillögur OR eru eftirfarandi: 50-150 MW Vindorkugarður við Lambafell í Ölfusi. 50-108 MW Vindorkugarður við Dyraveg í Ölfusi. 50-144 MW Vindorkugarður við Lyklafell í Mosfellsbæ.
Ölfus Mosfellsbær Orkuskipti Orkumál Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira