Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Hann sagði þyrluna enn vera á leið til höfuðborgarinnar um klukkan 23:40.
Mbl.is, sem greindi fyrst frá slysinu, hefur eftir lögreglunni á Suðurlandi að slysið hafi orðið á illfærum stað og því hafi verið óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Þá liggi ekki fyrir upplýsingar um tildrög slyssins en sá slasaði sé beinbrotinn.