Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2023 21:10 Ofurheitur plasma-ljósbogi mölvar bergið. EarthGrid Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis. „Viljayfirlýsing um kyndilborun“ segir í frétt Stjórnarráðsins um „hraðvirkari og hagkvæmari tækni fyrir jarðgöng og lagnagöng“ með mynd af ráðherrunum Sigurði Inga Jóhannssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa bandaríska félagsins EarthGrid, að skrifa undir yfirlýsingu í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Aðferðin felst í að nota ofurheitan plasma-ljósboga til að kurla upp bergið en tæknin hefur í áratugi verið nýtt í málmiðnaði þegar hefðbundin logsuða dugar ekki. Vísir sagði frá því í fyrra að aðferðin gæti valdið byltingu í jarðgangagerð og að ekki færri en þrír ótengdir aðilar, austan hafs og vestan, væru að þróa hana. Earthgrid virðist komið einna lengst og er að byrja að nýta kyndilborun fyrir lagnagöng í gegnum hart berg. Og núna er verið að þróa stærri kyndilbor til að bora stærri göng. Á heimasíðu Earthgrid er sýnd mynd af frumgerð beltadreka sem myndi með fjölda logandi ljósbogakyndla mölva sér leið í gegnum bergið. EarthGrid hefur birt þessa mynd af frumgerð kyndilborvélar.Earthgrid Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku og þarf raunar mjög mikla orku til að ná fram ofurhita. Fullyrt er að mikið hagræði felist í þessari aðferð, afköstin verði mun meiri en með hefðbundnum borunum og kostnaður mun lægri. Í frétt Stjórnarráðsins segir að búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Tækni Orkumál Tengdar fréttir Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
„Viljayfirlýsing um kyndilborun“ segir í frétt Stjórnarráðsins um „hraðvirkari og hagkvæmari tækni fyrir jarðgöng og lagnagöng“ með mynd af ráðherrunum Sigurði Inga Jóhannssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni ásamt Björgmundi Erni Guðmundssyni, fulltrúa bandaríska félagsins EarthGrid, að skrifa undir yfirlýsingu í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Aðferðin felst í að nota ofurheitan plasma-ljósboga til að kurla upp bergið en tæknin hefur í áratugi verið nýtt í málmiðnaði þegar hefðbundin logsuða dugar ekki. Vísir sagði frá því í fyrra að aðferðin gæti valdið byltingu í jarðgangagerð og að ekki færri en þrír ótengdir aðilar, austan hafs og vestan, væru að þróa hana. Earthgrid virðist komið einna lengst og er að byrja að nýta kyndilborun fyrir lagnagöng í gegnum hart berg. Og núna er verið að þróa stærri kyndilbor til að bora stærri göng. Á heimasíðu Earthgrid er sýnd mynd af frumgerð beltadreka sem myndi með fjölda logandi ljósbogakyndla mölva sér leið í gegnum bergið. EarthGrid hefur birt þessa mynd af frumgerð kyndilborvélar.Earthgrid Kyndilborinn er knúinn áfram af raforku og þarf raunar mjög mikla orku til að ná fram ofurhita. Fullyrt er að mikið hagræði felist í þessari aðferð, afköstin verði mun meiri en með hefðbundnum borunum og kostnaður mun lægri. Í frétt Stjórnarráðsins segir að búist sé við því að jarðgöng fyrir umferð ökutækja verði boruð á næstu árum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Tækni Orkumál Tengdar fréttir Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36