Hin 21 árs gamla Andrea kemur til Fram frá Íslandsmeisturum Vals en hún kom þó ekkert við sögu á síðustu leiktíð. Hún er uppalin í Vestmannaeyjum og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með ÍBV áður en hún gekk í raðir Vals.
„Það er okkur mikið ánægjuefni að ná í leikmann eins og Andreu. Hún er afskaplega fær markmaður og frábær karakter sem á eftir að smellpassa inn í liðið okkar,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, um nýjustu viðbótina við leikmannahóp liðsins.
Andrea hefur spilað fjölda landsleikja fyrir yngri lið Íslands og þá hefur hún tvívegis verið í æfingahóp A-landsliðsins.