Ingó spilar á Goslokahátíð en ekki Þjóðhátíð Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. júní 2023 14:24 Ingó veðurguð mun koma fram á Goslokahátið 2023. Stöð 2 Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur undir listamannsnafninu Ingó veðurguð, mun koma fram á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum. Hátíðin hefst næstkomandi mánudag og stendur yfir í viku. Ingó mun spila á staðnum Zame föstudagskvöldið 7. júli samkvæmt staðarmiðlinum Eyjafréttir. Dagskrána má nálgast á Facebook- síðu hátíðarinnar. Stýrði Brekkusöngnum sjö ár í röð Blaðamaður heyrði í kynningarfulltrúa Þjóðhátíðarnefndar sem staðfesti að Ingó mun ekki koma fram á Þjóðhátíð í ár. Sumarið 2021 steig Ingó úr sviðsljósinu eftir að yfir tuttugu konur greindu frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu tónlistarmannsins á samfélagsmiðlinum TikTok. Sögurnar voru nafnlausar og voru birtar af reikningi baráttuhópsins Öfga. Frásagnirnar leiddu til þess að Ingó var afbókaður á Þjóðhátíð en hann hafði áður stýrt Brekkusöngnum sjö ár í röð. Giggar um allt land Ingó hélt tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði 19. maí síðastliðinn undir heitinu, Ingó Bestu lög allra tíma. Vegna góðra undirtekta mun hann endurtaka leikinn 27. júlí næstkomandi og stíga á svið í tilefni af bæjar- og tónlistarhátiðinni, Hjarta Hafnarfjarðar, og taka svokallaða Þjóðhátíðarupphitun. Á heimasíðu viðburðarins kemur fram að hann muni spila víða um land í sumar ásamt saxófónleikaranum Bjössa sax og Einari Erni Jónssyni, hljómborðsleikara. Þjóðhátíð í Eyjum Tónleikar á Íslandi Hafnarfjörður Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir Kærasta Ingólfs segir yfirlýsta femínista hafa ítrekað beitt sig ofbeldi Alexandra Eir Davíðsdóttir segist ítrekað hafa verið beitt ofbeldi af hálfu hópa sem segjast berjast gegn ofbeldi og réttindum kvenna, einungis vegna þess hver maki hennar er. Hún segir þetta fólk hafa birt heimilisfang hennar opinberlega svo hægt væri að eggja húsið eða beita hana eða kærasta hennar líkamlegu ofbeldi. 7. mars 2023 12:31 Ingó hyggur á stórtónleika í Háskólabíó í mars Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá. 30. desember 2022 15:19 Ingó áfrýjar til Landsréttar Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði. 22. júní 2022 11:20 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Hátíðin hefst næstkomandi mánudag og stendur yfir í viku. Ingó mun spila á staðnum Zame föstudagskvöldið 7. júli samkvæmt staðarmiðlinum Eyjafréttir. Dagskrána má nálgast á Facebook- síðu hátíðarinnar. Stýrði Brekkusöngnum sjö ár í röð Blaðamaður heyrði í kynningarfulltrúa Þjóðhátíðarnefndar sem staðfesti að Ingó mun ekki koma fram á Þjóðhátíð í ár. Sumarið 2021 steig Ingó úr sviðsljósinu eftir að yfir tuttugu konur greindu frá meintu kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu tónlistarmannsins á samfélagsmiðlinum TikTok. Sögurnar voru nafnlausar og voru birtar af reikningi baráttuhópsins Öfga. Frásagnirnar leiddu til þess að Ingó var afbókaður á Þjóðhátíð en hann hafði áður stýrt Brekkusöngnum sjö ár í röð. Giggar um allt land Ingó hélt tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði 19. maí síðastliðinn undir heitinu, Ingó Bestu lög allra tíma. Vegna góðra undirtekta mun hann endurtaka leikinn 27. júlí næstkomandi og stíga á svið í tilefni af bæjar- og tónlistarhátiðinni, Hjarta Hafnarfjarðar, og taka svokallaða Þjóðhátíðarupphitun. Á heimasíðu viðburðarins kemur fram að hann muni spila víða um land í sumar ásamt saxófónleikaranum Bjössa sax og Einari Erni Jónssyni, hljómborðsleikara.
Þjóðhátíð í Eyjum Tónleikar á Íslandi Hafnarfjörður Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir Kærasta Ingólfs segir yfirlýsta femínista hafa ítrekað beitt sig ofbeldi Alexandra Eir Davíðsdóttir segist ítrekað hafa verið beitt ofbeldi af hálfu hópa sem segjast berjast gegn ofbeldi og réttindum kvenna, einungis vegna þess hver maki hennar er. Hún segir þetta fólk hafa birt heimilisfang hennar opinberlega svo hægt væri að eggja húsið eða beita hana eða kærasta hennar líkamlegu ofbeldi. 7. mars 2023 12:31 Ingó hyggur á stórtónleika í Háskólabíó í mars Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá. 30. desember 2022 15:19 Ingó áfrýjar til Landsréttar Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði. 22. júní 2022 11:20 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Kærasta Ingólfs segir yfirlýsta femínista hafa ítrekað beitt sig ofbeldi Alexandra Eir Davíðsdóttir segist ítrekað hafa verið beitt ofbeldi af hálfu hópa sem segjast berjast gegn ofbeldi og réttindum kvenna, einungis vegna þess hver maki hennar er. Hún segir þetta fólk hafa birt heimilisfang hennar opinberlega svo hægt væri að eggja húsið eða beita hana eða kærasta hennar líkamlegu ofbeldi. 7. mars 2023 12:31
Ingó hyggur á stórtónleika í Háskólabíó í mars Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá. 30. desember 2022 15:19
Ingó áfrýjar til Landsréttar Ingólfur Þórarinsson mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 30. maí síðastliðinn. Héraðsdómur sýknaði Sindra Þór Sigríðarson Hilmarsson af stefnu Ingólfs um meiðyrði. 22. júní 2022 11:20