Að deyja á geðdeild Sigríður Gísladóttir og Grímur Atlason skrifa 30. júní 2023 09:02 Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið. Viðkomandi hjúkrunarfræðingur var nýverið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um manndráp af ásetningi og virðist málinu þar með vera lokið án þess að nokkur beri ábyrgð á því að svona skelfilega hafi farið. Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð? Í allri umræðu um þetta mál er talað um sjúkling á geðdeild, í þeirri umræðu gleymist að þetta var manneskja. Við ættum að reyna að setja okkur í spor aðstandenda konunnar sem lést og hugsa út í það hver afstaða okkar væri ef þetta væri ástvinur okkar. Kannski mamma, systir eða frænka okkar. Hjúkrunarfræðingurinn sem var sýknaður er hins vegar aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Það skal ekki gera lítið úr ábyrgð hans en málið er miklu stærra en það. Við réttarhöldin komu veikleikar geðheilbrigðiskerfisins ítrekað í ljós. Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað? Landssamtökin Geðhjálp hafa undanfarin misseri bent ítrekað á galla geðheilbrigðiskerfisins og brotalamir þess. Notendur kerfisins, aðstandendur og starfsfólk hafa komið fram og greint frá nauðung og þvingunum sem virðast í engu hafa með meðferð við geðrænum áskorunum að gera. Dæmi um þetta eru: heimsóknarbann, útivistarbann, innilokun á herbergi, tóbaksbann, símabann, kaffibann, lyfjaþvingun o.s.frv. Í rannsókn sem birtist í læknablaðinu fyrr á árinu kom fram að 10% allra þeirra sem leituðu á geðdeild á árunum 2014 til 2018 voru beitt þvingaðri lyfjagjöf. Ekki er ljóst hvort þar sé aðeins um lyfjagjöf í vöðva að ræða eða hvort öll þau tilfelli eru talin með þar sem einstaklingum eru boðnir tveir afarkostir, að taka lyfin sjálfviljugur eða verða sprautaður með valdi. Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem einstaklingar með geðrænar áskoranir dvelja til lengri eða skemmri tíma er í skötulíki. Geðhjálp fór fram á það ásamt landssamtökunum Þroskahjálp að rannsóknarnefnd yrði skipuð á vegum þingsins til þess að rannsaka aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Átti rannsóknin að vera tvískipt og ná til áranna frá 1960/1970 til 2011 annarsvegar og frá 2011 til dagsins í dag hins vegar. Velferðarnefnd þingsins var falið að koma málinu í farveg og hefur haft til þess rúmt ár en engu skilað enn. Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir. Heilbrigðisráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum lagði nýlega fram aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem þingið samþykkti. Þessi áætlun er ekki pappírsins virði þar sem hún er ófjármögnuð. Það virðist engu skipta. Ráðherra málaflokksins hefur ekkert tjáð sig um þær alvarlegur ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð. Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt. Sigríður Gísladóttir, formaður landssamtakanna GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri landsamtakanna Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Grímur Atlason Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið. Viðkomandi hjúkrunarfræðingur var nýverið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um manndráp af ásetningi og virðist málinu þar með vera lokið án þess að nokkur beri ábyrgð á því að svona skelfilega hafi farið. Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að bráðveikur einstaklingur sem er lagður inn á sjúkrahús til þess að fá lækningu meina sinna sé beittur slíku ofbeldi að hann hljóti bana af? Hvernig getur það gerst í nútímasamfélagi að enginn beri á því ábyrgð? Í allri umræðu um þetta mál er talað um sjúkling á geðdeild, í þeirri umræðu gleymist að þetta var manneskja. Við ættum að reyna að setja okkur í spor aðstandenda konunnar sem lést og hugsa út í það hver afstaða okkar væri ef þetta væri ástvinur okkar. Kannski mamma, systir eða frænka okkar. Hjúkrunarfræðingurinn sem var sýknaður er hins vegar aðeins lítið tannhjól í geðheilbrigðiskerfinu. Það skal ekki gera lítið úr ábyrgð hans en málið er miklu stærra en það. Við réttarhöldin komu veikleikar geðheilbrigðiskerfisins ítrekað í ljós. Undirmönnun, gríðarleg starfsmannavelta, skortur á fagfólki, skortur á skilningi, þvinganir, nauðung og hreint og klárt ofbeldi. Hver ber ábyrgð á því að svona sé málum háttað? Landssamtökin Geðhjálp hafa undanfarin misseri bent ítrekað á galla geðheilbrigðiskerfisins og brotalamir þess. Notendur kerfisins, aðstandendur og starfsfólk hafa komið fram og greint frá nauðung og þvingunum sem virðast í engu hafa með meðferð við geðrænum áskorunum að gera. Dæmi um þetta eru: heimsóknarbann, útivistarbann, innilokun á herbergi, tóbaksbann, símabann, kaffibann, lyfjaþvingun o.s.frv. Í rannsókn sem birtist í læknablaðinu fyrr á árinu kom fram að 10% allra þeirra sem leituðu á geðdeild á árunum 2014 til 2018 voru beitt þvingaðri lyfjagjöf. Ekki er ljóst hvort þar sé aðeins um lyfjagjöf í vöðva að ræða eða hvort öll þau tilfelli eru talin með þar sem einstaklingum eru boðnir tveir afarkostir, að taka lyfin sjálfviljugur eða verða sprautaður með valdi. Það er ljóst að þessu kerfi verður að breyta. Eftirlit með starfsemi geðdeilda og stofnana þar sem einstaklingar með geðrænar áskoranir dvelja til lengri eða skemmri tíma er í skötulíki. Geðhjálp fór fram á það ásamt landssamtökunum Þroskahjálp að rannsóknarnefnd yrði skipuð á vegum þingsins til þess að rannsaka aðbúnað og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Átti rannsóknin að vera tvískipt og ná til áranna frá 1960/1970 til 2011 annarsvegar og frá 2011 til dagsins í dag hins vegar. Velferðarnefnd þingsins var falið að koma málinu í farveg og hefur haft til þess rúmt ár en engu skilað enn. Þetta sýnir því miður að þetta er ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Það liggur fyrir að fólk er beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir dvelur. Það liggja fyrir ótal vitnisburðir þess efnis. Það dó sjúklingur fyrir tveimur árum af því að hann var beittur ofbeldi. Það liggur fyrir. Heilbrigðisráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum lagði nýlega fram aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum sem þingið samþykkti. Þessi áætlun er ekki pappírsins virði þar sem hún er ófjármögnuð. Það virðist engu skipta. Ráðherra málaflokksins hefur ekkert tjáð sig um þær alvarlegur ábendingar sem komu fram við réttarhöldin um stöðuna í geðheilbrigðiskerfinu. Þetta er að gerast á hans vakt og hann ætti að bera á því ábyrgð. Því miður virðist það vera þannig að enginn ber ábyrgð á því sem miður fer innan heilbrigðiskerfisins. Það er sorglegt. Sigríður Gísladóttir, formaður landssamtakanna GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri landsamtakanna Geðhjálpar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun